20.02.2025 kl. 12:00 - Gerðarsafn
Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin!
Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival og vann Outstanding Excellence Award á Desert Edge Global Film Festival í Indlandi. Richardt hefur unnið fyrir Marina Abramović og kom fram á Louisiana Museum of Modern Art og Henie Onstad Art Centre. Hann hefur sýnt verk sín í Nikolaj Art Gallery, Vraa Exhibition, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu Nordic og Nitja miðstöð fyrir samtímalist í Noregi. Richardt fer með hlutverk Raphaels í sjónvarpsþáttunum Felix og Klara sem verða sýndir á RÚV í sumar.
Nánar um sýninguna Störu:
Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins í samsýningunni Stara sem var opnuð í Gerðarsafni sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.
03.04.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Guðrún Gunnars söngkona býður til tónleika í Salnum ásamt 7 manna hljómsveit undir stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar gítarleikara og tónskálds. Hópurinn mun flytja lög eftir skandinavísk söngvaskáld með hljóðfæraslætti og söng.
Lög Bremnes systkinana norsku,Kari,Lars og Ola,verða fyrirferðarmikil en Cornelis Vreeswijk er þó ekki langt undan og fleiri norrænir lagahöfundar.
Textarnir eru eftir Aðalstein Ásberg skáld og lögin eru mörg hver af sólóplötum Guðrúnar en þjóðlaga og vísnatónlist hefur alltaf staðið hjarta Guðrúnar nærri eins og heyra má á þeim 6 sólóplötum sem komið hafa út með henni.
Þessi tónlist er hugljúf og textarnir hans Aðalsteins algjörlega einstakir að gæðum. Komdu og njóttu þess að fara með Guðrúnu Gunnars og hljómsveit í einstakt tónlistarferðalag.
03.04.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Á fundinum 3. apríl tökum við fyrir bókina Þessir djöfulsins karlar eftir Andrev Walden.
Einu sinni átti ég sjö pabba á sjö árum. Þetta er sagan um þau ár.Mamma Andrevs missir óvart út úr sér að pabbi hans sé ekki pabbi hans. Hinn raunverulegi faðir býr í öðru landi, langt í burtu og er með hár niður á herðar. Þetta er það besta sem strákurinn hefur heyrt. Andrev lætur sig dreyma um að pabbinn komi og sæki hann. Það gerist ekki, en hins vegar koma nýir og nýir pabbar inn í líf hans.Þessir djöfulsins karlar er uppvaxtarsaga sem fjallar um sterkar konur sem reykja undir eldhúsviftunni og blóta karlmönnum, um ást og sorg, ofbeldi og umhyggju, og afdrifarík samskipti rottu og hamsturs.
Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins.
Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur!
Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
Hjartanlega velkomnar!
03.04.2025 kl. 12:15 - Gerðarsafn
Verið velkomin á leiðsögn um Störu með Brynju Sveinsdóttur og Hallgerði Hallgrímsdóttur sýningarstjóra sýningarinnar, fimmtudaginn 3. apríl kl. 12.15. Öll eru hjartanlega velkomin!
Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaust viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.
Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.
04.04.2025 kl. 20:30 - Salurinn
Belonging? returns to Salurinn after its sold-out premier show last fall. Don't miss these award winning foreign-born comedians as they explore the funny, strange and beautiful parts of immigrant life in Iceland. These útlendingar will share their joys and hardships while making you laugh through it all. Hlökkum til að sjá þig!
Andrew Sim
Andrew is a multi award winning comedian who started performing stand up at the age of fifteen, and has now been gigging for half his life. He’s been performing in comedy clubs, Fringe festivals and shady nightclubs all over the world. Now residing in Iceland, he is the festival director of the Reykjavik Fringe, founder and host of Reyk-Ja-Freaks, as well as producing regular live events with local and international acts.
Dan Nava
Dan Nava is a Venezuelan-born comedian and content creator who moved to Iceland in 2016. He has been doing comedy since 2020 and performed in the 2021 and 2022 editions of the Reykjavik Fringe Festival in which he won the “notice me award” both times.He also is one latiniced co-hosts, a podcast that covers living the in-between stage of being a foreigner and living in Iceland. His comedy style is a mix of observational and anecdotal with just a bit of sarcasm that covers his experiences with immigration, learning icelandic and being openly and proudly bisexual.
Dan Roh
Dan Roh is a Korean-American comedian & writer and winner of the Reykjavíik Fringe 2021 “Rising Star” award for his debut show. He has performed at Þjóðleikhus Kjallarinn and was part of a 2024 Gríman nominated show. Dan explores race, biracial families and the complexities of life as an immigrant with an upbeat and vulnerable storytelling style.
Glo
Glo Chitwood is from Colorado. She is part of the award-winning comedy collective Cat Booty, which has been performing internationally for a decade. She also writes and performs sketch comedy in the show Reyk-ja-freaks.
Joy
Joy is a Turkish trans woman, comedian, and menace. She writes and performs for Reyk-Ja-Freaks, she’s a regular on Drag Standup, ApokalpystiK and will be performing at REC-Arts in February and at the Reykjavik Fringe for her first solo show in June. She’s only been performing for a year but she’s already made an impact on the queer comedy scene. Good or bad, only time will tell.
Sparkle
Multidisciplinary comedian/poet/designer Sindri "Sparkle" Freyr is the token Icelander of this group. Worry not, they still further the theme of the show by sticking out like a sore thumb in most social situations since they are a two meter tall trans woman. They have mostly made a name for themselves in the English speaking drag and comedy scenes of downtown Reykjavík though their biggest claim to fame has to be appearing fully naked on TV for 10 million people. Among other places they have performed in Þjóðleikhúsið, Iðnó, NASA, all of the queer friendly bars downtown as well as having a show currently running in Tjarnarbíó.
04.04.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
05.04.2025 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur.
Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is
Athugið að barnið er ekki skráð fyrr en staðfestingarpóstur með tímasetningu hefur borist. Aðeins eru sex laus pláss í hvert sinn.
Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.
05.04.2025 kl. 13:00 - Gerðarsafn
Við skoðum hvernig egg eru ólík að lögun, stærð og litum og málum svo okkar eigin egg úr leir, við og pappa. Smiðjan hentar börnum frá 3 ára aldri í fylgd með fullorðnum. Aðgengi er gott. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!
Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
—
ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hönnunarstarf ÞYKJÓ miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í frjálsum leik. Í hönnunarvinnu höfum við til hliðsjónar hvernig hægt er að örva snertiskyn með efnisvali og formfræði, hreyfiþroska og jafnvægisskyn. ÞYKJÓ stendur einnig fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir.
Á meðal verkefna hópsins má nefna Hljóðhimna, upplifunarrými í Hörpu, húsgagnalínuna Kyrrðarrými, búningalínuna Ofurhetjur jarðar, þátttökuverkefnin Gullplatan – Sendum tónlist út í geim og Börnin að borðinu sem ÞYKJÓ vann ásamt börnum í Reykjanesbæ en verkefnið var valið Verk ársins á Hönnunarverðlaunum Íslands 2024.
07.04.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga?
Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig.
Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00.
Öll velkomin og heitt á könnunni.
07.04.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs
Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt stólajóga á mánudögum. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns.
Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
08.04.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
08.04.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Nýr spilaklúbbur fyrir 13-17 ára hefur göngu sína. Klúbburinn hittist vikulega á þriðjudögum kl. 15 í ungmennadeild aðalsafnsins á 3. hæð og spilar saman.
Öll ungmenni hjartanlega velkomin!