Fræðsluvefurinn Þar á ég heima hefur verið opnaður en á honum er að finna fræðsluefni fyrir krakka, unglinga og alla áhugasama um umhverfið og náttúruna í Kópavogi.
Íbúum Kópavogsbæjar verður næstu vikur boðið í Yoga Nidra í Geðræktarhúsi bæjarins og fer fyrsti tíminn fer fram fimmtudaginn 5.maí og hefst klukkan 16.30.
Á sumarvef Kópavogsbæjar er að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, - leikja - og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Opnað verður fyrir skráningar 1. maí.
Kópavogsbær tekur þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 24.apríl. Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, á föstudeginum 22. apríl og laugardaginn 23. apríl.
Hlaðvarp um dýr í útrýmingarhættu, ljóðabók náttúrunnar og listræn plokkáskorun er á meðal þess sem má upplifa á spennandi listahátíð sem haldin verður laugardaginn 23.apríl í Menningarhúsunum í Kópavogi. Dagskráin stendur yfir frá 12.00-15.00.