Fatlað fólk

Kópavogsbær veitir fjölbreytta þjónustu til fatlaðs fólks. 

Þjónusta við fatlað fólk er veitt á grundvelli laga og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Einstaklingum með fötlun, langveikum börnum, og eftir atvikum foreldrum barna með fötlun eða langvinna sjúkdóma, skal standa til boða stuðningur sem miðar að aukinni félagslegri færni, stuðning sem miðar að því að efla sjálfstæði til að búa á eigin heimili og eftir atvikum að styrkja foreldra eða forráðamenn í uppeldishlutverki sínu.

Markmið þjónustunnar er að fatlað fólk fái nauðsynlegan stuðning til þess að það geti notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Við framkvæmd þjónustu við fatlað fólk skal virðing borin fyrir mannlegri reisn þess, sjálfræði og sjálfstæði. Þjónustan skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir og aðstæður viðkomandi.

    Nánari upplýsingar

    Nánari upplýsingar má fá í tölvupósti hjá velferðarsviði eða í síma 441 0000.

    Síðast uppfært 03. júní 2024