Skipulagsráð

143. fundur 05. júní 2023 kl. 15:30 - 17:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari.
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2305007F - Bæjarráð - 3130. fundur frá 25.05.2023

2304668 - Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23042111 - Vatnsendi - reitur F2. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2305161 - Endurnýjun Kolviðarhólslínu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23012510 - Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2303172 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2212629 - Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



23031159 - Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2301081 - Skólagerði 65. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2301146 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2208037 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

2.2305004F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 164. fundur frá 16.05.2023

23051117 - Reglur fyrir garðlöndin.

Lagt fram og kynnt og lagt til að bætt verði við að brot á umræddum reglum sæti viðurlögum.



2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026.

Frestað



23051118 - Forgangs- og vaktlistaefnamælingar í Kópavogslæk.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að Kópavogsbær fylgi málinu eftir í samráði við viðeigandi aðila svo sem Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlitum svæðanna og grípi til viðeigandi ráðstafana í framhaldi.



2112247 - Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.

Lagt fram og kynnt.



23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari umfjöllun um erindi skipulagsstjóra Garðabæjar á næsta fundi.

Gestir

  • Friðrik Baldursson - mæting: 16:30

Almenn erindi

3.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Lagt fram erindi Auðar Kolbrár Birgisdóttur f.h. jafnréttis- og mannréttindaráðs dags. 4. maí 2023 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar dags. í apríl 2023.

Auður Kolbrá gerir grein fyrir erindinu.

Lagt fram og kynnt. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Gestir

  • Auður Kolbrá Birgisdóttir - mæting: 15:30

Almenn erindi

4.23051446 - Borgarholtsbraut 69. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 12. maí 2023 þar sem umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 69 við Borgarholsbraut dags. 16. janúar 2023 er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að 25 m² atvinnuhúsnæði á 2. hæð í fjölbýlishúsi verði breytt í stúdíóíbúð.

Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 19. apríl og 26. apríl 2023.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

5.23052090 - Fossvogsbrún 8. Umsókn um lóðarstækkun.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðrinnar nr. 8 við Fossvogsbrún dags. 27. apríl 2023 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar til vesturs.

Meðfylgjandi er erindi dags. 27. apríl 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi með tilvísun í minnisblað skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

6.23051066 - Dalbrekka 4-6. Fyrirspurn.

Lögð fram breytt fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar arkitekts dags. 16 september 2017 og uppfærð júní 2023 f.h. lóðarhafa Dalbrekku 4-6 um að skrifstofurými á 2.-5. hæð verði breytt í gististað sem fellur undir flokk II b: stærra gistiheimili samkvæmt 2. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 og flokk 4 í notkunarflokki mannvirkja. Heildarfjöldi gistirýma yrði 47. 36 bílastæði í kjallara tilheyra lóð. Á fundi skipulagsráðs 15. maí 2023 var erindið lagt fram ásamt minnisblaði dags. 9. maí 2023, afgreiðslu málsins var frestað.

Þá lagðir fram uppfærðir uppdrættir dags. 16. september 2017, uppfærðir 1. júní 2023 og uppfært minnisblað skipulagsdeildar dags. 9. maí 2023 og uppfært 1. júní 2023.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

7.23021022 - Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. í febrúar 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi tvöföldun Suðurlandsvegar (Hringvegar 1) frá núverandi fjögurra akreina vegi í Lögbergsbrekku að Gunnarshólma, vegamótum við Geirland og Lækjarbotna ásamt hliðar- og tengivegum. Sótt er um leyfi fyrir hreinsun undirstöðu vega, gerð nauðsynlegra fyllinga og skeringa, lagningu styrktar- og burðarlaga ásamt slitlagi þannig að vegir uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur sem til þeirra eru gerðar. Umsókninni fylgir áhættumat vatnsverndar Hringvegur, Fossvellir - Gunnarshólmi, dags. í desember 2022.

Þá eru lögð fram drög að greinargerð Kópavogsbæjar dags. 2 júní 2023 með veitingu framkvæmdaleyfisins sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

8.23041419 - Kópavogsbraut 12. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. apríl 2023 þar sem umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 14. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Kópavogsbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er 257,4 m² einbýlishús og stakstæð bílageymsla. Sótt er um leyfi fyrir byggingu annars einbýlishúss með bílageymslu á lóðinni, norðan núverandi húss, alls 255 m² á tveimur hæðum. Aðkoma að núverandi húsi á lóðinni er á austurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut og gert er ráð fyrir að aðkoma að nýbyggingunni verði á norðurhluta lóðarinnar frá Meðalbraut. Bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur.

Nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,18 í 0,35.

Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14. mars 2023.

Þá er lagt fram minnisblaði skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 2, 4, 6, 8, 10, 14, 16, 18, 20 og 22 við Kópavogsbraut og nr. 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26 við Meðalbraut.
Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

9.23052131 - Hraunbraut 14. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 11. mars 2021 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Hraunbraut er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni stendur steinsteypt þriggja hæða hús með þremur íbúðum og sambyggðum bílskúr, byggt 1968. Í erindinu er óskað eftir því að 57,6 m² rými undir bílskúrnum sem er skráð sem geymsla verði breytt í samþykkta íbúð.

Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt byggingarlýsingu dags. 11. mars 2021.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

10.23051621 - Hlíðarvegur 51. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jóhanns G. Gunnarssonar og Erlends A. Gunnarssona dags. 1. maí 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 51 við Hlíðarveg. Um er að ræða tvær tillögur sem gera ráð fyrir að núverandi hús á lóðinni verði rifið og byggt fjölbýlishús í þess stað.

Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 1. maí 2023.

Þá er lagt fram minnisblaði skipulagsdeildar dags 31.maí 2023.
Skipulagsráð lítur neikvætt á framlagða fyrirspurn með tilvísun í minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. maí 2023.

Almenn erindi

11.23042124 - Auðbrekka 10. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndal arkitekts dags. 26. apríl 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Auðbrekku um að innrétta gistiheimili á öllum þremur hæðum hússins á lóðinni, alls 1180 m².

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 5. maí 2023.
Skipulagsdeild lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við ábendingar í minnisblaði skipulagdeildar dags. 5. maí 2023. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

Almenn erindi

12.2208241 - Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.

Lög fram að nýju tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022, uppfærð 1. júní 2023. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli.

Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri.

Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33.

Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.

Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2022, uppfærðir 1. júní 2023. Athugasemdir sem báurst á kynningartíma tillögunnar, umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023, umhverfismat dags. 26. janúar 2023, minnisblað um umferð dags. 1. febrúar 2023 og minnisblöð frá samráðsfundum dags. 7. desember 2022, 22. febrúar 2023 og 22. maí 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi dags. 13. desember 2022 með áorðnum breytingum dags. 1. júní 2023 með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

13.2305488 - Jörfalind 6. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Jörfalind dags. 8. maí 2023 þar sem óskað er eftir niðurtekt kantsteins á bæjarlandi og fjölgun bílastæða á lóð. Skv. gildandi deiliskipulagi og samþykktu mæliblaði dags. 27. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni en með breytingunni yrðu bílastæðin þrjú.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

14.23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn Höllu H. Hamar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17A við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggt verði 16,8 m² smáhýsi á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 199,8 m² í 216,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,25. Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. desember 2022. Á fundi skiplagsráðs þann 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 2. maí 2023. Á fundi skiplagsráðs þann 15. maí 2023 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skiplagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 17. maí 2023.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

15.23032121 - Álfhólsvegur 68. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Valgeirs Berg Steindórssonar dags. 26. janúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 68 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 17,2 m² útigeymslu á suðausturhluta lóðarinnar. Nýtingarhlutfall lóðarinnar eykst úr 0,26 í 0,28 við breytinguna. Á fundi skipulagsráðs þann 3. apríl 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 15. maí 2023, athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. janúar 2023.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.23051462 - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts-norður.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 15. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts-norður.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð dags. 30. mars 2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir að gera ekki athugasemd við framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts-norður.

Almenn erindi

17.23051461 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Stígakerfi.

Lagt fram erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 15. maí 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030.

Skipulagslýsing dags. 30. mars 2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir að gera ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu.

Fundi slitið - kl. 17:39.