Frístund í grunnskólum

Frístund í grunnskólum starfar við alla grunnskóla bæjarins og stendur til boða fyrir öll börn í 1. - 4. bekk. 

Frístund er valkostur þar sem börn dvelja við leik og skapandi starf eftir að skóla lýkur í umsjá starfsfólks.

  • Opnunartími

    Opnunartími er frá því að skóladegi lýkur og til kl. 16:30.  Boðið er upp á dagaval og hægt er að velja mismunandi langan dvalartíma.

    Frístund er opin alla daga sem grunnskólar starfa og einnig allan daginn á þremur af fimm skipulagsdögum skólanna sem eru á skólatíma. Frístundir fá tvo skipulagsdaga á skólaárinu, einn á hvorri önn, í þeim tilgangi að skipuleggja faglegt starf með börnunum og sinna þjálfun og fræðslu frístundaleiðbeinenda.

    Opið er alla virka daga í kringum jól og páska frá kl. 8:00 - 16:00 en lokað á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag. Sækja þarf um dvöl í jóla- og páskaopnun sérstaklega.

    Frístund er ekki opin í vetrarfríum skólanna og lokað er á skólasetningardegi.

  • Hvar er sótt um þjónustuna?

    Umsókn um frístund er í gegnum þjónustugáttina.

    Dvalar- og matargjöld eru innheimt eftir á í upphafi hvers mánaðar.

  • Frístundabíllinn

    Íþróttafélögin, Breiðablik, Gerpla og HK eru í samstarfi við Kópavogsbæ um akstur barna frá frístundum á íþróttaæfingar. Skipulagning á akstri vagnanna er í höndum íþróttafélaganna og hægt er að nálgast aksturstöflu á vefsíðum félaganna.

  • Gjaldskrá frístundar

    Prenta gjaldskrá

    Gjaldskrá tekur gildi 1. júlí 2024.

    Sækja þarf um vistun í frístund í gegnum þjónustugátt Kópavogsbæjar.
    Breytingar á vistun eru einnig gerðar í gegnum sömu umsókn. Frestur til þess að segja upp áskrift og sækja um afslátt er til 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi frá og með næstu mánaðarmótum á eftir. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.

    Frístund

    Gildir frá 1. júlí 2024

    Dvalarstundir
    Almennt gjald
    Annað barn með systkinaafsl.
    Þriðja barn með systkinaafsl.
    Fjórða barn með systkinaafsl.
    Allt að 20 klst á mán
    9.406 kr.
    6.584 kr.
    2.352 kr.
    -
    21-40 klst á mán
    16.468 kr.
    11.528 kr.
    4.117 kr.
    -
    41-60 klst á mán
    21.958 kr.
    15.371 kr.
    5.490 kr.
    -
    61-80 klst á mán
    25.878 kr.
    18.115 kr.
    6.470 kr.
    -
    Matargjald á dag
    175 kr.
    175 kr.
    175 kr.
    175 kr.

    Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, öryrkjar (75% örorka eða meira) og námsmenn (báðir foreldrar í námi)

    Dvalarstundir
    Lægra gjald
    Annað barn með systkinaafsl.
    Þriðja barn með systkinaafsl.
    Fjórða barn með systkinaafsl.
    Allt að 20 klst á mán
    6.584 kr.
    4.609 kr.
    1.646 kr.
    -
    21-40 klst á mán
    11.528 kr.
    8.070 kr.
    2.882 kr.
    -
    41-60 klst á mán
    15.371 kr.
    10.760 kr.
    3.843 kr.
    -
    61-80 klst á mán
    18.115 kr.
    12.681 kr.
    4.529 kr.
    -
    Matargjald á dag
    175 kr.
    175 kr.
    175 kr.
    175 kr.

    Afsláttur í frístund

    Lægra gjald greiða einstæðir foreldrar, námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í fullu námi og öryrkjar
    með metna örorku (75% eða meira). Námsmenn þurfa að framvísa vottorði til staðfestingar um
    námsárangur eftir hverja önn og er afsláttur leiðréttur eftirá fyrir hverja önn. Afsláttur til námsmanna
    gildir ekki 1. júní til 31. ágúst, nema foreldrar séu í fullu sumarnámi. Öryrkjar þurfa að setja mynd af
    örorkuskírteini sem viðhengi með umsókn.
    Sótt er um framangreindan afslátt með því að fara inn í „Umsókn um frístund“ í þjónustugátt. Þegar
    komið er inn í Völu kerfið er hægt að sækja um afslátt.


    Systkinaafsláttur
    Systkinaafsláttur er 30% af dvalargjaldi fyrir annað barn, en 75% af dvalargjaldi fyrir þriðja barn og
    100% fyrir fjórða barn eða fleiri. Systkinaafsláttur er einnig veittur ef yngra systkini er í leikskóla eða ef
    Kópavogsbær greiðir framlag vegna dvalar systkinis hjá dagforeldri. Systkinaafsláttur reiknast af
    dvalargjaldi eldri systkina. Systkinaafsláttur reiknast einnig af lægra gjaldi. Ekki er veittur afsláttur af
    matargjaldi.

    Ekki þarf að sækja sérstaklega um systkinaafslátt þar sem hann reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu Völu
    sem heldur utan um skráningar barna hjá dagforeldrum sem og í leikskóla og frístund.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar gefur
deildarstjóri grunnskóladeildar
 í síma 441 0000 

Síðast uppfært 13. janúar 2021