Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs við seinni umræðu þriðjudaginn 22.nóvember. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun 2024-2026.
Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlaut Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2022. Össur hefur í störfum sínum veitt miklum fjölda barna og ungmenna innblástur og hvatningu.
Fimm leikskólar í Kópavogi, Arnarsmári, Álfaheiði, Furugrund, Kópahvoll og Sólhvörf fengu í dag viðurkenningu fyrir að vera réttindaskólar UNICEF. Leikskólarnir eru þeir fyrstu í heiminum og til þess að hljóta þessa viðurkenningu.
Kveikt var á jólastjörnunni á Hálsatorgi í dag, föstudaginn 18. nóvember. Börn af leikskólanum Urðarhóli voru viðstödd og sungu tvö jólalög af því tilefni og komu þeim sem voru viðstödd í jólaskapið.