Skólanefnd

28. fundur 02. maí 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar
Dagskrá

1.1103360 - Hvatningarverðlaun skólanefndar 2011

Tillaga að nýju formi á Hvatningarverðlaunum skólanefndar kynnt.

Hvatningarverðlaun skólanefndar verða í ár með óbreyttu sniði.

2.1104066 - Skipan áheyrnarfulltrúa félagasamtaka

Bæjarráð samþykkir að við skipan áheyrnarfulltrúa félagasamtaka í nefndir bæjarins skuli lagt fram umboð félagsins því til staðfestingar auk ársskýrslu eða greinargerðar um starf samtakanna og með hvaða hætti kjör áheyrnarfulltrúans á sér stað.

 Formaður skólanefndar kynnti bókun bæjarráðs.

3.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Tillaga frá fundi bæjarstjórnar 12/4, sbr. lið 8 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um mótun aðgerðaráætlunar Kópavogs gegn einelti. Í jafnréttisstefnu bæjarins er gert ráð fyrir að aðgerðaráætlun liggi fyrir þegar bregðast skal við eineltismálum.
Barátta gegn einelti er mannréttindamál og skal því fela jafnréttis- og mannréttindanefnd að hafa yfirumsjón með mótun stefnunnar í samstarfi við eftirtaldar nefndir:
skólanefnd, leikskólanefnd, íþróttaráð og forvarna- og frístundanefnd.

 Bókun kynnt. Skólanefnd fagnar framtakinu og er fús til samvinnu.

4.1104251 - Niðurskurður skólabókasafna

Bréf frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn, lagt fram.

 Erindi lagt fram.

5.1104277 - Sameiginlegur starfsdagur kennara 30. september 2011

Undirbúningur sameiginlegs starfsdags grunnskóladeildar og grunnskóla Kópavogs er hafinn.

Deildarstjóri grunnskóladeildar kynnti.

6.1104284 - List- og menningarfræðsla á Íslandi

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur látið þýða skýrslu eftir Anne Bramford. Þar eru greint frá niðurstöðum rannsóknar hennar á listfræðslu á Íslandi frá 2009.

Útgáfa skýrslunnar kynnt.

7.1101075 - Vinnugögn skólanefndar 2011

Endurskoðun á skólastefnu Kópavogs.

Unnið var áfram að endurskoðun skólastefnunnar.

Annað:

Námskeið fyrir skólanefndir 6. maí kl.:13:00 -17:00 á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Fundi slitið - kl. 19:15.