- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar
Almenn erindi
Almenn erindi
Almenn erindi
Almenn erindi
Almenn erindi
Fundi slitið - kl. 18:57.
Skipulagsráð samþykkir með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Hákonar Gunnarssonar framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 30. apríl 2024 ásamt þeim breytingum á skilmálum sem lagðar eru til í umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Gunnar Sær Ragnarsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun:
„Undirrituð telur ófullnægjandi að notaðar séu gamlar umferðamælingar og tekur undir þær áhyggjur sem koma fram í umsögn Vegagerðarinnar um betri greiningar með tilliti til afkasta og slysahættu.“
Theódóra Þorsteinsdóttir.
Bókun:
„Umferðarspár eru unnar eftir viðurkenndum aðferðum og þeim bestu sem völ er á. Fleiri en ein verkfræðistofa hefur komið að þeirri vinnu. Miðað við umferðarspá, sem m.a. gerir ráð fyrir nýjum tengivegi við Reykjanesbraut og tekur mið af nýrri umferð sem hefur orðið á Dalvegi frá því að mælingar voru gerðar, getur Dalvegur annað þeirri umferðaraukningu sem mun verða á svæðinu. Þetta hefur ítrekað komið fram við skipulagsferlið. Samtal við Vegagerðina um bætt umferðaröryggi er í gangi og tengist það ekki fyrirhugaðri uppbyggingu á Dalvegi 30 og 32 sérstaklega heldur snýr það að almennt bættu umferðaröryggi gatnamóta Dalvegar og Nýbýlavegar.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson.
Bókun:
„Hvað varðar breytingar á skipulagsskilmálum, þá telur undirritaður að hægt hefði verið að leita frekari leiða til að ná málamiðlun og jákvæðri niðurstöðu fyrir bæði nærliggjandi íbúabyggð og framtíðarstarfsemi á Dalvegi 30 og 32.“
Gunnar Sær Ragnarsson.
Bókun:
„Í umferðargreiningu VSÓ er miðað við minna byggingarmagn heldur en verið er að samþykkja hér. Vegagerðin kallar eftir betri greiningu með tilliti til afkasta og slysahættu og tengist beint fyrirhugaðri uppbyggingu fyrir Dalveg 30 og 32. Einnig óskaði Vegagerðin sérstaklega eftir því að betri grein sé gerð fyrir áhrifum þessara breytinga á umferðaröryggi áður en ákvörðun er tekin um breytta útfærslu við tengingar inn á Reykjanesbraut.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Bókun:
„Eins og kemur fram í gögnum málsins hefur VSÓ notast við nýjustu talningar hverju sinni og notast við sömu spálíkön og hafa verið notuð í skipulagsvinnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Umferðargreiningar á Dalvegi 32 gera ráð fyrir 16.000 fermetrum ofanjarðar en þeir eru í raun færri, eða 14.892 fermetrar. Þar er því gert ráð fyrir meira byggingarmagni ofanjarðar en er hér til samþykktar. Á Dalvegi 30 eru aukning fermetra neðanjarðar og hefur aukning byggingarmagns því ekki áhrif á umferðarsköpun samkvæmt umferðarlíkönum. Deiliskipulag er í gildi fyrir tengingar Dalvegar og Reykjanesbrautar við Dalveg 22-28.“
Hjördís Ýr Johnson, Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson og Gunnar Sær Ragnarsson
Bókun:
„Heildarbyggingarmagn á lóð við Dalveg 32 eykst úr 9.300 m² í 18.618 m². Fram kemur að í umferðargreiningu VSÓ að heildarbyggingarmagn fyrir Dalveg 32 sé 16.000 m². Þetta eru upplýsingar sem lagðar eru fyrir fundinn.“
Theódóra S. Þorsteinsdóttir.