Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra

Börn og fjölskyldur í Kópavogi geta fengið fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar. 

Stuðningurinn getur miðað að því að styrkja foreldra eða forsjáraðila  við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu svo þeir geti búið börnum sínum örugg og þroskavænleg uppeldisskilyrði.

Einnig getur stuðningurinn verið fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna.

  • Að hverju snýr stuðningurinn?

    Foreldrar og forsjáraðilar geta þurft stuðning við: 

    -      Að sinna uppeldis- og foreldrahlutverki sínu 

    -      Að taka virkan þátt í samfélaginu 

    -      Að halda heimili 

    -      Að styrkja stuðningsnet sitt 

    -      Að byggja upp sjálfstraust

    Börn geta þurft stuðning við: 

    -      Að taka virkan þátt í samfélaginu 

    -      Að eiga góð og uppbyggileg samskipti 

    -      Að eignast vini 

    -      Að líða vel í eigin skinni 

    Leitað er eftir skoðunum barns við útfærslu stuðnings eftir því sem aldur og þroski leyfir. Stuðningur er veittur bæði innan heimilis og utan.  

  • Á ég rétt á stuðningi?

    Til að eiga rétt á stuðningi þurfa foreldrar, forsjáraðilar og börn að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

    • Eiga lögheimili í Kópavogi.
    • Vera metin í þörf fyrir stuðning samkvæmt reglum um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra. 
    • Forsjáraðilar skulu hafa forsjá með þeim börnum sem stuðningur snýr að. 

    Fjölskyldur með lögheimili utan Kópavogs geta sótt um stuðning fyrir börn og fjölskyldur ef þörf fyrir stuðning tengist fötlun innan fjölskyldunnar en skilyrði er að umsækjendur skrái lögheimili sitt í Kópavogi þegar stuðningur hefst.

  • Hvernig nálgast ég stuðning?

    Fyrsta skref foreldra og forsjáraðila er að panta viðtal við ráðgjafa á velferðarsviði Kópavogs í síma 441-0000. Í framhaldinu er tekin sameiginleg ákvörðun um hvaða stuðningur hentar fjölskyldunni og umsókn undirrituð ef við á. Einnig má fylla út umsókn inn á þjónustugátt og ráðgjafi hefur samband.

  • Hvað gerist næst?

    Þegar undirrituð umsókn um stuðning liggur fyrir er næsta skref formlegt mat á stuðningsþörf fjölskyldunnar. Matið tekur mið af stöðu fjölskyldunnar með tilliti til eftirfarandi þátta: 

    • Færni, geta og styrkleikar 
    • Félagslegar aðstæður og tengslanet 
    • Virkni og þátttaka í samfélaginu 
    • Hvaða afleiðingar seinkun á stuðningi hefur fyrir fjölskylduna 
    • Annar stuðningur 

    Við formlegt mat á stuðningsþörf er litið til heildaraðstæðna fjölskyldunnar. Ef matið leiðir í ljós að ekki er talin þörf á stuðningi er umsókn synjað. Sé umsókn samþykkt vinnur ráðgjafi stuðningsáætlun í samvinnu við fjölskylduna. 

    Stuðningsáætlun byggir á formlegu mati á stuðningsþörf. Í áætluninni er eftirfarandi spurningum svarað:  

    • Hvaða stuðningur er veittur? 
    • Hver eru markmiðin? 
    • Hvernig er árangur metinn? 
    • Hvernig er stuðningi háttað?
  • Hvaða lög og reglur gilda um stuðning við börn og fjölskyldur

  • Að gerast stuðningsfjölskylda

    Allar umsóknir og úttektir stuðningsfjölskyldna fara fram hjá Gæða og eftirlitsstofnun, hvort sem um er að ræða barnaverndar – eða í málefni fatlaðra barna. Það sama á við um endurnýjanir umsókna. Umsóknir og endurnýjun umsókna eru unnar eingöngu rafrænt.

    Umsækjendur fara inn á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála í gegnum mínar síður og með rafrænum skilríkjum.

    Efst í hægra horni eru: umsóknir og þaðan er leitað eftir eyðublaði: Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda fyrir barn.

    Fylgiskjöl með umsókn eru þau sömu og áður

    Umsókn berst Gæða og eftirlitstofnun og er síðan send velferðarráði hvers sveitarfélags til úttektar.

    Leyfisveiting verður síðan út frá Gæða og eftirlitsstofnun.

    • Hvernig gerist ég stuðningsfjölskylda?

      Allar umsóknir og úttektir stuðningsfjölskyldna fara fram hjá Gæða og eftirlitsstofnun, hvort sem um er að ræða barnaverndar – eða í málefni fatlaðra barna. Það sama á við um endurnýjanir umsókna. Umsóknir og endurnýjun umsókna eru unnar eingöngu rafrænt.

      Umsækjendur fara inn á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála í gegnum mínar síður og með rafrænum skilríkjum.

      Efst í hægra horni eru: umsóknir og þaðan er leitað eftir eyðublaði: Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda fyrir barn.

      Fylgiskjöl með umsókn eru þau sömu og áður

      Umsókn berst Gæða og eftirlitstofnun og er síðan send velferðarráði hvers sveitarfélags til úttektar.

      Leyfisveiting verður síðan út frá Gæða og eftirlitsstofnun.

Síðast uppfært 04. júní 2021