Fréttir & tilkynningar

Spot On Kársnes bar sigur úr býtum í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um Kársnes í Kópavogi.

"Spot on Kársnes"

Spot on Kársnes er yfirskrift verðlaunatillögunnar í alþjóðlegri hugmyndasamkeppninni um Kársnes í Kópavogi, sem hleypt var af stokkunum í október síðastliðnum en úrslit voru kynnt í Helsinki í dag, 16. júní. Að verðlaunatillögunni standa Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, Anders Egebjerg Terp landslagsarkitekt og Gunnlaugur Johnson, arkitekt.
Kópavogsbúar fylltu Rútstún

17. júní hátíðarhöld

Fjölbreytt og metnaðarfull þjóðhátíðardagskrá í Kópavogi
Læsisátak á leikskólanum Núpi

Leikskólabörn lásu 244 bækur

Alls voru lesnar 244 bækur í lestrarátaki á leikskólanum Núpi sem haldið var á vordögum.
Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð með Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, eftir fund í…

Leikskólabörn funduðu í bæjarstjórnarsal

Elstu börnin á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi mættu í bæjarstjórnarsal Kópavogs í vikunni og funduðu með bæjarstjóra Kópavogs , Ármanni Kr. Ólafssyni, sem sat fyrir svörum eftir að hafa sagt þeim stuttlega frá störfum bæjarstjóra og bæjarstjórnar.
Fyrsta skref er að fá hugmynd. Annað skrefið er að gefa hugmyndinni atkvæði og þriðja skrefið er að…

Okkar Kópavogur fær 400 hugmyndir

Tæplega 400 hugmyndir bárust í hugmyndasöfnun í verkefninu Okkar Kópavogur en hugmyndasöfnun lauk 31. maí. Hugmyndum var safnað á vef verkefnisins en einnig voru haldnir fimm íbúafundir þar sem þátttakendur lögðu til hugmyndir, ræddu og kynntu og sameinuðust á hverjum fundi að lokum um tíu. Þátttaka í verkefninu hefur verið vonum framar og margar spennandi hugmyndir komnar í pottinn.
Óperuganga fyrir börn á fjölskyldustund.

Fjölskyldustund með óperuívafi

Laugardaginn 4. júní kl. 13.30 verður síðasta fjölskyldustund þessa vetrar í menningarhúsum Kópavogs á dagskrá. Að þessu sinni verður fjölskyldum boðið í gönguferð sem hefst fyrir utan Gerðarsafn.
Hér mun byggðin rísa

Uppbygging í Smáranum

Kópavogsbær, Smárabyggð ehf. og Reginn fasteignafélag hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu í Smáranum, nýju hverfi sunnan Smáralindar. Markmið samkomulagsins er að styrkja svæðið sem öflugt, vistvænt og eftirsóknarvert íbúðar- og verslunarsvæði í miðju höfuðborgarsvæðisins og að nýta núverandi innviði bæjarfélagsins betur.
Skólabörn í Kópavogi hjóla í hjólalest í evrópskri samgönguviku síðastliðið haust.

Stígakerfi verði flokkað

Á málþingi um göngu- og hjólastíg sem haldið var í Salnum í Kópavogi var ákveðið að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, myndu leiða vinnuhóp sem myndi leggja fram tillögur að flokkun, útfærslu, þjónustu og umgjörð stígakerfisins í samstarfi við fulltrúa Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Skipulagsstofnunar. Málþingið var haldið að frumkvæði Kópavogsbæjar i samvinnu við SSH og Samgöngustofu.
Okkar Kópavogur - Taktu þátt!

Okkar Kópavogur: Kosning hafin

Kosning er hafi í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls eru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt. Hugmyndirnar eru af mjög fjölbreyttum toga og kosta frá einni milljón til tuttugu milljóna í framkvæmd. Hverfunum hefur verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna.
Fótboltaópera á Óperudögum í Kópavogi.

Fótboltaópera í tilefni EM í fótbolta

Óperudagar í Kópavogi verða settir laugardaginn 28. maí með fjölskyldustund í Salnum.