Skammtímadvöl

Skammtímadvalir eru fyrir fötluð börn og ungmenni með miklar umönnunarþarfir. 

Skammtímadvalir fyrir íbúa Kópavogs  eru staðsettar í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirðir og hver og ein hefur ákveðna sérstöðu sem m.a. byggir á aldri og þjónustuþörf notenda. Meðan á dvöl stendur fá börnin og ungmennin aðstoð og aðhald við sín daglegu verkefni og njóta umönnunar og afþreyingar.

Heimilt er að veita þeim sem orðnir eru 18 ára og búa í foreldrahúsum áframhaldandi skammtímadvöl á meðan beðið er eftir annars konar stuðningi.

Þörf fyrir þjónustu er metin út frá aðstæðum einstaklingsins og fjölskyldunnar. Við matið er horft til fötlunar, stuðningsþarfa og félagslegra aðstæðna fjölskyldu. Skammtímadvöl er  ýmist reglubundin eða veitt til ákveðins tíma og er dvalartíminn breytilegur eftir aðstæðum hvers og eins.

Skammtímadvalir eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem lesa á nánar um hér.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má fá hjá velferðarsviði í tölvupósti eða í síma 441 0000.

Síðast uppfært 03. júní 2024