Skólanefnd

47. fundur 17. september 2012 kl. 17:15 - 19:15 í Smáraskóla
Fundinn sátu:
  • Bragi Þór Thoroddsen formaður
  • Helgi Magnússon aðalfulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Marta Kristín Sigurjónsdóttir foreldrafulltrúi
  • Guðmundur O Ásmundsson fulltrúi skólastjóra
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá
Skólanefnd þakkar skólastjóra Smáraskóla fyrir áhugaverða kynningu á skólastarfinu og góðar veitingar.

1.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2012 - 2014

Á fundi bæjarstjórnar 11. september sl. var Bragi Þór Thoroddsen kjörinn aðalmaður í skólanefnd í stað Rannveigar Ásgeirsdóttur.

Helgi Magnússon lagði til að Bragi Þór Thoroddsen yrði kjörinn formaður nefndarinnar og var það samþykkt. Tók Bragi þá við stjórn fundarins.

2.1209170 - Eftirlit með mötuneytum grunnskóla þar sem eldað er á staðnum

Kynna tilhögun.

Erindið var kynnt og málið rætt.

3.1111518 - Aðalnámskrá grunnskóla - Almennur hluti 2011

Kynning á innleiðingu nýrrar námskrár í grunnskólum Kópavogs sem frestað var á síðasta fundi.

Lögð fram.

4.1101075 - Skólastefna Kópavogs

Kynning á framvindu mála.

Umræður um nýja skólastefnu og næstu skref í vinnu við hana ákveðin.

Fundi slitið - kl. 19:15.