Skipulagsráð

26. fundur 19. mars 2018 kl. 16:30 - 19:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Andrés Pétursson aðalmaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
  • Auður Dagný Kristinsdóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

Almenn erindi

1.1711333 - 201 Smári. Sunnusmári 1-17. Reitur A08 og A09. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Tendra - arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Sunnusmára 1-17 reitir A08 og 09. Í tillögunni felst að reitir A08 og 09 eru sameinaðir og tilfærsla á byggingarreit ofanjarðar til að stækka garðsvæði (inngarð) innan reitsins. Í tillögunni felst jafnframt að fjölga íbúðum úr 133 í 165 og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Innkeyrsla að lóðinni er færð frá Hæðarsmára í Sunnusmára sem fækkar innkeyrslum inn í reitinn. Einnig felst í tillögunni að hækka eina byggingu um 2 hæðir þannig að hún verði 9 hæðir í stað 7 hæða, auka byggingarmagn um 1.000 m2, (fer úr 15.428 m2 í 16.428 m2 án kjallara) og fjölga bílastæðum í kjallara. Bílastæðakrafan 1,2 stæði á íbúð er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Í tillögunni kemur fram staðsetning djúpgáma. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
Kynningartíma lauk 19. mars 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Önnur mál

2.18031104 - Siðareglur kjörinna fulltrúa. Frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur.

Í siðareglum kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ 4. gr. er kveðið á um að kjörnir fulltrúar komi fram af háttsemi. Það er óásættanlegt að kjörinn fulltrúi í skipulagsráði komist upp með ærumeiðandi ummæli um annan kjörinn fulltrúa um upplag og innræti fulltrúans, þegar verið er að ræða um málefni. Ég óska eftir því að forsætisnefnd skoði háttsemi nefndarmannsins með hliðsjón af siðareglum og greinina um háttsemi.

Almenn erindi

3.1802372 - Breytt afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi. Breyting á svæðisskipulagi.

Lagt fram erindi samtaka sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar á verklýsingu vegan breytingar á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 dags. í desember 2017. Breytingin felst í útvíkkun á vakstamörkum við Álfsnesvík til samræmis við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um afmörkun svæðis undir efnisvinnslu Björgunar sem kynnt var fyrr á þessu ári.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

4.1702284 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.

Lögð fram til lokaafgreiðslu breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu dag. í mars 2018. Tillagan var auglýst 29. nóvember 2017. Kynningartíma lauk 17. janúar 2018, athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram viðbrögð við athugasemdum og umhverfisskýrsla dags. í mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 framlagða tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040: hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína dags. mars 2018 og umhverfisskýrslu VSÓ dags. í febrúar 2018 ásamt framlagðri greinargerð: viðbrögð við athugasemdum og ábendingum við auglýsta tillögu að svæðisskipulagsbreytingu, VSÓ dags. í febrúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Gestir

  • Hlynur Torfi Torfason - mæting: 17:20

Almenn erindi

5.0812106 - Bláfjöll.

Á fundi skipulagsráðs 5. febrúar 2018 var staða, skipulag og framtíðarstefnumótum skíðasvæðisins í Bláfjöllum kynnt. Þá voru kynntar hugmyndir um að gera Þríhnúkagíg aðgengilegan almenningi og byggja upp aðstöðu til fræðslu og þjónustu við gíginn. Á fundinum voru jafnframt kynntar eftirtaldar greinargerðir:
A.
Uppbygging aðstöðu við Þríhnúkagíg og Bláfjöll. Áhættumat gagnvart vatnsvernd. Mannvit dags. í desember 2017.
B.
Áhættumat vegna starfsemi á skíðasvæði í Bláfjöllum og fyrirhugaðrar starfsemi við Þríhnúkagíg gagnvart vatnsvernd og grunnvatnsmálum. Kópavogsbær febrúar 2018.

Ofangreindar greinargerðir lagðar fram að nýju ásamt greinargerð Vatnaskila: Uppbygging aðstöðu við Þríhnúkagíg og Bláfjöll. Áhættumat gagnvart vatnsvernd, dags í maí 2017.

Greint frá stöðu mála og framhaldi málsins.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

6.1409395 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Aðgerðaráætlun.

Lögð fram aðgerðaráætlun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

7.1802241 - Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 32. við Dalveg. Í tillögunni felst breytt fyrirkomulag byggingarreita á norðaustur hluta lóðinnar þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingarreitum 32x80 m2 að grunnfleti (merktir B og C) á einni hæð og með kjallara að hluta fyrir atvinnuhúsnæði alls 6,700 m2 að samanlögðum gólffleti. Aðkoma að lóðinni breytist sem og fyrirkomulag bílastæða. Gert er ráð fyrir 95 bílastæðum á lóð. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í febrúar 2018.
Frestað.

Almenn erindi

8.1803970 - Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, fh. lóðarhafa, um breytt deiliskipulag á lóðinni við Urðarhvarf 16.
Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið um úr 6.048 m2 í 8.000 m2. Við það eykst nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,26 í 1,7. Jafnframt er byggingarreitur hækkaður um 3,5 m að hluta til á norðvesturhluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði þar af helmingur í niðurgrafinni bílageymslu.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt skýringarmyndum dags. 9. mars 2018.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

9.1803933 - Hafnarbraut 4-8. Svæði 12. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Tröð fh. lóðarhafa að byggingaráformum á lóðunum við Hafnarbraut 4-8. Í tillögunni reist verði á lóðinni fjölbýlishús á fjórum hæðum með inndreginni þakhæð og niðurgrafinni bílageymslu. Heildarfermetrafjöldi er áætlaður 600 m2 og nýtingarhlutfall 2,46. Fjöldi íbúða er 38 og miðað er við 1,3 bílastæði per íbúð. Uppdrættir og skýringarmyndir dags. 28. febrúar 2018.
Skipulagsráð samþykkir byggingaráformin.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

10.1803004F - Bæjarráð - 2906. fundur frá 08.03.2018

1802765 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1802766 - Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

1704266 - Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Almenn erindi

11.1711632 - Vatnsendablettir 730-739. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurbjarnar Þorbergssonar hrl., fyrir hönd lóðarhafa Vatnsendabletta 730-739, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi á lóðunum.
Í breytingunni felst fjölgun íbúða og tilfærslu á byggingarreitum á lóðum. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni íbúð á hverri lóð en breytingartillagan gerir ráð fyrir fjórum íbúðum á tveimur lóðanna og tveimur íbúðum á hinum sjö. Alls er það fjölgum um 13 íbúðir á skipulagssvæðinu. Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:1000. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

12.1803757 - Hundagerði í Kópavogi

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd. Lagðar fram tillögur Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra að mögulegum staðsetningum og útfærslum hundagerða í Kópavogi.
Frestað.

Almenn erindi

13.1801777 - Álfhólsvegur 73. Byggingaráform.

Lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingarfræðings fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 73 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsráðs á breyttu fyrirkomulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi byggingu á lóðinni, einbýlishús byggt árið 1945 alls 70,3 m2 að flatarmáli og reisa í þess stað hús með sex íbúðum á þremur hæðum. Stærð íbúða er ráðgerð 82-106 m2 brúttó. Fyrirhuguð auknin byggingarmagns á lóðinni úr 70,3 m2 í 597 m2 og aukning íbúða úr einni í sex. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjölga bílastæðum úr tveimur í 8 eða 1,3 stæði á íbúð. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,08 í 0,66.
Skipulagsráð telur tillöguna ekki hafa jákvæð áhrif á aðliggjandi byggð og ekki samræmast rammaákvæðum aðalskipulags um breytingar í núverandi byggð hvað varðar byggingarmagn á lóðinni, hæð fyrirhugaðrar byggingar og legu byggingarreits.

Almenn erindi

14.1803626 - Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni við Dalaþing 12. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Nýr inngangur í íbúð á neðri hæð er fyrirhugaður á suðausturhorni hússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 dags. 12. mars 2018.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

15.1712918 - Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Kynningartíma lauk 12. mars 2018. Athugasemdir bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

Almenn erindi

16.1711722 - Askalind 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 29. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Askalind 5. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkar um 27 m2 til norðurs til að koma fyrir stiga- og lyftuhúsi.
Byggingarreitur hækkar einnig um 0,7 m á tilgreindum stað ásamt því að fara 2,5 m inn á núverandi þak. Hámarkshæð viðbyggingarinnar er 9,7 m.
Bílastæði eru færð nær götu og eru þá 0,8 m frá lóðamörkum.
Einnig er gert ráð fyrir tveimur rýmum í lokunarflokki B (bygging eða hluti hennar sem er lokuð að ofan en opin á hliðum að hluta eða öllu leyti) á austur- og vesturhlið byggingarinnar og svölum þar ofaná.
Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500.
Kynningartíma lauk 9. mars 2018, engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs og bæjarstjórnar

17.1803007F - Bæjarstjórn - 1172. fundur frá 13.03.2018

1705613 - Lundur 24-26 og 28-30. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1802765 - Kópavogsbraut 59. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1802766 - Kópavogsbraut 69 og 71. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

1704266 - Hafnarbraut 17-23. Bakkabraut 12, 14, 16. Svæði 9. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:50.