Fréttir & tilkynningar

Barnatónleikar undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur.

Auglýst eftir listviðburðum á Kópavogsdögum

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir listamönnum, hópum eða einstaklingum, til að vera með listviðburði á Kópavogsdögum, menningarhátíð Kópavogsbæjar. Að þessu sinni fara Kópavogsdagar fram 8. til 11. maí 2014 og verða þá haldnir í ellefta sinn. Umsóknarfrestur rennur út 14. febrúar.
Oddur Helgason ættfræðingur afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra nýverið forlát Íslandskort se…

Kort af landnámi Íslendinga

Oddur Helgason ættfræðingur afhenti Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra nýverið forlát Íslandskort sem sýnir landnámið. Oddur vill að Héraðsskjalasafn Kópavogs fái kortið til varðveiðslu.

Metár í aðsókn að Héraðsskjalasafni

Nýliðið ár 2013 var metár í aðsókn að Héraðsskjalasafni Kópavogs. Heimsóknum hefur fjölgað hratt síðan safnið flutti í nýtt húsnæði vorið 2012. Rúmlega 100% aukning varð milli 2011 og 2012, og 40% aukning varð á milli 2012 og 2013.
Styrkþegar ásamt formanni íþróttaráðs, Unu Maríu Óskarsdóttur.

Fimmtán hljóta íþróttastyrki

Íþróttaráð Kópavogs veitti í liðinni viku alls fimmtán íþróttamönnum úr Kópavogi styrki úr Afrekssjóði ráðsins. Hver styrkur hljóðar upp á 100.000 krónur.
Sigfríður Lárusdóttir umhverfissviði, Jón Ingi Guðmundsson umhverfissviði, Helga Gréta Ingimundardó…

Sjö starfsmenn heiðraðir

Sjö starfsmenn Kópavogsbæjar eiga um þessar mundir 25 ára starfsafmæli. Þeir voru af því tilefni heiðraðir af samstarfsfélögum sínum við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í dag.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rakel Hönnudóttir, Auðunn Jónsson og Una María Óskarsdóttir, forma…

Auðunn og Rakel íþróttakarl og íþróttakona ársins

Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður úr Breiðabliki og Rakel Hönnudóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2013.

Nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða í Bláfjöllum

Á stjórnarfundi SSH ( Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ) hinn 6. janúar 2014 var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Aðilar að samningnum eru Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður.
Skjáskot úr mælingarkerfi Vatnsveitu Kópavogs

Vatnsnotkun rýkur upp að loknu skaupi

Vatnsnotkunin í Kópavogi jókst til muna strax að loknu Áramótaskaupinu í Sjónvarpinu á gamlárskvöld. Á örskömmum tíma rauk hún úr 110 lítrum á sekúndu í 240 lítra. Að sama skapi dróst hún saman á fyrstu mínútum skaupsins og féll úr 170 lítrum á sekúndu niður í 130 lítra.

Farið yfir jólabækurnar

Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um jólabækurnar úr nýafstöðnu jólabókaflóði í erindi sínu hjá Bókasafni Kópavogs 9. janúar.

Kvöldskóli Kópavogs lagður niður

Rekstri Kvöldskóla Kópavogs hefur verið hætt frá og með 1. janúar 2014. Það var samþykkt í fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir þetta ár. Kópavogsbær sá alfarið um rekstur skólans.