Eldra fólk

Kópavogsbær veitir fjölbreytta þjónustu til eldra fólks. 

Markmið þjónustunnar er annars vegar að veita öldruðum Kópavogsbúum og aðstandendum þeirra ráðgjöf og leiðsögn og hins vegar að efla notendur til sjálfsbjargar og sjálfstæðis og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður með viðeigandi stuðningi. Við framkvæmd þjónustunnar er þess gætt að virða sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og er þjónustan veitt á því þjónustustigi sem eðlilegast er miðað við þarfir og getu notenda.

    Nánari upplýsingar

    Nánari upplýsingar má fá  hjá velferðarsviði í tölvupósti eða í síma 441 0000.

    Síðast uppfært 03. júní 2024