Búseta og stuðningur

Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og þjónustu til þess að búa á eigin heimili. Þjónustan á að auðvelda aðlögun og þátttöku í samfélaginu.

Kópavogsbær rekur íbúðakjarna og heimili fyrir fatlað fólk sem hefur verið hannað með þarfir fatlaðs fólks í huga.

  • Stuðningur á eigin heimili

    Fatlað fólk hefur rétt á að velja hvernig og hvar það býr. Í Kópavogi getur fatlað fólk fengið stuðning við heimilishald og til að lifa sjálfstæðu lífi hvort sem það er í eigin íbúð, leiguíbúð á almennum markaði eða félagslegri leiguíbúð á vegum Kópavogsbæjar.

    Hvernig er sótt um stuðning á heimili?

    Sótt er um stuðnings- og stoðþjónustu í þjónustugátt. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar eða aðstoð geturðu bókað viðtal við ráðgjafa í síma 441-0000.

  • Heimili og íbúðakjarnar

    Fatlað fólk sem þarfnast sérstaks húsnæðis og mikils stuðnings getur fengið húsnæði í íbúðakjörnum. Þar fær fólk þjónustu eftir sínum þörfum allan sólarhringinn eða hluta úr degi.

    Kópavogsbær rekur eftirtalin heimili og íbúðakjarna:

    Heimilið Austurkór 3a og 3b, forstöðumaður Þórdís Adda Haraldsdóttir, sími 441 9561

    Heimilið Dimmuhvarf 2, forstöðumaður María Elísabet Hjarðar, sími 441 9580

    Heimilið Fossvogsbrún 2a, forstöðumaður Íris Ingþórsdóttir, sími 441 9590

    Heimilið Hörðukór og sértæk þjónusta, forstöðumaður Ásgerður Júlía Ágústsdóttir, sími 441 1567

    Heimilið Kópavogsbraut 41, forstöðumaður Sigríður Heiða Kristjánsdóttir , sími 441 1870/ 441 1871

    Heimilið Kópavogsbraut 5a, forstöðumaður Bryngerður Bryngeirsdóttir, sími 441 1881

    Heimilið Marbakkabraut 14, forstöðumaður Anna Margrét Gunnarsdóttir, sími 441 9671

    Heimilið Skjólbraut 1, forstöðumaður Sigríður Hildur Snæbjörnsdóttir, sími 564 2229/ 441 9660

    Áfangaheimilið Hrauntungu 54, forstöðumaður Sólrún Þrastardóttir, sími 441 9650

    Hvernig er sótt um búsetu í íbúðakjarna?

    Sótt er um búsetu í íbúðakjarna í þjónustugátt. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar eða aðstoð geturðu bókað viðtal við ráðgjafa í síma 441-0000.

Síðast uppfært 03. júní 2024