Skipulagsráð

142. fundur 15. maí 2023 kl. 15:30 - 18:03 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson formaður
  • Kristinn D Gissurarson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Gunnar Sær Ragnarsson aðalmaður
  • Hákon Gunnarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Smári Magnús Smárason arkitekt
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Bergljót Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri
  • Kristjana H Kristjánsdóttir verkefnastjóri
  • Hildur Inga Rós Guðmundsdóttir arkitekt
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Elín Mjöll Lárusdóttir arkitekt
  • Auðun Helgason lögfræðingur
  • Brynja Kemp Guðnadóttir arkitekt
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir ritari
Dagskrá

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

1.2304020F - Bæjarstjórn - 1278. fundur frá 09.05.2023

2201276 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Andra S. Hilmarssonar að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304871 - Vatnsendi - norðursvæði. Breytt mörk deiliskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304870 - Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt mörk deiliskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304873 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt mörk deiliskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

2.2304014F - Bæjarráð - 3127. fundur frá 27.04.2023

2201276 - Nónhæð. Nónsmári 1-7 og 9-15. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Andra S. Hilmarssonar að vísa afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304871 - Vatnsendi - norðursvæði. Breytt mörk deiliskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304870 - Hörðuvellir - Vatnsendi. Breytt mörk deiliskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



2304873 - Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt mörk deiliskipulags.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.



Fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar

3.2304005F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 163. fundur frá 18.04.2023

22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram og kynnt



23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi umferðargreiningar og áhrif á umferð til og frá Vatnsendavegi ásamt þeim umhverfisáhrifum sem breytingar á nýtingu vegarins gætu haft í för með sér.



23021563 - Ósk bæjarfulltrúa Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Kópavogs eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað við akstur næturstrætó.

Bókun meiri hluta: Undirritaðir efast um að forsendur séu fyrir þátttöku Kópavogsbæjar í rekstri næturstrætó að þessu sinni. Af þeim gögnum sem liggja fyrir eru hvorki efnahagslegar forsendur né aðrar hvað varðar samvinnu sveitarfélaga eða notkun næturstrætóar til staðar. Því telur umhverfis- og samgöngunefnd ekki ástæðu fyrir því að Kópavogsbær taki þátt í rekstri næturstrætóar eins og staðan er í dag. Rekstrargrundvöll vantar.

Hannes Steindórsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Guðjón Ingi Guðmundsson.

Bókun: Undirrituð telja mikilvægt að kanna alla möguleika til að auka samkeppnishæfni almenningssamganga og samfella í þjónustu allann sólarhringinn er þar stór þáttur. Því væri brýnt að fara í valkostargreiningar á möguleikum þeim sem myndu gefa bænum kost á að bjóða íbúum upp á næturstrætó.

Indriði I. Stefánsson, Leó Snær Pétursson, Jane Appleton, Björn Þór Rögnvaldsson.



2303501 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar

Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2304668 - Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 4. apríl f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vallakór að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst heimild fyrir 23 bílastæðum á norðvestur horni lóðarinnar. Þá yrði fyrirhuguð grenndarstöð færð nær Vatnsendavegi og stækkuð í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmda flokkun á úrgangi. Í Aðalskipulagi Kópavogs er svæðið skilgreint sem hverfiskjarni.

Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 4. apríl 2023.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

5.2208454 - Kársnes þróunarsvæði. Heildarsýn.

Greint frá stöðu vinnu við uppfærslu skipulagslýsingar og heildaráætlunar fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi ÞR-1.
Greint frá stöðu mála.

Almenn erindi

6.2303856 - Fossahvarf 7. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Óla Rúnars Eyjólfssonar arkitekts og byggingarfræðings dags. 6. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Fossahvarf um 26,8 m² viðbyggingu á annarri hæð hússins, ofan á bílskúr.

Uppdrættir í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 4. mars 2023.

Þá er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 16. mars 2023.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við þær ábendingar sem fram koma í minnisblaði skipulagsdeildar dags. 16. mars 2023.

Almenn erindi

7.23021258 - Hagasmári 9. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn G. Odds Víðissonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hagasmára um staðsetningu spennustöðvar á lóðinni, allt að 15 m² að flatarmáli.

Afstöðumynd dags. 26. janúar 2023 ásamt minnsiblaði skipulagsdeildar dags. 10. maí 2023.
Skipulagsráð lítur jákvætt á að framlögð fyrirspurn verði unnin áfram í samræmi við ábendingar í minnisblaði skipulagsdeildar dags. 10. maí 2023.

Almenn erindi

8.23042111 - Vatnsendi - reitur F2. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs dags. 15. maí 2023 að breyttum mörkum deiliskipulags Vatnsenda reit F2 til samræmis við lóðamörk. Svæðið afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, Elliðahvammsvegi til vesturs, íbúðabyggð í Fellahvarfi til austurs og Vatnsendabletti 5 (Lindarhvammi) til suðurs. Í breytingunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda reitar F2 í samræmi við deiliskipulag Vatnsenda, svæði milli vatns og vegar nánar tiltekið Vbl. 5 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 28. mars 2023. Breytingin hefur engin umhverfisáhrif þar sem ekki er verið að breyta neinu á lóðarmörkum.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.2305161 - Endurnýjun Kolviðarhólslínu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.

Lögð fram umsókn Eflu hf. f.h. Landsnets dags. 28. apríl 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á Kolviðarhólslínu 1 sem er 220KV háspennulína, milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur, þar af 5 innan sveitarfélagsmarka Kópavogsbæjar og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um undirstöður. Einnig verður skipt um leiðara og settur sverari leiðari með meiri flutningsgetu. Að auki verða aðkomuvegir og vegslóðar að mastraplönum styrktir.
Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

10.2112277 - Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ.

Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi.

Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.

Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.

Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var tillagan dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023 lögð fram ásamt sameiginlegri umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar og samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023. Skipulagsráð samþykkti tillöguna. Á fundi bæjarstjórnar 14. febrúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.

Ofangreind tillaga dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar og 9. maí 2023 er nú lögð fram að nýju ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.

Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.

Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 9. maí 2023 í samræmi við ábendingar í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.23012510 - Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2023 þar sem umsókn Falks Kruger um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96 við Kársnesbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi mannvirki á lóðinni, einbýlishús á einni hæð ásamt risi, alls 60 m² að flatarmáli og byggt árið 1942 verði fjarlægt. Þá verði reist á lóðinni þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum alls 431,2 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðarinnar ásamt sorpgerði og hjólageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,06 í 0,44 við breytinguna.

Uppdráttur í mvk. 1:100, 1:200, 1:500 dags. 17. janúar og 7. febrúar 2023.

Á fundi skipulagsráðs þann 20. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk þann 11. apríl 2023, athugasemdir bárust.

Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

12.23051066 - Dalbrekka 4-6. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gunnars Boga Borgarssonar arkitekts dags. 6. mars 2023 f.h. lóðarhafa Dalbrekku 4-6 um að skrifstofurými á 2.-5. hæð verði breytt í gististað sem fellur undir flokk II b: stærra gistiheimili samkvæmt 2. gr. reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 og flokk 4 í notkunarflokki mannvirkja. Heildarfjöldi gistirýma yrði 47. 36 bílastæði í kjallara tilheyra lóð.

Uppdrættir í mkv. 1:100, 1:500 dags. 16. september 2023.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 9. maí 2023.
Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

13.2303172 - Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 24. febrúar 2023 þar sem umsókn Helga Hjálmarssonar arkitekts dags. 02.02.2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Digranesheiði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu yrði 561,9 m², nýtingarhlutfall ykist við breytinguna úr 0,12 í 0,50. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 9. mars 2023 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 18. apríl 2023, athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 9. febrúar 2023. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

14.23011661 - Álfhólsvegur 17A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2023 þar sem umsókn Höllu H. Hamar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17A við Álfhólsveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Í breytingu felst að byggt verði 16,8 m² smáhýsi á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 199,8 m² í 216,6 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,23 í 0,25. Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. desember 2022.

Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 6. febrúar 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 136 þann 6. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 2. maí, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

15.2302560 - Skólagerði 17. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 10. febrúar 2023 þar sem umsókn THG arkitekta dags. 6. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 17 við Skólagerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 43 m² vinnustofu á lóðamörkum Skólagerðis 19 og Borgarholtbrautar 48. Nýtingarhlutfall lóðar eykst úr 0,43 í 0,48. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða liggur fyrir.

Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 2. febrúar 2022. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nr. 13 þann 29. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 11. maí 2023, athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulagsdeildar.

Almenn erindi

16.2212629 - Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa dags. 22. desember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vatnsendablettur Gilsbakki. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit að stærð 16.5 x 8.35m á norðvesturhluta lóðarinnar fyrir stakstætt aukahús, alls 107 m². Á lóðinni er fyrir einbýlishús 175,7 m² að flatarmáli og vinnuskúr. Vinnuskúrinn verður fjarlægður.

Byggingarmagn á lóðinni er 175,5 m², verður 282,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,07, verður 0,11. Uppdráttur í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:200 dags. 29. desember 2022 og í mkv. 1:100 dags. 14. desember 2022, uppfærður 12. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 135 þann 16. janúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 26. apríl 2023, ein umsögn barst. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

17.23031159 - Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 24. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 177 við Austurkór um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur fyrir 21m² auka húsi (frístundaherbergi) í suðvesturhorni lóðar. Frístundaherbergið hefur þegar verið byggt með hliðsjón af grein 2.3.5 í byggingareglugerð án vitundar um ákvæði um deiliskipulag. Frístundahúsið er einnar hæðar timburklætt timburhús með 314 cm mænishæð. Húsið stendur 1,36m frá SV lóðarmörkum og 1,24 m frá NV lóðarmörkum. Byggingin er innan við 180 cm háa girðingu sem umlykur lóðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,32 í 0,35. Uppdráttur ásamt greinargerð dags. 24. febrúar 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 139 þann 20. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.2301081 - Skólagerði 65. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 30. desember 2022 þar sem umsókn Ástríðar B. Árnadóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 65 við Skólagerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.

Í breytingu felst að byggðir verði kvistir á efri hæð hússins, tveir á suðurhlið og einn á norðurhlið. Byggingarmagn eykst úr 154 m² í 178,2 m². Nýtingarhlutfall er 0,19, verður 0,22.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. október 2022.

Á fundi skipulagsráðs nr. 135 þann 16. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 18. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

19.2301146 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 25 við Gulaþing dags. 16. febrúar 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum ásamt opnu bílskýli, stakstæðum bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar og stakstæðri vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagn er 250 m² og nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að byggingarreitur vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar yrði felldur niður. Bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar yrði þess í stað nýttur sem vinnustofa og að í staðin fyrir opið bílskýli myndi vera byggður 53 m² bílskúr sambyggðum íbúðarhúsinu, lagt er til að byggingarreitur fyrir nýjan bílskúr stækki til suðausturs. Hámark byggingarmagns eykst úr 250 m² í 270 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,14 í 0,15.

Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. febrúar 2023.

Á fundi skipulagsráðs nr. 137 þann 20. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

20.2208037 - Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn KR arkitekta f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut dags. 7. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut. Í breytingunni felst að tvennum svölum á þriðju hæð hússins verði lokað að hluta til, með kaldri svalalokun. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Byggingarmagn er 699,4 m², verður 768,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,7, verður 0,78.

Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og deiliskipulagsuppdráttur dags. desember 2022. Á fundi skipulagsráðs nr. 133 þann 5. desember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

21.23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar

Lagt fram að nýju erindi Arinbjarnar Vilhjálmssonar, skipulagsstjóra Garðabæjar, dags. 14. mars 2023 þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar. Í breytingunni felst endurskoðun á reiðleiðum og stígum til samræmis við deiliskipulagstillögur og friðlýsingartillögu sem kynntar eru samhliða.

Uppdrættir í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð dags. 27. október 2022.

Þá er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 10. maí 2023 ásamt minnisblaði VSÓ dags. 9. maí 2023 um áhrif breytinga á Elliðavatnsvegi. Minnisblað Eflu dags. 14. mars 2022, unnið fyrir Garðabæ, um Vífilsstaðahraun-skoðun á Elliðavatnsvegi, umferðaröryggi og hlutverk.
Skipulagsráð tekur undir þær ábendingar sem fram koma í minnisblaði skipulagsdeildar dags. 10. maí 2023. Að öðru leyti er ekki gerð athugasemd við tillögu Garðabæjar að breytingu á aðalskipulagi.

Fundi slitið - kl. 18:03.