Fréttir & tilkynningar

Glaðbeittir sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2014.

Rakel vann upplestrarkeppnina

Rakel Svavarsdóttir nemandi í Snælandsskóla vann hina árlegu upplestrarkeppni í sjöunda bekk sem fram fór í Salnum 8. Apríl.
Fannborg 2

Greining á fasteignamarkaði í Kópavogi

Nægilegt framboð er af leiguhúsnæði í Kópavogi næstu þrjú árin, þó að skortur sé á því á höfuðborgarsvæðinu.
Kátir krakkar í daggæslu í Kópavogi.

Ánægja með dagforeldra í Kópavogsbæ

Almenn ánægja ríkir með starf dagforeldra í Kópavogi að því er fram kemur í nýrri viðhorfskönnun sem menntasvið Kópavogsbæjar lét gera í febrúar síðastliðnum.
Skáksveit Álfhólsskóla.

Skáklistin blómstrar í Álfhólsskóla

Álfhólsskóli varð í öðru sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita sem fram fór í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit um liðna helgi.
Safnahús Kópavogs

Rússlandsdeild 10 ára

10 ára afmælishátíð Rússlandsdeildar Bókasafns Kópavogs verður haldin hátíðleg í safninu fimmtudaginn 3. apríl.
Nemendur í starfskynningu í Hörðuvallaskóla.

Foreldrar kynntu störf sín

Nemendur í 9. og 10. bekk Hörðuvallaskóla fengu óhefðbundna starfskynningu á dögunum þegar foreldrar mættu í skólann og kynntu starfið sitt. Auglýst var eftir sjálfboðaliðum úr hópi foreldra og voru undirtektir góðar.
Kristján Jónatansson framkvæmdastjóri Breiðabliks, Orri Hlöðversson formaður Breiðabliks, Ármann Kr…

Breiðablik tekur við stúkunni

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar afhenti Orra Hlöðverssyni formanni Breiðabliks lyklavöld að stúkunni við Kópavogsvöll í dag.
Kópavogsbær

Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins kynnt

Tillaga um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verður kynnt á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, fimmtudaginn 3. apríl og 10. apríl.
Kópavogslaug

Framhaldsskólanemar fjölmenna í sund

Á fjórða hundrað framhaldsskólanema hafa notfært sér það að ókeypis er í sundlaugar Kópavogs á meðan á verkfalli kennara stendur.
Auður Skarphéðinsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Helga Mikaelsdóttir, Herdís Ágústa Linnet, I…

Blásarasextett SK fékk Nótuverðlaun

Blásarasextett Skólahljómsveitar Kópavogs fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í miðnámi á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.