Virkni og Vellíðan

Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.

Þátttakendur í verkefninu Virkni og Vellíðan fá tækifæri á því að stunda hreyfingu í því félagi sem stendur næst heimili þeirra í Kópavogi. Okkar helsta markmið er það að stuðla að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu bæjarbúa í Kópavogi og stuðla jafnframt að farsælli öldrun.

Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú, Breiðablik, Gerplu og HK.

  • Hvað er Virkni og Vellíðan ?

    Virkni og Vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú Breiðablik, Gerplu og HK. Starfsemi Virkni og Vellíðan byggir á hópþjálfun undir handleiðslu fagmenntaðra þjálfara og fá allir þátttakendur tækifæri á því að stunda æfingar 2-3x í viku. Á æfingum er lögð áhersla á fjölbreytta þjálfun og er það í samræmi við það sem rannsóknir hafa sýnt, að þjálfun sem innheldur styrktar-, þol-, liðleika- og jafnvægisæfingar eru æskilegar eldra fólki. Starfsemi Virkni og Vellíðan er tvískipt annars vegar þjálfun sem fer fram í íþróttafélögum bæjarins og hins vegar þjálfun sem fer fram í félagsmiðstöðvum eldri borgara. Okkar helsta markmið er það að stuðla að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu bæjarbúa í Kópavogi og stuðla jafnframt að farsælli öldrun.

  • Hvar fer Virkni og Vellíðan fram ?

    Þátttakendur í verkefninu Virkni og Vellíðan fá tækifæri á því að stunda hreyfingu í því félagi eða þeirri félagsmiðstöð sem stendur næst heimili þeirra í Kópavogi. Virkni og Vellíðan í íþróttafélögunum fer að mestu leyti fram í íþróttafélögunum Breiðablik(Fífunni) og HK (Kórnum). Þar eru æfingar af hærri ákefð og er meðalaldurinn þar um 73 ár. Í félagsmiðstöðvum bæjarins, Gjábakka, Gullsmára og Boðaþingi eru æfingar af lægri ákefð og er meðalaldur þar um 83 ár. 

  • Valæfingar

    Til viðbótar við hefðbundnar æfingar fá þátttakendur val um þriðju æfingu. Mismunandi er hvað stendur þátttakendum til boða á hverri önn en dæmi um það sem hefur verið í boði er zumba, yoga, qigong, golf, göngur og bandvefslosun ásamt fleiru. Valæfingar kosta aukalega og er markmiðið með þeim að ýta undir áhugahvöt, félagslegt umhverfi og skemmtun en einnig að kynna þátttakendum fyrir fjölbreyttri heilsueflingu.

  • Fræðsla og félagslegir viðburðir

    Á hverri önn er þátttakendum boðið upp á fræðslu fyrirlestra. Markmið fyrirlestrana er að auka þekkingu þátttakenda á helstu áhrifaþáttum heilsu og þar með stuðla að því að þeir taki betri ákvarðanir og verji eigið heilbrigði. Þessir fyrirlestrar eru einnig opnir öllum íbúum bæjarins 60 ára og eldri.
    Virkni og Vellíðan er ekki eingöngu að bjóða upp á hreyfingu en verkefnið stendur einnig fyrir fjölmörgum félagslegum viðburðum t.d. jólahlaðborð, páskabingó, götugöngu, pálínuboð og að sjálfsögðu kaffi í lok allra æfinga.

  • Tímabil, verð og skráning

    Mánaðargjaldið í Virkni og Vellíðan í íþróttafélögunum er 4.500 krónur á mánuði en greitt er fyrir heila önn í einu svo æfingagjöld miðast við 18.000 krónur á haustönn og 22.500 krónur á vorönn.

    Enginn æfingagjöld eru í rukkuð í dag fyrir þátttöku í Virkni og Vellíðan í félagsmiðstöðvunum.

    Hægt er að hafa samband á netfangið virkniogvellidan@gmail.com eða í gegnum facebook síðu verkefnisins , Virkni og Vellíðan í Kópavogi, ef frekari upplýsingar vantar.

    Hægt er að skrá sig í gegnum eftirfarandi hlekk

    Skrá mig

Síðast uppfært 19. júní 2024