21.12.2024 kl. - Bókasafn Kópavogs
Skiptimarkaður jólasveinsins er á 2. hæð aðalsafns.
Jólasveinarnir vilja ýta undir hringrásarhagkerfið og hafa því fengið aðsetur hjá okkur fyrir dótaskiptimarkað. Þar má bæði skilja eftir og/eða taka dót, án allra kvaða.
Skiptimarkaðurinn verður opinn til 23. desember.
02.12.2024 kl.
Komdu á Náttúrufræðisstofu og taktu þátt í jólabingói!Öll fyrirbærin á bingóspjaldinu má finna einhverstaðar í sýningunni okkar. Aftan á því er svo smá fróðleikur um hvert og eitt þeirra og jafnvel vísbendingar. Fundvísir þátttakendur eiga síðan möguleika á því að vinna jólaglaðning!
Munið bara að skrifa nafn og tengiliðaupplýsingar á miðann og skila honum í plexíglersúluna fremst í sýningnni og þá eruð þið komin í pottinn.
Dregið verður út 9. desember, 16. desember og 23. desember.
21.12.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Davíð Þór Jónsson lýsir upp myrkrið á vetrarsólstöðum í Salnum. Sérstakur gestur er listamaðurinn Ragnar Kjartansson.
Davíð Þór Jónsson (f. 1978) skipar einstakan sess í íslensku tónlistarlífi og þótt víðar væri leitað. Tónlistariðkun hans smýgur undan skilgreiningum; hann er tónskáld, píanóleikari, gríðarlega fjölhæfur hljóðfæraleikari, spuna- og gjörningalistamaður, útsetjari og hljómsveitarstjóri sem á að baki ótrúlega fjölbreytt samstarf við stóran hóp fólks úr öllum geirum og þvert á listgreinar. Hann hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús, dans- og myndlistarsýningar og tónleikasalinn í allri sinn víðfeðmu mynd en í litskrúðugum hópi samstarfsfólks má finna Skúla Sverrisson, Ólöfu Arnalds, Diddú, Víking Heiðar Ólafsson, Ragnar Kjartansson, Benedikt Erlingsson, Commonnonsense og ADHD. Úr þessum síkvika og magnaða suðupotti sækir Davíð Þór áhrif og innblástur og veitir inn í tónlistarsköpun sem á engan sinn líka.
DÞJ hefur lifað og hrærst í tónlist frá blautu barnsbeini. Hann nam við Tónlistarskólann á Akranesi og síðar við Tónlistarskóla FÍH þaðan sem hann útskrifaðist vorið 2001 með láði. Hann hefur um áratugaskeið verið einn mikilvirkasti liðsmaður íslensks tónlistarlífs og komið fram á óteljandi tónleikum og hátíðum, hérlendis og víða um heim. Hann hefur sinnt kennslu og vinnusmiðjum við MÍT, LHÍ og tónlistarskóla víða.
DÞJ hefur unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna, Grímuverðlaunanna og Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna svo eitthvað sé nefnt. Missið ekki af óviðjafnanlegum vetrartónleikum með þessum frábæra listamanni.
https://youtu.be/ccnVvWPz_Ms?si=6DxQcRMhZjdlDRUY
21.12.2024 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs
Valerie les jólasögu á Bókasafni Kópavogs laugardaginn 21. desember kl. 12.00 í barnadeildinni. Valerie Ósk Elenudóttir leikkona mun lesa jólasögu fyrir börn á öllum aldri á Úkraínsku. Öll velkomin. Eigum notalega jólastund saman.
Endilega látíð úkraínsku mælandi vini ykkar vita. Sjáumst á bókasafninu.
Час на казку українською мовою. Валері прочитає різдвяну історію в бібліотеці Копавогур у суботу, 21 грудня, о 12.00 в дитячому відділенні.
Актриса Валері Оск Еленудоттір прочитає різдвяну історію для дітей різного віку українською мовою. Ласкаво просимо всіх. Давайте гарно проведемо Різдво разом.
Будь ласка, повідомте своїх україномовних друзів. До зустрічі в бібліотеці.
22.12.2024 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi
Verið hjartanlega velkomin í Jólalund í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli 13 og 15.Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakappi Hurðaskellis, risastóra jóladagatalinu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli.
Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, jóladagatal, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur.
Nánari tímasetningar:Jólaball Rófu
13:1013:4014:1014:35
Örtónleikar barnakóra í Kópavogi
13:00 við inngang13:20 við kaffihúsið13:40 við leiktækin14:10 við kaffihúsið14:30 við inngang
Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.
22.12.2024 kl. 12:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Nú yfir hávetur þegar jörðin er frosin, heimsækja gjarnan litlir gestir garða borgarbúa í fæðuleit. Því er ekki úr vegi að spyrja „Hvað eru garðfuglar?“ og enn fremur „Hvað getum við gefið þeim að éta?“
Hlynur Steinsson, líffræðingur með meiru, ætlar að fræða okkur um garðfugla, fuglafóðrun og borgarvistfræði þeirra fuglategunda sem gera sig heimakomnar í görðum borgarbúa. Með nýtni að leiðarljósi segir hann okkur líka frá því hvernig við getum nýtt það sem fellur til á heimilinu.
Athygli er vakin á garðfuglahelginni sem er helgina eftir 24.-26. janúar. En þar geta allir sem áhuga hafa á tekið þátt í borgaravísindum á vegum Fuglaverndar.
Hlynur útskrifaðist með M.Sc.-gráðu í líffræði árið 2024 og rannsakaði þar frumvistkerfi plantna og jarðvegsörvera á jökulsöndum fjögurra skriðjökla. Hann er þó ekki síður þekktur fyrir rannsóknir sínar á mállýskum þrasta á höfuðborgarsvæðinu og músarindla um allt land.
Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir!
Hádegiserindið er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
23.12.2024 kl. 13:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Ert þú forvitið jólabarn?
Á Þorláksmessu mun Stjörnu Sævar bæði ræða og fræða um jólastjörnuna, tilvist hennar og þýðingu stjarna í kringum jólahátíðina. Þótt jólin séu oftast nefnd í trúarlegu samhengi eru þau ekki síður hátíð nátengd náttúrunni, stjörnunum og stöðu sólar. Á þessum dimmasta tíma árs er löng hefð fyrir því að fagna endurnýjun lífs og ljóss með endurkomu sólarinnar. Svo ef þú hefur áhuga á vísindum, sögu, jólunum og næturhimninum er þetta einmitt viðburður fyrir þig.
Viðburðurinn hentar vel fyrir börn og fjölskyldur frá 8 ára aldri. Öll velkomin og aðgangur er ókeypis!
23.12.2024 kl. 14:00 - Gerðarsafn
Þorláksmessa í Gerðarsafni | Skapandi og notaleg samvera í jólaösinni
Hvað er betra en að pakka inn fallegum gjöfum með jólapappír sem er líka listaverk? Frá 14-16 býðst börnum og fjölskyldum þeirra að búa til eigin gjafapappír með því að teikna, mála eða stimpla.
Það verður heitt á könnunni og jólastemning í húsinu frá 12-18.Safnbúðin er opin þar sem fæst allskonar fallegt í jólapakkann, eftirprentanir, hönnunarvörur, bækur, leikföng og fleira.
Hlökkum til að taka á móti ykkur á Þorláksmessu!
________________________________________________________________________
Lights and festivities in Gerðarsafn
Let's create toghether and take a breather during the holidays.Is there anything better wrapping presents in wrapping paper that is also a work of art? From 1 to 3 p.m. this Saturday, children and families can create their own wrapping paper with drawing, stencils and paint.
There will be coffee for adults! Gerðarsafn is open 12-18 on 23rd December, the museum shop is open where you can find beautiful prints, design ware and a wide selection of books and toys of course!
We look forward to seeing you!
30.12.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Kammersveitin Elja býður upp á hátíðlega tónlistarveislu í Salnum þann 30. desember þar sem fluttir verða vínarvalsar í boði seinni Vínarskólans ásamt öðrum glæsilegum kammerverkum frá 20. öld.
03.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
04.01.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30.
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin!
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, juegos de mesa y charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30
Coffee and cosy, free. Welcome!
Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
06.01.2025 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs
Verið velkomin á þrettándatónleika fyrir börn þar sem Ragnheiður Gröndal syngur lög sem byggja á íslensku þjóðsögunum, svo sem lög um jólaköttinn, Grýlu, jólasveinana og tröllabörnin, sem og lög um álfa, huldufólk, tröll o.fl.
Tónleikarnir eru partur af verkefninu ,,Blásum lífi í þjóðsögurnar" sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Frítt inn og öll velkomin