Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Emils Þórs Guðmundssonar byggingatæknifræðings dags. 1. febrúar 2018 fh. lóðarhafa Fögrubrekku 17 þar sem óskað er eftir að stækka efri hæð hússins um 26,7 m2 til vesturs út að lóðarmörkum. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 1. febrúar 2018. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Fögrubrekku 19 og einnig liggur fyrir yfirlýsing lóðarhafa um að ekki standi til að breyta bílgeymslu í íbúð. Á fundi skipulagsráðs 16. júlí 2018 var eldra erindi hafnað þar sem óskað var eftir breyttri nýtingu á bílgeymslu og stækkun á húsinu til vesturs, alls 26,7 m2. Á fundi skipulagsráðs 17. september 2018 lagði hönnuður inn nýjar teikningar, breytingar dags. í ágúst 2018, með uppfærðum texta þar sem óskað er eftir að stækka efri hæð hússins um 26,7 m2 til vesturs út að lóðarmörkum. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 15, 16, 18, 19, 20 og Álfhólsvegar 139, 141 og 143. Athugasemdafresti lauk 23. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.