Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega akbrautar, göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti einnig er yfirborð landfyllingar merkt inn. Í tillögu að breytingu eru þessi atriði uppfærð í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir og svæði fyrir landfyllingu gefin rýmri mörk. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu legur akbrautar, stíga, landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, þar á meðal eru mörkin færð að lóðamörkum Vesturvarar 38A. Einnig er staðsetning háspennustrengs og varúðarsvæði hans skilgreind á vesturhluta svæðis. Samhliða er gerð breyting á deiliskipulagi Kársneshafnar, Vesturvör 38A og 38B.
Kynningartíma lauk 19. september 2023, umsagnir og athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 2. október 2023 var tillagan lögð fram að nýju að lokinni kynningu ásamt umsögnum og athugasemdum sem bárust á kynningartíma. Var málinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn um framkomnar athugasemdir dags. 14. nóvember 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 11. maí 2023, uppfærður dags. 31. október 2023. Á uppfærðum uppdrætti hefur verið bætt við skýringarmyndum til að gera betur grein fyrir breytingum og texti uppfærður m.t.t. málsmeðferðar.