- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Okkar Kópavogur er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum.
Okkar Kópavogur hefst að nýju 12. september 2024 með hugmyndasöfnun og þátttöku íbúa lýkur með kosningu í byrjun árs 2025. Alls eru 340 milljónir króna teknar frá í framkvæmdir árin 2024-2027.
Þetta er í fimmta sinn sem ráðist er í verkefnið Okkar Kópavogur. Framkvæmdaáætlanir þeirra verkefna sem voru kosin áfram árin 2016, 2018, 2020 og 2022 má sjá í listanum hér til hægri. Nánari upplýsingar eru veittar í Þjónustuveri Kópavogsbæjar eða í gegnum netfangið okkarkopavogur(hjá)kopavogur.is.
Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra, fá þá til að leggja fram hugmyndir og forgangsraða og útdeila fjármagni í smærri framkvæmdir á vegum bæjarins með íbúakosningu.
Verkefnið í heild sinni er í þremur liðum; hugmynd, kosning og framkvæmd. Samtals fara allt að 100 hugmyndir áfram í kosningu, og þær hugmyndir sem verða kosnar fara í framkvæmd árin 2025, 2026 og 2027.
Gögnum sem safnast við vinnsluna verður eytt að lokinni úrvinnslu.
Hugmyndir íbúa þurfa vera á bæjarlandi og innan þéttbýlis. Þær geta varðað leik- og afþreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt.
Hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að komast í kosningu:
Matshópur, skipaður fjölbreyttum hópi starfsmanna bæjarins, fer yfir innsendar hugmyndir út frá skilyrðum verkefnisins og stillir upp til kosninga fyrir hvorn bæjarhluta fyrir sig.
Annar hluti verkefnisins snýr að forgangsröðun og úthlutun fjármagns með kosningu.
Kosningarnar fara fram í byrjun árs 2025.
Allt að 100 hugmyndir fara í kosningu, 30-50 í hvorum bæjarhluta fyrir sig. Allir íbúar, 14 ára á árinu 2025 og eldri með skráð lögheimili í Kópavogi og sem eru með rafræn skilríki geta kosið verkefni áfram. Aðeins er hægt að kjósa verkefni í einum bæjarhluta. Hægt er að kjósa ákveðið mörg verkefni í hverjum og einum af þremur verðflokkum, 3-15 m, 16-30 m, og 31-50 m. Fjármagni er úthlutað í samræmi við höfðatölu hvors bæjarhluta fyrir sig.
Kosning fer fram á kosningavef þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti með innskráningarþjónustu island.is, með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, og þar er atkvæði dulkóðað. Aldrei er hægt að tengja atkvæðið við einstakling.
Í verkefninu fara 340 milljónir til framkvæmda á verkefnum sem íbúar kjósa eftir hugmyndasöfnun. Kópavogi er skipt upp í tvo bæjarhluta, efri byggðir og neðri byggðir, sem skiptast eftir Reykjanesbrautinni. Öll upphæðin sem ætluð er til framkvæmda skiptist milli bæjarhlutanna í samræmi við íbúafjölda hvors bæjarhluta fyrir sig.
Ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá 2011.
Framkvæmdir verkefna úr niðurstöðu kosninga fara fram á tímabilinu vorið 2025 til haustsins 2027. Hægt er að fylgjast með stöðu framkvæmda hér á síðunni.
Framkvæmdum á verkefnum sem voru kosin áfram af íbúum árið 2022 er senn að ljúka. Staða framkvæmda er aðgengileg í þessum lista
Í þessum fellilista má nálgast algengustu spurningar og svör varðandi Okkar Kópavog.