Fréttir & tilkynningar

Frá Símamótinu í fótbolta 2016.

Fjölmennt Símamót í Kópavogi

Alls taka um 2000 þátttakendur þátt í Símamótinu í fótbolta sem fram fer í Kópavogsdal frá 14.-17. júlí.
Ljósmynd úr Myndasafni KSÍ

París í Kópavogi á sunnudag

Leikur Íslands gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á EM verður sýndur í beinni á risaskjá á Rútstúni í Kópavogi sunnudaginn 3. júlí. Knattspyrnufélögin í Kópavogi, Breiðablik og HK, standa fyrir viðburðinum í samvinnu við Kópavogsbæ.
Fjöllistahópurinn Bermúda starfar á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sumarið 2016

Götuhátíð í Smiðjuhverfi

Listhópurinn Bermúda býður til götuhátíðar 5. júlí í Grárri götu 3 (neðri hæð) á Smiðjuvegi. Dagskráin stendur frá kl. 20-22. Meðal annars koma fram Mixed Feels, Harpa Dís 3 vs. Jóa (Mashup(feat. Guetta)) og Berglaug.
Logo Kópavogs

Launarannsókn sýnir lítinn kynbundinn launamun

Í umfjöllun um nýja kjarakönnun BHM hefur verið fjallað um að kynbundinn launamunur félagsmanna í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík hafi aukist á milli kannana. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fór munurinn að meðaltali úr 9,4% í 11,7%. Kópavogsbær vekur í framhaldi athygli á því að niðurstöður nýjustu rannsóknar á launum hjá sveitarfélaginu sýndu að kynbundinn launamunur var 3,25%, körlum í hag.
Logo Kópavogs

Kjörsókn í Kópavogi

Kjörfundur vegna forsetakosninganna 25. júní 2016 hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, í Smáranum og í Kórnum.
Óperudagar í Kópavogi 2016.

Vel heppnaðir Óperudagar

Hátt á annað þúsund manns og þar af um 800 skólabörn úr Kópavogi nutu Óperudaga í Kópavogi, nýrrar hátíðar á vegum Menningarhúsa Kópavogsbæjar og ungs tónlistarfólks sem haldin var í júníbyrjun.
Kópavogur fær Bláfánann 2016.

Kópavogur fær Bláfánann

Kópavogsbær fékk afhentan Bláfánann fyrir Fossvogshöfn í fjórða sinn í gær, fimmtudaginn 23. júní. Salóme Hallfreðsdóttir frá Landvernd afhenti Hjördísi Johnson formanni umhverfis- og skipulagsnefndar sem veitti fánanum viðtöku fyrir hönd bæjarins ásamt.
Börnin rýna í náttúruna

Þrír gæsluvellir opnir í Kópavogi í sumar

Þrír gæsluvellir verða opnir í sumar á tímabilinu 8. júlí til 5. ágúst. Gæsluvellirnir eru Holtsvöllur við Borgarholtsbraut, betur þekktur sem Stelluróló, Lækjavöllur við Lækjarsmára og Hvammsvöllur við Hvammsveg. Gæsluvellirnir verða opnir frá klukkan 10 til 12 og svo frá 13.30 til 16.30. 100 krónu gjald er greitt fyrir barn við komu þess.
Styrkþegar Forvarnarsjóðs 2016 ásamt fulltrúum Kópavogsbæjar að lokinni afhendingu styrkja 2016.

Úthlutað úr Forvarnarsjóði Kópavogs

Styrkir Forvarnarsjóðs Kópavogs voru afhentir í þriðja sinn þriðjudaginn 21. Júní. Hæsta styrkinn, 500.000 krónur, hlaut verkefnið Tónlist – aukin lífsgæði.
Logo Kópavogs

Tveir kjörstaðir í Kópavogi

Kjörfundur vegna forsetakosninganna 25. júní hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22.00.