Fréttir & tilkynningar

Nýtt aðalskipulag samþykkt í bæjarstjórn

Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byggðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024.
Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands.

Tónlistarsafn Íslands í útrás

Forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, Bjarki Sveinbjörnsson, tók nýlega þátt í ráðstefnu um norræn hljóðfæri í bænum Fagernes í Noregi.
Jólaljósin verða tendruð í Kópavogi um helgina.

Aðventuhátíð Kópavogs aldrei fjörugri

Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin laugardaginn 30. nóvember þar sem jólaljósin á vinabæjartrénu á Hálsatorgi verða tendruð.
Samningurinn undirritaður

Styrkir rekstur golfvallar GKG

Kópavogsbær styrkir rekstur á golfvellinum í Leirdal, samkvæmt nýjum samningi Kópavogsbæjar og Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.
Bæjarstjóri ásamt starfsmönnum Kópavogsbæjar

Umræða og fræðsla um einelti á vinnustað

Starfsmenn Kópavogsbæjar hlýddu í dag á erindi um einelti á vinnustöðum en með því er verið að fylgja eftir eineltisstefnu bæjarins sem samþykkt hefur verið í bæjarráði
Illugi Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Nordal, Ólafur Ragnar Grímsson, Margrét Þórhildur Da…

Gerðarsafn sýnir Íslensku teiknibókina

Margrét Þórhildur Danadrottning var viðstödd foropnun sýningar í Gerðarsafni í dag um Íslensku teiknibókina.
Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson og þættinum

Kópavogsbær keppir í Útsvari

Lið Kópavogsbæjar keppir í Útsvari, spurningakeppni RÚV, nk. föstudag. Í liðinu eru: Guðmundur Hákon Hermannsson, Reynir Bjarni Egilsson og Soffía Sveinsdóttir.
Börnin mótmæla einelti

Gengið gegn einelti

Um fimm þúsund börn og unglingar úr Kópavogi gengu gegn einelti í morgun í öllum skólahverfum bæjarins.

Umsóknir um íþróttastyrki

Íþróttaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði ráðsins. Tilgangur sjóðsins er að veita afreksíþróttafólki í Kópavogi styrk til að æfa eða keppa. Umsóknum skal skila fyrir 30. nóvember 2013.
Jón úr Vör

Ljóðasamkeppnin Ljóðstafur Jóns úr Vör

Lista- og menningarráð Kópavogs efnir í þrettánda sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.