Fréttir & tilkynningar

Ágúst Ágústsson og Guðmundur Ágúst Pétursson frá Reebok fitness, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kó…

Líkamsrækt í sundlaugum Kópavogs

Kópavogsbær og Reebok Fitness undirrituðu í dag samning um rekstur líkamsræktarstöðva í sundlaugum Kópavogs, Salalaug og Sundlaug Kópavogs. Samningurinn er til fimm ára með möguleika á þriggja ára framlengingu.
Yndisgarður í Kópavogi

Fræðsludagur í trjásafninu í Meltungu

Laugardaginn 28. maí verður haldinn árlegur fræðsludagur í trjásafninu í Meltungu í Fossvogsdal frá 13.00 til 16.00.
Fótboltaópera á Óperudögum í Kópavogi.

Tónlist og fótbolti á fjölskyldustund

Laugardaginn 28. maí verður fjölskyldustund í Salnum sem er sérlega áhugaverð fyrir fjölskyldur sem elska tónlist…og fótbolta! Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13 með frumflutningi á FótboltaÓperunni eftir Helga Rafn Ingvarsson.
Hjóladagur fjölskyldunnar í Kópavogi

Hjóladagur fjölskyldunnar í Kópavogi

Laugardaginn 21. maí frá 13-17 verður „Hjóladagur fjölskyldunnar“ haldinn við Menningarhús Kópavogs. Á útivistarsvæðinu við Menningarhúsin verður boðin ástandsskoðun á hjólum sem vert er að nýta sér nú þegar sumarið er framundan.
Okkar Kópavogur - Taktu þátt!

Okkar Kópavogur - taktu þátt

Okkar Kópavogur er nýtt verkefni hjá Kópavogsbæ sem hleypt er af stokkunum í dag.
Nemar í útskurði undirbúa sýningu

Ungir listamenn sýna útskurðarverk

Sýningin Sameining verður opnuð anddyri Bókasafns Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs, miðvikudaginn 11. maí kl.16:00, á afmælisdegi Kópavogsbæjar.
Garðlönd til leigu

Garðlönd á sex stöðum í bænum

Hægt er að sækja um garðlönd til leigu á sex stöðum í Kópavogsbæ. Hver skiki er 25 fermetrar að stærð og er leigugjald 4.700 krónur. Hver leigjandi getur verið með tvo skika en skilyrði fyrir úthlutun er að eiga lögheimili í Kópavogi. Garðlönd eru plægð og afhent um miðjan maí ef veður leyfir.
Bókasafn Kópavogs eftir breytingar 2016.

Metfjöldi heimsækir Bókasafn Kópavogs

Rúmlega 6.000 gestir heimsóttu Bókasafn Kópavogs vikuna eftir að safnið var opnað á ný eftir viðamiklar breytingar á innra rými þess. Með breytingunum var leitast við að mæta betur þörfum safngesta. Til dæmis er nú meira pláss fyrir gesti sem vilja glugga í bókum eða tímaritum og barnadeild safnsins var færð niður á fyrstu hæð en áður var hún á þriðju hæðinni.
Fegrum Kópavog saman logo

Vel heppnuð vorhreinsun á bæjarlandi

Um 350 bæjarbúar á öllum aldri tóku þátt í sameiginlegri vorhreinsun Kópavogsbæjar og íbúa bæjarins sem fram fór 16. apríl, 18. og 19. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hreinsunarátaks á bæjarlandi og var lögð áhersla á skólalóðirnar og næsta nágrenni. Boðið var upp á pylsur og drykki fyrir þá sem tóku þátt og ríkti almenn ánægja með framtakið.
Frá Ormadögum í Kópavogi 2016

Fjölsóttir Ormadagar

Fjölmargir gerðu sér ferð í menningarhúsin í Kópavogi á sumardaginn fyrsta. Þá var bryddað upp á þeirri nýbreytni að vera með opið hús og bjóða fjölbreytta dagskrá fyrir yngstu kynslóðina. Dagskráin er hluti af barnamenningarhátíð sem fram fer þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu og hluti af Ormadögum, barnamenningarhátíð Kópavogs.