Fréttir & tilkynningar

Á mynd eru frá vinstri: Karen E. Halldórsdóttir, Heiðar Rafn Harðarsson, Kristín Þorkelsdóttir, Ásg…

Heiðurs- og bæjarlistamaður útnefndir

Kristín Þorkelsdóttir myndlistarmaður og hönnuður er heiðurslistamaður Kópavogs 2016 til 2017. Bæjarlistamaður er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari. Valið var kynnt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Karen E. Halldórsdóttir formaður lista- og menningarráðs tilkynnti um valið á listamönnunum og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Auður Sigrúnardóttir, varaformaður lista- og menningarráðs, afhentu listamönnunum viðurkenningu.
Lokanir vegna tónleika með Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi.

Aðgengi í tengslum við Bieber-tónleika

Undirbúningur vegna tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi 8.og 9. september er í fullum gangi. Lokað verður fyrir umferð í nánasta umhverfi við Kórinn á tónleikadögunum, fyrir aðra en íbúa. Þeir fá umferðapassa sem dreift verður í hús 5. september.
Fjölskyldustund verður í menningarhúsum Kópavogs í allan vetur.

Hausthátíð menningarhúsanna

Haustinu er fagnað með opnu húsi í menningarhúsum Kópavogs á laugardag
Handhafar umhverfisviðurkenningar Kópavogsbæjar 2016.

Hveralind gata ársins 2016

Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 25. ágúst. Kynnt var val á götu ársins, Hveralind, en auk þess voru veittar sjö viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi.
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Lánshæfismat Kópavogs hækkar

Lánshæfismat Kópavogsbæjar hækkar um eitt þrep í mati Reitunar á lánshæfi bæjarins. Matið hækkar í i.A1 úr i.A2. Þessi hækkun er tilkomin vegna áframhaldandi lækkunar skuldahlutfalls og styrkingu efnahags sveitarfélagsins, góðs rekstrar, góðrar eftirspurnar eftir lóðum og ágætum horfum í efnahagsmálum.
Nemendur í Hörðuvallarskóla

Skólarnir að hefjast á ný

Grunnskólar Kópavogs verða settir mánudaginn 22. ágúst.
Fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra.

Vinabæjarheimsókn í Kópavogi

Átján fulltrúar frá vinabæ Kópavogs í Finnlandi, Tampere, sóttu bæjarfélagið heim fimmtudaginn 4. ágúst síðastliðinn.
Listamennirnir að störfum

Ungir listamenn sýna útskurðarverk

Sýningin Sameining verður opnuð anddyri Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs, miðvikudaginn 11. maí kl.16:00, á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Garðlönd til leigu

Garðlönd á sex stöðum í bænum

Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur.
Skapandi sumarstörf í Kópavogi 2016

Lokahátíð Skapandi sumarstarfa

27 listamenn sýna afrakstur vinnu sinnar fimmtudaginn 21. júlí klukkan 18 á lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Kópavogi.