Unnið er að endurskoðun menningarstefnu Kópavogsbæjar. Nú leitar bærinn eftir áliti íbúa á drögum stefnunnar og hvernig íbúar telja best að framfylgja henni. Samráðsgátt er opin til 26.apríl.
Afkoma Kópavogsbæjar 2021 er 1,3 milljarði króna betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Rekstrarafgangur var 588 milljónir króna en gert hafði verið ráð fyrir 715 milljón króna rekstrarhalla. Munurinn skýrist einkum af því að tekjur eru talsvert hærri en gert hafði verið ráð fyrir en hins vegar hefur fallið til umtalsverður kostnaður vegna áhrifa Covid. Skuldaviðmið hefur aldrei verið lægra, en það var 83% í A-hlutanum en 94% hjá samstæðunni.
Tillagan Borg í mótun/Grænn miðbær var hlutskörpust í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar ásamt byggð yfir og/eða við Reykjanesbraut auk tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára.
Barnaþing nemenda í skólum í Kópavogi fór fram á dögunum en á því komu saman fulltrúar barna í grunnskólum Kópavogs og mótuðu tillögur sem lagðar verða fyrir bæjarstjórn Kópavogs.
Snædís Erla Halldórsdóttir úr Snælandsskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Júlía Heiðrós Halldórsdóttir úr Álfhólsskóla og í þriðja sæti var Georg Bieltvedt Jónsson úr Salaskóla.
Áætlað er að fjölgað geti um 5.600 íbúðir í Kópavogi á næstu tveimur áratugum á þeim sex svæðum í bænum þar sem fjölgun verður mest. Skipulagsáform og húsnæði í byggingu í bænum eru til kynningar á sýningunni Verk og vit sem hefst í Laugardalshöll í dag.