Skipulagsráð

148. fundur 04. september 2023 kl. 15:30 - 17:54 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2308007F - Bæjarráð - 3139. fundur frá 24.08.2023

2307584 - Vatnsendablettur 1B. Breytt aðalskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2308560 - Brekkuhvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2307806 - Naustavör 52-56. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23051446 - Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304871 - Vatnsendi - norðursvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304873 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304870 - Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

2.23083060 - Leikskóli við Skólatröð. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur arkitekts dags. 1. september 2023 f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar vegna lóðarinnar nr. 12A við Vallartröð að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á formi byggingarreits á lóðinni. Byggingarreitur verði breikkaður um tvo metra til suðurs að hluta og færist um tvo metra til vesturs að hluta. Byggingarmagn og mænishæð helst óbreytt.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 24. ágúst 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

3.23062242 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa dags. 29. júní 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1-7 (lóð C) og 9-15 (lóð B) við Nónsmára. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar um 5, úr 55 í 60 á lóð C ásamt því byggingarreitur hækkar úr fjórum hæðum og kjallara í fimm hæðir og kjallara á suðurhluta lóðarinnar og úr tveimur hæðum og kjallara í þrjár hæðir og kjallara á norðurhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagns án kjallara eykst úr 5.960 m² í 7.600 m² og nýtingarhlutfall án kjallara hækkar úr 0,94 í 1,18. Jafnframt er óskað eftir stækkun lóðarinnar um 1 m til austurs að göngustíg samhliða Smárahvammsvegi. Á lóð B fjölgar íbúðum um 2 úr 45 í 47 íbúðir ásamt því að byggingarreitur hækkar úr tveimur hæðum og kjallara í þrjár hæðir og kjallara á norðurhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagns án kjallara eykst úr 4.840 m² í 5.200 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,92 í 0,99. Þá er salarhæð fjórðu hæðar hækkuð úr 2,8 m í 3,2 m á báðum lóðum.

Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 29. júní 2023.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. ágúst 2023.
Tillaga Kristins Dags Gissurarsonar að afgreiðslu málsins:
Skipulagsráð lítur jákvætt á framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Skipulagsdeildinni falið að vinna að endanlegri útfærslu.

Skipulagsráð hafnar tillögu Kristins Dags Gissurarsonar með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 29. júní 2023 með þremur atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur gegn atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun:
„Framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi, dags. 29. júní 2023, er í meginatriðum sambærileg fyrri tillögu, dags. 11. janúar 2022, sem hafnað var í skipulagsráði 17. apríl 2023. Þó svo að í ofangreindri tillögu sé óskað eftir færri íbúðum en áður er ennþá verið að leggja til aukið byggingarmagn og hækkun húsa. Tillagan gengur jafnframt gegn fyrri ákvörðun skipulagsráðs, dags. 4. desember 2017, sem byggði á víðtæku samráði við hagsmunaaðila. Íbúar eiga að geta treyst því að ekki sé ráðist í breytingar á skipulagi nema veigamiklar ástæður eða skipulagsrök standi til þess, sbr. markmið skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs ber sú tillaga sem nú er lögð fyrir ekki slíkar efnislegar breytingar að veigamiklar ástæður né málefnaleg sjónarmið séu til staðar sem kalli á breytingar á gildandi deiliskipulagi."
Hjördís Ýr Johnson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir.

Bókun:
"Það er ótrúlegt að enn á ný skuli „meirihluti" skipulagsráðs leggjast gegn breytingu á deiliskipulagi Nónhæðar. Breytingarnar eru skynsamlegar og að öllu leyti í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs. Þar fyrir utan hafa breytingarnar engin áhrif á aðliggjandi byggð. Skylt og rétt er að taka fram að breytingar þessar eru í fullu samræmi við markmið skipulagslaga nr. 123/2010. Hvernig „meirihluti" skipulagsráðs getur notað þessi sömu lög til að réttlæta ákvörðun sína er undirrituðum hulin ráðgáta."
Kristinn Dagur Gissurarson.

Almenn erindi

4.23051353 - Byggingarréttur yfir Gjána í Kópavogi. Fyrirspurn.

Lagt fram að nýju erindi Jóhanns G. Hlöðverssonar dags. 12. maí 2023 þar sem sótt er um rétt til framhaldsþróunar bygginga til norðurs yfir Gjána í Kópavogi. Nánar til tekið byggingu þriggja hæða húss, um 2.865 m² að flatarmáli norðan við Hamraborg 8. Erindinu fylgir tillaga Benjamíns Magnússonar arkitekts sett fram á uppdráttum dags. 15. maí 2019 ásamt skýringarmyndum. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. ágúst 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 31. ágúst 2023.

Almenn erindi

5.23051341 - Hjólabrettaskál framkvæmd

Á fundi bæjarráðs 6. júlí 2023 var samþykkt að vísa til skipulagsráðs til afgreiðslu tillögu að staðsetningu hjólabrettaskálar við Smárahvammsvöll.

Uppdráttur í mkv. 1:400 dags. 24. nóvember 2022. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsókn skipulagsdeildar dags. 31. ágúst 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

6.23061585 - Ósk um endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum

Lagt fram erindi Ásgeirs Baldurs, formanns Breiðabliks f.h. aðalsstjórnar félagsins dags. 19. júní 2023 sem sent var bæjarstjóra og formanni bæjarráðs. Í erindinu er óskað eftir endurskoðun á aðal- og deiliskipulag á því svæði sem Breiðablik nýtir í Kópavogsdal.

Erindið var lagt fram á fundi bæjarráðs þann 22. júní 2023 og vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Á fundi bæjarráðs þann 31. ágúst 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. ágúst 2023. Bæjarráð samþykkti að bæjarstjóra yrði falið að koma með tillögu að stofnun starfshóps sem hefði það hlutverk að vinna heildarsýn fyrir Kópavogsdal.

Jafnframt er lögð fram ofangreind umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. ágúst 2023.
Lagt fram.

Bókun:
„Breiðablik er stærsta íþróttafélag Íslands með um 4.000 félagsmenn og innan knattspyrnudeildarinnar eru rétt um 2.000 iðkendur. Aðstaða Breiðabliks í Kópavogsdal er löngu sprungin og þarfnast endurskoðunar ef félagið á að vaxa og dafna eins og kemur fram í erindi formanns Breiðabliks frá 19.6 2023 til bæjarráðs. Erindið snertir endurskoðun á íþróttasvæði ÍÞ-4 og inniheldur beiðni um að leggja fram vinnslutillögu að deiliskipulagi um það svæði. Afgreiðsla bæjarráðs var að skipa skyldi starfshóp um heildarsýn fyrir Kópavogsdal. Brýnt er að í vinnu starfshópsins verði tekið mið af þörfum Breiðabliks til að félagið geti tryggt áframhaldandi starfsemi sína sem leiðandi íþróttafélag á landsvísu.“
Hákon Gunnarsson og Andri Steinn Hilmarsson.

Almenn erindi

7.2106027 - Niðurstaða undirbúningsnefndar vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn

Lögð fram greinargerð vinnuteymis um stúku við Kórinn dags. 23. maí 2023. Greinargerðin var lögð fram og kynnt á fundi bæjarráðs 22. júní 2023. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar skipulagsfulltrúa. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. ágúst 2023 var lögð fram á fundi bæjarráðs þann 24. ágúst 2023. Bæjarráð vísaði málinu til skipulagsfulltrúa í samræmi við niðurstöður umsagnarinnar.

Jafnframt er lögð fram ofangreind umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. ágúst 2023.
Lagt fram.

Almenn erindi

8.2304668 - Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 4. apríl 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vallakór að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst heimild fyrir 23 bílastæðum á norðvestur horni lóðarinnar. Þá yrði fyrirhuguð grenndarstöð færð nær Vatnsendavegi og stækkuð í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmda flokkun á úrgangi. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 er svæðið skilgreint sem hverfiskjarni. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 22. ágúst. Á kynningartíma barst ábending frá Veitum dags. 11. ágúst 2023 um lagnir undir fyrirhugaðri grenndarstöð.

Þá er lögð fram breytt tillaga dags. 4. apríl 2023 og uppfærð 31. ágúst 2023 þar sem staðsetning lagna er sýnd á uppdrætti og skilmálum þær varðandi bætt við í greinargerð í samræmi við ofangreinda ábendingu frá Veitum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 4. apríl 2023 með áorðnum breytingum dags. 31. ágúst 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.23061397 - Fornahvarf 10. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Haraldar Ingvarssonar arkitekts dags. 16. júní 2023 þar sem óskað er eftir f.h. lóðarhafa, breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Fornahvarf. Á lóðinni í dag er íbúðarhús 144,6 m², geymsla 42,6 m² og hesthús 144 m². Samtals byggingarmagn á lóðinni 331,2 m². Í breytingunni felst að stækka íbúðarhúsið um 467 m² til norðurs á tveimur hæðum og kjallara ásamt úti vaðlaug að sunnanverðu og áorðinna breytinga þar með talið nýtt gufubað og stækkun á sólskála. Áætlað er einnig að byggja 185,5 m² vinnustofu á norð-austur hluta lóðarinnar, tvöfaldan 56,3 m² bílskúr á suð-vestur hluta lóðarinnar og að breyta geymslu að hluta til í gestahús og stækka það um 5,4 m². Byggingarmagn á lóðinni eykst um 714,2 m² og mun því eftir breytinguna verða um 1050 m². Lóðin er 4800 m² mun því nýtingarhlutfall á lóðinni hækka úr 0,07 í 0,22 við breytinguna. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. janúar 2023 og 31. mars 2023.

Á fundi skipulagsráðs 19. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi. Kynningartíma lauk 3. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2023 voru athugasemdir lagðar fram, skipulagsráð vísaði þeim til umsagnar skipulagsdeildar.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2023 ásamt breyttum deiliskipulagsuppdrætti dags. 26. júní 2023 og uppfærður 30. ágúst 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi dags. 26. júní 2023 með áorðnum breytingum dags. 30. ágúst 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.23061946 - Borgarholtsbraut 34. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 23. júní 2023 þar sem umsókn Pálmars Halldórssonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 34 við Borgarholtsbraut er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að endurnýja þak, stækka kvisti á suður- og norðurhlið hússins ásamt breytingum á innra skipulagi og brunavörnum. Við breytinguna stækkar húsið um 2,7 m².

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 15. ágúst 2022 og skráningartafla dags. 9. júní 2022. Á fundi skipulagsráðs 3. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna, kynningartíma lauk 25. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.23052116 - Fífuhvammur 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn TAG teiknistofu ehf. um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Fífuhvamm er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 68 m² bílskúr við lóðarmörk að Fífuhvammi 43. Skv. gildandi mæliblaði er bílastæði á lóðinni Reynihvamms megin. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.

Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. febrúar 2023. Á fundi skipulagsráðs 16. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna og kynningartíma lauk 25. ágúst 2023. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.23082802 - Hafnarbraut 4-8. Breytt byggingaráform.

Lagt fram erindi Hans-Olavs Andersens arkitekts dags. 28. ágúst 2023 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 4-8 við Hafnarbraut um breytt byggingaráform. Í breytingunni felst breytt þakform, flatt þak í stað mænisþaks ásamt breyttum frágangi svalahandriða og breytingu á klæðningu hússins. Á lóðunum er í gildi deiliskipulag Hafnarbrautar 2-10 og Kársnesbrautar 108-114 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Áður samþykkt byggingaráform dags. 28. febrúar 2018 voru lögð fram í skipulagsráði þann 19. mars 2018.
Fundarhlé kl. 17:32, fundi framhaldið kl. 17:39.

Afgreiðslu frestað.

Bókun skipulagsráðs:
„Skipulagsráð telur óásættanlegt að byggingaráform þau sem samþykkt voru í mars 2018 séu vanvirt með öllu. Það er of seint að leggja málið fyrir skipulagsráð þegar framkvæmdum er lokið í óleyfi."

Fundi slitið - kl. 17:54.