Laugardaginn 17. september verður bæjarbúum og öðrum gestum boðið upp á fræðslugöngu um trjásafn Kópavogsbæjar í Meltungu, austast í Fossvogsdal, í leiðsögn staðkunnugra.
Þátttakendur í Virkni og vellíðan, heilsueflingarverkefni 60 ára og eldri í Kópavogi, taka þátt í rannsókn á hreysti og velsæld sem unnin er í samstarfi við íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Á Degi íslenskrar náttúru, föstudaginn 16. september nk., verður útivistar- og fjölskyldudagur haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar, þar sem hvatt er til hreyfingar, samveru og skógar- og náttúruupplifunar.
Haustinu verður heilsað með litskrúðugri karnivalstemningu í Menningarhúsunum í Kópavogi laugardaginn 3. september og mun Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri setja hátíðina. Við sama tilefni verður glænýr menningarvefur opnaður og útgáfu efnismikils og vandaðs menningartímarits fagnað.
Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2022 var neikvæð um 1,3 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 830 milljónir króna. Tekjur bæjarins eru um 950 milljónir króna, umfram áætlun, og rekstrargjöld 549 milljónum króna umfram áætlun. Þar vegur þyngst að snjómokstur var rúmum 200 milljónum hærri en áætlað var.