Skipulagsráð

7. fundur 18. apríl 2017 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Anna María Bjarnadóttir varamaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal varaformaður
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalmaður
  • J. Júlíus Hafstein aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson
  • Berglind Ósk Kjartansdóttir
  • Smári Magnús Smárason
  • Salvör Þórisdóttir
  • Valdimar Gunnarsson
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1704228 - Skjólbraut 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi lóðarhafa Skjólbrautar 11 dags. 6. apríl 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að rífa einbýlishús á lóðinni um 120 m2 að flatarmáli byggt úr holsteini 1945 ásamt 17 m2 bílskúr byggður 1950. Lóðin er um 990 m2 að flatarmáli. Í erindinu er jafnframt óskað eftir að lóðinni verði skipt í tvær lóðir og parhús með samtals fjórum íbúðum verði byggð á lóðunum. Samanlagt gólfflatarmál er áætlað um 570 m2 og nýtingarhlutfall 0,58. Uppdrættir ES Teikninstofu í kv. 1:100 og 1:500 dags. 4. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Skjólbrautar 7, 7a, 9, 9a, 10, 11a, 12, 13, 13a, 14, 16, 18 og Meðalbrautar 16, 18 og 20

2.1311393 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2024. Breyting við Leiðarenda.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar dags. 24. mars 2017 og varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna þjóðlendu í Leiðarenda. Samkvæmt úrskurði um þjóðlendur frá 20. júní 2014, mál S-1/2011 er hellirinn Leiðarendi innan staðarmarka Hafnarfjarðar. Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðarbæjar frá 21. mars 2017 var samþykkt að kynna fyrirhugaða aðalskipulagsbreytingu fyrir þeim aðliggjandi sveitarfélögum sem þjóðlenduúrskurðurinn snertir og óska eftir umsögn þeirra fyrir 30. apríl 2017.
Skipulagsráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarlögmanns.

3.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Tillaga á vinnslustigi.

Lögð fram með tilvísan í 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga á vinnslustigi að breytingu á aðalskipulagi Kópavogs á kolli Nónhæðar. Nánar tiltekið nær breytingin til svæðis sem afmarkast af Arnarnesvegi í suður, Smárahvammsvegi í austur, lóðamörkum húsa sunnan Foldarsmára í norður og húsagötu að Arnarsmára 32 og og 34. Í tillögunni felst breyting á landnotkun og talnagrunni Nónhæðar sem skv. núgildandi aðalskipulagi er samfélagsþjónusta og opin svæði en breytist í íbúðarbyggð og opin svæði sem munu nýtast almenningi til leikja og útiveru. Áætlað er skv. tillögunni að fjöldi íbúða verði allt að 140.
Tillagan er sett fram í greinargerð dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.1611452 - 201 Smári. Nafnasamkeppni. Tillögur.

Á fundi skipulagsráðs 3. apríl 2017 var lagt fram vinnuskjal dags. 28. mars 2017 með tillögum er bárust í nafnasamkeppni - götur og torg í 201 Smári. Alls bárust liðlega 1.200 tillögur um nöfn.
Skipulagsráð fól skipulags- og byggingardeild að taka saman í samvinnu við Klasa ehf. og Reginn hf. lista með amk. 10 tillögum er bárust í nafnasamkeppni um götur og torg í 201 Smári og leggja fyrir næsta afgreiðslufund ráðsins.
Frestað.

5.1704296 - Huldubraut 15a, fjölgun bílastæða á lóð

Lagt fram erindi Bjarna Þórs Viðarssonar lóðarhafa Huldubrautar 15 a dags. 5. apríl 2017. Óskað er eftir heimild til að fjölga bílastæðum á lóð.
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að fullu kostuð af lóðarhafa.

6.1610149 - Fífuhvammur 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Sindra Freys Ólafssonar, lóðarhafa Fífuhvammi 11 dags. í september 2016 þar sem óskað er eftir leiðréttingu á skráningu fasteignar á þann veg að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer. Fífuhvammur 11 er fjölbýlishús með þremur samþykktum íbúðum, einni ósamþykktri og tveimur bílskúrum. Á fundi skipulagsnefndar 17. október 2016 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa. Á fundi skipulagsnefndar 21. nóvember 2016 var málinu frestað og óskað eftir lagfærðum teikningum.
Lagðar fram lagfærðar teikningar unnar af Ólafi V. Björnssyni verkfræðingi í mkv. 1:50, 1:100 og 1:500 dags. 28. mars 2017. Ennfremur fylgir með samþykki meðeiganda Fífuhvammi 11.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvamms 9, 13 og Víðihvamms 4.

7.1701484 - Álfhólsvegur 102, Álfhólsskóli. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi sviðsstjóra Umhverfissviðs dags. 30. maí 2017 varðandi viðbyggingu við Álfhólsskóla við Álfhólsveg 102. Í erindinu er gert ráð fyrir að byggja við núverandi húsnæði til austurs og norðurs. Byggingarreitur fyrirhugaðrar viðbyggingar er um 30 m að lengd og 16 m á breidd. Vegg- og hámarkshæð viðbyggingar er áætluð 4,8 m til 7 m. Hámarks byggingarmagn viðbyggingar á áætlað um 990 m2. Aðkoma breytist og bílastæðum fjölgar um 45 stæði á norðausturhluta lóðarinnar sbr. teikningar Benjamíns Magnússonar í mkv. 1:100 dags. 29. maí 2010.
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum 16. janúar 2017 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 98, 104, 115, 117, 119, 121, 123, 125, 127, 129, 131, Álfheiðar 8, 10 og Skálaheiðar 7 og 9. Kynningartíma lauk 27. febrúar 2017. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs.

8.16111197 - Fagraþing 2. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga ARK þing arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Fagraþing. Í breytingunni felst að breyta núverandi einbýlishúsi í parhús. Jafnframt er lagt til að bætt verði við bílskýli norðvestan til í húsinu og á annari hæð verði svölum lokað að hluta. Fjöldi bílastæða breytist úr þremur stæðum í fimm og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,34 í 0,43. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 12. apríl 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna ofangreinda breytingu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1704288 - Fagrabrekka 13. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Byggvir ehf. hönnunar- og tækniþjónusta þar sem óskað er heimildar til að endurgera þak hússins að Fögrubrekku 13. Við endurgerðina hækkar hluti þaksins um 50 sm miðað við núverandi þak. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 11, 12, 14, 15, Álfhólsvegi 143, 143a, 145 og 147.

10.1704004F - Bæjarráð - 2865. fundur frá 06.04.2017

17031300 201 Smári. Reitur A 02 a og b. Byggingaráform.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

17031359 Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 - reitur 5. Nýbýlavegur 10 og Auðbrekka 29. Byggingaráform.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

11.1704274 - Kársnesbraut 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram tillaga Bjarna Snæbjörnssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu við íbúðarhúsið að Kársnesbraut 57. Um er að ræða viðbyggingu sem mun tengja saman núverandi bílaskúr og íbúðarhús, tveggja hæða bygging að samanlögðum gólfflefi um 40 m2. Uppdrættir í mkv. 1:100 ásamt skýringarmyndum.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 55, 59 og Holtagerðis 4, 6 og 8.

12.1608168 - Kársnesbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1. Kynningu lauk 9. desember 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Á fundi skipulagsráðs 16. janúar 2017 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
Lögð fram ný og breytt tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts að tvílyftu fjórbýlishúsi á lóðinni. Er tillagan dags. 16. mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d og Hraunbrautar 6, 8, 10, 12.

13.17031265 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Svövu Björk Jónsdóttir, arkitekts fh. lóðarhafa að Arakór 5 um að byggja opnar svalir á norðvestuhlið aðkomuhæðar 6,4 m langar og 1,5 m breiðar sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í mars 2017. Einnig hefur verið farið fram á að stækka grunnflöt hússins og óskað eftir heimild til að fara 1,5 m út fyrir fyrir byggingarreit í kjallara hússins.
Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Arakórs 3 og 7 og Auðnukórs 6 og 8.

14.1704276 - Arakór 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi lóðarhafa Arakórs 4 að byggingu einnar hæðar einbýlishúss um 240 m2 að grunnfleti á lóðinni nr. 4 við Arakór sbr. uppdrætti í mkv 1:100 dags. í mars 2017.
Skipulagsráð samþykkir ofangreinda breytingu með tilvísan í sérákvæði í skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Rjúpnahæð austurhluta dags. í september 2006 en þar kemur m.a. fram að "komi í ljós við gerð mæli- og hæðablaða að hægt sé að koma fyrir húsi á einni hæð með eða án kjallara veitir skipulagsnefnd það leyfi...".

15.1704266 - Hafnarbraut 17-23. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram til kynningar tillaga ARKÍS arkitekta að breytingu á deiliskipulagi við Hafnarbraut 17-19 og 21-23. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum, samtals um 1.800 m2 að flatarmáli, byggt á árunum 1968, 1974, 1983 og 1985 verði rifið og tvö fjölbýlishús byggð í þeirra stað. Húsið að Hafnarbraut 17-19 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 45 íbúðum, 43 bílastæði í kjallar og 10 stæði á lóð eða 1.2 stæði á íbúð. Húsið að Hafnarbraut 21-23 verður fjórar hæðir með fimmtu hæðina inndregna með alls 47 íbúðum og um 160 m2 verslunarrými á jarðhæð, 43 bílastæði í kjallara og 10 stæði á lóð eða 1.1 stæði á íbúð.
Lagt fram og kynnt.

16.17031299 - Kársneshöfn, Bakkabraut 3 til 23 og Vesturvör 29 og 31. Svæði 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram til kynningar tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 18. apríl 2017 að breyttu deiliskipulagi Kársneshafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 23. janúar 1990. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðarmörkum Vesturvarar 30 og 32 til norðurs, lóðarmörkum Bakkabrautar 6-16 til austurs smábátahafnarinnar til suðurs og opnu bæjarlandi til vesturs.
Svæðið sem er um 5 ha að stærð er hluti þróunarsvæðis Kársnes, nær til lóðanna Bakkabrautar 5, 7, 9 og Vesturvarar 29 og er skilgreint sem svæði 8 reitir 1-7 í samþykktri skipulagslýsingu fyrir umrætt svæði.
Í breytingunni felst að koma fyrir um 140 nýjum íbúðum á svæðinu, endurnýja hluta eldra athafnahúsnæði og reisa nýtt húsnæði fyrir verslun og þjónustu. Gert er ráð fyrir að núverandi athafnahúsnæði við Bakkabraut 9 verði rifið. Heildarbyggingarmagn á svæði 8 verður eftir breytingu um 22.000 m2 þar af um 11.000 m2 í verslun, þjónustu og athafnahúsnæði. Uppdrættir a og b í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum, greinargerð og skipulagsskilmálum.
Lagt fram og kynnt.

17.17031297 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2017. Drög.

Skipulags- og byggingardeild Kópavogs hefur frá ársbyrjun 2014, í kjölfar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, unnið að mótun hverfisáætlana fyrir hverfin fimm í Kópavogi; Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda. Hlutverk hverfisáætlana er að kveða nánar en gert er í aðalskipulagi á um helstu þætti hvers bæjarhluta, með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Í hverfisáætlunum er fyrst og fremst fjallað um byggðina, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa. Hverfisáætlun Fífuhvamms (Linda- og Salahverfa) er þriðja áætlunin sem unnin er í bænum. Þegar hafa verið unnar hverfisáætlanir fyrir Smárann og Kársnes.
Lögð er fram greinargerð, greiningar- og gátlisti.
Lagt fram og kynnt.

18.1704011F - Bæjarstjórn - 1155. fundur frá 11.04.2017

17031300 201 Smári. Reitur A 02 a og b. Byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

17031359 Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 - reitur 5. Nýbýlavegur 10 og Auðbrekka 29. Byggingaráform.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.