Skólanefnd

32. fundur 15. ágúst 2011 kl. 17:15 - 19:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Jens Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Erla Karlsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Áshildur Bragadóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Haukur Gíslason kennarafulltrúi
  • Erlendur H Geirdal foreldrafulltrúi
  • Guðrún Soffía Jónasdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Ragnheiður Hermannsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1104091 - Útboð á rekstri mötuneyta í grunnskólum

Staða máls kynnt.

Rekstrarstjóri menntasviðs kynnti stöðu máls. Í ljós kom að útboð á skólamáltíðum skilaði ekki þeirri kostnaðarlækkun sem vonast var eftir. Skólanefnd gerir því að tillögu sinni að komi til verðhækkana, nemi hækkun máltíðar ekki meira en 45 krónum.

2.1104180 - Dægradvöl - Eftirlit og mat

Kynning á eftirliti grunnskóladeildar á starfsemi Dægradvala.

Deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti. Skólanefnd þakkar starfsmönnum grunnskóladeildar metnaðarfulla vinnu við gerð skýrslu um Dægradvöl.

3.1103360 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2011

Tillaga um breytt form á hvatningarverðlaunum.

Máli frestað til næsta fundar.

4.1101997 - Skóladagatal og starfsáætlun 2011-2012

Umræða um samræmda starfsdaga í leik- og grunnskólum.

 Málið kynnt og frestað til næsta fundar.

5.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Vinna við endurskoðun skólastefnu Kópavogs.

Vinnu skólanefndar frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:15.