Skipulagsráð

166. fundur 01. júlí 2024 kl. 15:30 - 18:38 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Sveinbjörn Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
  • Freyr Snorrason starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Kristjana Hildur Kristjánsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2405015F - Bæjarstjórn - 1301. fundur frá 11.06.2024

2405004F - Skipulagsráð - 165. fundur frá 03.06.2024.



24042507 - Brú yfir Fossvog. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24053646 - Vatnsendahlíð - Þing. Breytt deiliskipulagsmörk.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24033636 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.



24032188 - Dalsmári 5. Breytt deiliskipulag.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2406002F - Bæjarráð - 3176. fundur frá 06.06.2024

2405004F - Skipulagsráð - 165. fundur frá 03.06.2024.



24042507 - Brú yfir Fossvog. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24053646 - Vatnsendahlíð - Þing. Breytt deiliskipulagsmörk.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24033636 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



24032188 - Dalsmári 5. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2405013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 174. fundur frá 18.06.2024

2404910 - Húsasorpsrannsókn Sorpu 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir kynninguna og fagnar þeim árangangri sem þegar hefur náðst. Með hvatningu um enn betri árangur.



24032107 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa vegna götusópunar.

Fyrirspurn svarað og málið rætt.



23061846 - Umhverfissvið, aðgerðaáætlun, stefnumörkun.

Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar Guðrúnu Eddu fyrir kynninguna.



2208218 - Fundarröð umhverfis- og samgöngunefndar.

Samþykkt.



24052785 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar varðandi strætóskýli við Kringlumýrarbraut.

Vísað frá. Bent á Strætó og Reykjavíkurborg þar sem stoppustöðin er á þeirra landi.



24052743 - Fyrirspurn varaáheyrnarfulltrúa Andrésar Péturssonar um hámarkshraðamerkingar.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að starfsfólk sviðsins komi með upplýsingar um stöðu skiltamerkinga á næsta fundi á þeim götum sem hámarkshraði hefur verið lækkaður.



2406359 - Ósk um umsögn eða athugasemd við drónaflugi til afhendingar í Kópavogi 2024.

Málinu frestað.

Almenn erindi

4.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Skipulagslýsing.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að skipulagslýsingu dags. í maí 2024 fyrir rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi (ÞR-1). Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Skipulagslýsingin er yfirlit yfir helstu áherslur skipulagsvinnunnar sem framundan er, forsendur hennar, efnistök, samræmi við skipulagsáætlanir og ferli skipulagsvinnunnar. Skipulagslýsingin er unnin af Alta í samstarfi við umhverfissvið.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var samþykkt að auglýsa skipulagslýsinguna. Kynningartíma lauk 19. júní og athugasemdir bárust. Þá er einnig lögð fram greinargerð um samráð við hagsmunaaðila á kynningartíma lýsingarinnar.

Halldóra Hrólfsdóttir, Drífa Árnadóttir og Halldóra Hreggviðsdóttir skipulagsráðgjafar frá Alta gera grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli ofangreindrar skipulagslýsingar og þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma verði hafin vinna við gerð tillögu að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 fyrir þróunarsvæðið á vestanverðu Kársnesi.

Gestir

  • Drífa Árnadóttir - skipulagsráðgjafi - mæting: 15:33
  • Halldóra Hreggviðsdóttir - skipulagsráðgjafi - mæting: 15:33
  • Halldóra Hrólfsdóttir - skipulagsráðgjafi - mæting: 15:33

Almenn erindi

5.2405282 - Vatnsendahvarf - gatnagerð. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Ármanns Halldórssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 23. apríl 2024 ásamt fylgigögnum um frakvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og landmótun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024 ásamt fylgigögnum.

Ármann Halldórsson deildarstjóri framkvæmdadeildar gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til umsagnar skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.24041420 - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Fífuhvammsvegur við Dalveg og Reykjanesbraut.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Ármanns Halldórssonar deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 25. mars 2024 um framkvæmdaleyfi skv. 5. mgr. 13. gr. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir endurnýjun þriggja gatnamóta á Fífuhvammsvegi við Dalveg og Reykjanesbraut. Skipta þarf út eldri umferðarljósabúnaði fyrir nýrri ljósastýrðum. Um er að ræða óveruleg frávik við breytingar á gatnamótum án þess að gerðar séu breytingar á akstursefnum. Framkvæmdirnar eru umferðartæknilegar endurbætur á gatnamótum í þágu bætts umferðaröryggis og flæðis.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 26. júní, þrjár umsagnir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

7.2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs 26. febrúar 2024 að breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst upphitaður gervigrasvöllur á tyrft svæði, uppsetning fjögurra ljósamastra, girðing umhverfis völlinn ásamt því að heimilt byggingarmagn Fífunnar eykst úr 10.000 m2 í 10.200 m2 m.a. vegna nýrrar boltageymslu í norðvesturhorni knatthússins með aðgengi utanfrá. Þá er gerð breyting á legu bílaplans, kvöð sett um gróður í mön og umhverfis völlinn ásamt því að gert er ráð fyrir nýjum byggingarreiti fyrir tæknirými að hámarki 45 m2 við völlinn.

Á fundi skipulagsráðs þann 4. mars 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartími var frá 11. apríl til 24. maí 2024. Athugasemdir bárust.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:3000 og 1:2000 dags. 29. febrúar 2024.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags 26. júní 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags.27. júní 2024.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 27. júní 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

8.23111612 - Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls. Deiliskipulag. Forkynning.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu á vinnslustigi tillaga umhverfissviðs dags. 14. mars 2024 að nýju deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls til forkynningar í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda.

Á fundi skipulagsráðs þann 18. mars 2024 var samþykkt að forkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 28. júní. Þá lagðar fram athugasemdir sem báurst á kynningartíma.
Skipulagsráð samþykkir að á grundvelli framlagðrar tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls og þeirra umsagna, athugasemda og ábendinga sem bárust á kynningartíma verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Almenn erindi

9.24032185 - Kjóavellir- garðlönd. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Kjóavalla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir skólagörðum og garðlöndum fyrir efri byggðir Kópavogs á opna svæðinu OP-5.10. Áætlað svæði fyrir skólagarða og garðlönd er um 0,25 ha. Reiðleið sem liggur um opna svæðið norðan Markavegar færist nær fyrirhugðum bílastæðum og meðfram henni að hluta til kemur mön sem skermir reiðleiðina frá opna svæðinu. Reiðleiðin sem liggur frá undirgögnum undir Vatnsendaveg og að Tröllakór verður að göngustíg sem heldur áfram um opna svæðið eins og núverandi göngustígar eru um svæðið. Undirgöng undir Markaveg verða tekin út og upphækkuð gatnaþrenging sett inn í staðinn. Ný reiðleið kemur sunnanmegin meðfram Markavegi og göngustígur fellur út og hann aðeins hafður norðan megin meðfram Markavegi. Þverun með upphækkaðri gatnaþrengingu verður sett inn austar á svæði breytinga. Fallið er frá byggingarreit og lóð fyrir fjarskiptamastur. Einnig er fallið frá lóð númer 2 við Heimsenda og 23 bílastæðum við enda lóðar nr. 1 við Heimsenda. Fyrirkomulag annarra bílastæða, gámasvæðis, reiðleiða, tamninga- og hringgerðis innan svæði breytinga breytist lítillega. Heildarfjöldi bílastæða á svæðinu helst óbreyttur í u.þ.b 496 stæðum . Samhliða þessari breytingu breytast skipulagsmörk deiliskipulags Hörðuvalla- Tröllakórs til samræmis og aðlagast að gildandi deiliskipulagi Kjóavalla. Set- og miðlunartjörn helst óbreytt frá því sem nú er. Drefistöð er bætt við uppdrátt eins og núverandi staða er á opna svæðinu OP-5.10.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 og dags. 28. júní 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.24061530 - Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla- Tröllakórs. Í breytingunni felst aðlögun skipulagsmarka deiliskipulagsins til suður og suðvesturs að mörkum aðliggjandi deiliskipulagssvæðis Kjóavalla. Skipulagssvæðið fer úr um 7 ha að flatarmáli í um 6 ha að flatarmáli. Göngustígur suðaustan megin við Tröllakór verður innan skipulagsmarka Hörðuvalla- Tröllakórs.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 og dags. 28. júní 2024.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.23091637 - Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 5. febrúar 2024 ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 11. apríl 2024 þar sem fram kemur að stofnunin geri athugasemd við að bæjarstjórn birti auglýsing um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Þá er jafnfram lagt fram svarbréf skipulagsdeildar til Skipulagsstofnunar dags. 28. júní 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 28. júní 2024. Á uppfærðum uppdrætti eru gerðar eftirfarandi breytingar: Skipulagsmörkum er breytt og aðlagað að mörkum aðliggjandi deiliskipulags Vatnsendahlíðar. Fallið er frá byggingarreit og lóð fyrir fjarskiptamastur og ekki gert ráð fyrir annarri lóð í hennar stað. Kvöð um trjágróður er bætt við mörk skipulagssvæðisins, suðaustan megin við núverandi vatnstank.
Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 28. júní 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.24032775 - Melgerði 11. Kæra vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa. Úrskurður.

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 28/2024, kæra á ákvörðun byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar frá 8. mars 2024 um að hafna byggingarleyfisumsókn um 126,5 m2 viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 11 við Melgerði. Jafnfram er lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 21. maí 2024.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

13.2406338 - Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins samtals 126,5 m² að flatarmáli. Bílastæðum á lóðinni fjölgar úr einu í tvö. Fyrir er á lóðinni steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt skuggavarpsgreiningu dags. 29. júní 2023 og grunnmynd í mkv. 1:100 ásamt byggingarlýsingu dags. í janúar 2024.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

14.24051460 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 3. maí 2024 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 20,4 m² útigeymslu á suðurhluta lóðar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,29 með tilkomu útigeymslunnar.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. mars 2024.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.24041296 - Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags 5. apríl 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ásgeirs Ásgeirssonar arkitekts dags 3. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að byggja nýja kvisti í stað eldri og innrétta aukaíbúð í kjallara á sama fasteignarnúmeri.

Á fundi skipulagsráðs þann 15. apríl 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 26. júní, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

16.24012320 - Álfhólsvegur 62. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 62 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir tveggja hæða stakstæða nýbyggingu við vesturhlið núverandi húss á lóðinni og fjölgun íbúða úr einni í tvær. Bílastæðum fjölgar úr tveimur stæðum í þrjú stæði. Núverandi byggingarmagn á lóðinni eykst úr 183 m² í 326,8 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,33.

Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var erindið lagt fram að nýju að lokinni kynningu ásamt athugasemdum sem bárust á kynningartíma og erindinu var vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 28. júní 2024.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

18.24061403 - Hnoðraholt norður - Vorbraut 21-25, 27-35 og 49-55. Breytt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 13. júní 2024 um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts - Norður, Vorbraut 21-25, 27-35 og 49-55. Í breytingunni felst að hámarksfjöldi íbúðareininga í raðhúslengjunum Vorbraut 21-25 fjölgi úr 3 í 4, Vorbraut 27-35 úr 5 í 6 og Vorbraut 49-55 úr 4 í 5. Alls verður fjölgun um 3 íbúðareiningar. Fjöldi íbúðareininga er í samræmi við viðmiðunarfjölda íbúða fyrir Hnoðraholt suður sem fram kemur í aðalskipulagi.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 7. maí 2024.
Lagt fram. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

Almenn erindi

19.2406781 - Arnarland. Breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir Arnarland. Tillagan gerir ráð fyrir því að reit fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar verði breytt í miðsvæði (M). Á svæðinu er gert ráð fyrir þéttri blandaðri byggð, með áherslu á heilsutengda starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar m.a. í samræmi við markmið um uppbyggingu á samgöngu og þróunarás. Hámarkshæð verður almennt 3-6 hæðir en kennileitisbygging næst Hafnarfjarðarvegi geti orðið allt að 8 hæðir. Aðkoma verður frá Fífuhvammsvegi og um göng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Gert er ráð fyrir því að Borgarlína sem fylgir Hafnarfjarðarvegi liggi um svæðið.

Uppdráttur í mkv. 1:10.000 og greinargerð dags.29.maí 2024 ásamt umhverfismatsskýrslu dags. 29. maí 2024.

Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

20.2406782 - Arnarland. Nýtt deiliskipulag. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Garðabæ dags. 7. júní 2024 um tillögu að deiliskipulagi Arnarlands. Deiliskipulagstillagan nær til 8,9 h svæðis sem í aðalskipulagi nefnist Arnarnesháls og afmarkast af Hafnarfjarðarvegi, Fífuhvammsvegi og Arnarnesvegi.

Gert er ráð fyrir blandaðri byggð með 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, megin aðkoma að byggðinni er frá Fífuhvammsvegi en einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Arnarnesveg frá Akrabraut fyrir akandi og gangandi/hjólandi umferð. Gert er ráð fyrir sér undirgöngum fyrir Borgarlínu við Hafnarfjarðarveg.

Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir biðstöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m² af verslunar, skrifstofu og þjónusturými. Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styður við svæðið sem samgöngumiðað svæði við samgöngu- og þróunarás. Helstu áherslur eru á starfsemi og uppbyggingu sem styður við virkan lífsstíl og blandaða byggð með þjónustu í nærumhverfinu og góða og skilvirka tengingu við megin umferðaæðar, stíga og opin svæði.

Deiliskipulagsppdráttur og skýringaruppdráttur í mkv.1:1500 og greinargerð dags.29.05.2024.

Lagt fram. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

21.24061025 - Ný landsskipulagsstefna

Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 12. júní 2024 þar sem vakin er athygli á því að Alþingi samþykkti þann 16. maí s.l. þingsályktun um landsskipulagsstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 og nefndaráliti með breytingartillögum.
Lagt fram. Skipulagsráð óskar eftir kynningu á nýrri landsskipulagsstefnu.

Fundi slitið - kl. 18:38.