22114327 - Dalvegur 32 A, B, C. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram og kynnt
23031532 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna stígakerfis í upplandi Garðabæjar.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi umferðargreiningar og áhrif á umferð til og frá Vatnsendavegi ásamt þeim umhverfisáhrifum sem breytingar á nýtingu vegarins gætu haft í för með sér.
23021563 - Ósk bæjarfulltrúa Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar og Vina Kópavogs eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað við akstur næturstrætó.
Bókun meiri hluta: Undirritaðir efast um að forsendur séu fyrir þátttöku Kópavogsbæjar í rekstri næturstrætó að þessu sinni. Af þeim gögnum sem liggja fyrir eru hvorki efnahagslegar forsendur né aðrar hvað varðar samvinnu sveitarfélaga eða notkun næturstrætóar til staðar. Því telur umhverfis- og samgöngunefnd ekki ástæðu fyrir því að Kópavogsbær taki þátt í rekstri næturstrætóar eins og staðan er í dag. Rekstrargrundvöll vantar.
Hannes Steindórsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Guðjón Ingi Guðmundsson.
Bókun: Undirrituð telja mikilvægt að kanna alla möguleika til að auka samkeppnishæfni almenningssamganga og samfella í þjónustu allann sólarhringinn er þar stór þáttur. Því væri brýnt að fara í valkostargreiningar á möguleikum þeim sem myndu gefa bænum kost á að bjóða íbúum upp á næturstrætó.
Indriði I. Stefánsson, Leó Snær Pétursson, Jane Appleton, Björn Þór Rögnvaldsson.
2303501 - Fyrirspurn nefndarfulltrúa Indriða Inga Stefánssonar
Lagt fram og kynnt.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.