Styrkir til náms og tækjakaupa

Styrkjunum er ætlað að auðvelda fötluðu fólki að verða sér úti um þekkingu og reynslu og auka möguleika sína til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Styrkir eru annars vegar námsstyrkir fyrir námskeiðsgjöldum, skólagjöldum og námsgögnum og hins vegar styrki vegna verkfæra- og tækjakaupa til að skapa atvinnutækifæri.

Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári og taka úthlutanir mið af fjárhagsáætlun og fjölda umsókna hverju sinni.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má fá hjá velferðarsviði í tölvupósti eða í síma 441 0000.

Síðast uppfært 03. júní 2024