Skipulagsnefnd

1226. fundur 27. maí 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1305098 - Bolaöldur, aksturskennslusvæði og vélhjólaakstursbraut. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram lýsing á skipulagsverkefni og matslýsingu fyrir deiliskipulag og vélhjólabraut við Bolaöldur. Deiliskipulagið tekur á þremur lóðum. Innan þeirra verður aksturssvæði fyrir vélíþróttaklúbbinn VÍK, sem þegar er á svæðinu, ökugerði fyrir ökukennslu fyrir Ökukennarafélag Íslands. Á milli lóðanna verður lóð til að byggja á þjónustumannvirki fyrir báða aðila. Óskað er eftir umsögn um erindið.

Ekki eru gerðar athugasemdir við framlagða verkefnalýsingu en Kópavogsbær áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna þegar hún verður kynnt á síðari stigum.

2.1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.

Lagður er fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og
byggingarmála nr. 46/2011 dags. 6.5.2013.

Lagt fram bréf frá Forum Lögmenn dags. 8.5.2013 vegna úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 46/2011.

Þá lagt fram samkomulag lóðarhafa Kópavogsbakka 4 og 6 dags. í febrúar 2011 um frágang lóða á milli Kópavogsbakka 4 og 6 og erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 2 dags. í febrúar 2011 og lóðarhafa Kópavogsbakka 4 dags. 11. febrúar 2011 um mögulega nýtingu á óútfylltu sökkulrými.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar varðandi breytt deiliskipulag fyrir Kópavogsbakka 2 og 4. Vegna 2,5 til 3,0 m hæðarmunar á götu og landi sunnan við Kópavogsbakka 2 og 4 völdu lóðarhafar að reisa húsin á háum sökklum í stað þess að vera með jarðvegsbúða undir þeim eins og gert var á húsunum í Kópavogsbakka 6, 8 og 10. Heimiluð hefur verið nýting á hluta sökkulsrýmis í húsinu nr. 4 en ekki í nr. 2. Umrædd breyting felur í sér heimild til lóðarhafa Kópavogsbakka 2 og 4 að nýta umrædd sökkulrými undir einbýlishúsunum fyrir geymslur og íveruherbergi. Samanlagt flatarmál húsanna eykst og þ.m. lóðarnýting.
Tillagan er sett fram á uppdætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 14. maí 2013

Skipulagnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

3.1304431 - Hringtorg - merkingar á hringtorgum

Lagt fram erindi umhverfis- og samgöngunefndar varðandi merkingar og nafngiftir á hringtorgum bæjarins. Í erindinu er lagt til að endurvekja nafnanefnd á vegum bæjarins.

Lagt fram.

Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsstjóra að hann hlutist til um að nafnanefnd á vegum bæjarins verði endurvakin.

4.1304430 - Strætóskýli - merkingar á skýlum

Lagt fram erindi umhverfis- og samgöngunefndar varðandi nafngiftir á strætóskýlum bæjarins. Í erindinu er lagt til endurvekja nafnanefnd á vegum bæjarins.

Lagt fram.

5.1001088 - Hávaðakort og kort yfir stóra vegi.

Lögð fram að nýju drög að aðgerðaráætlun dags. í apríl 2013.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða aðgerðaráætlun. Vísað í frekari vinnu við gerð hverfisskipulags.

6.1305238 - Kópavogsbrún 2-4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristinns Ragnarssonar, arkitekts, fyrir hönd Sætrar ehf. og Tónahvarfs ehf. Óskað er eftir að lóðunum Kópavogsbrún 2 og 4 verði skipt upp í tvær lóðir og stækkun byggingarreits til austurs og stækkun húss sbr. uppdrætti dags. 30.4.2013. Einnig lögð fram bókun bæjarstjórnar Kópavogs dags. 26.3.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsbarðs 1-3, 5-7 og 9-11.

7.1305237 - Urðarhvarf 2, 4, 6 og 8. Breytt aðal- og deiliskipulag.

Lagt fram erindi Orra Árnasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafadags. 6. maí 2013. Óskað er eftir breytingu á skipulagi landnotkunar á lóðunum Urðarhvarf 2, 4, 6 og 8 á þann vega að í þegar byggðum húsum verði möguleiki á íbúðum og verslunum í stað skrifstofuhúsnæðis.

Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

8.1212238 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Lagt fram bréf frá Konráði Adolphssyni dags. 24.5.2013.

Frestað. Vísað til bæjarlögmanns.

9.1305239 - Café Dix. Skilti á gangstétt.

Lagt fram erindi frá Café Dix um uppsetningu þriggja útiskilta á gangstétt fyrir utan kaffihús. Skiltin eru 2,45m x 1,28m að stærð. Fyrirhugað er að hafa útiborð innan þess svæðis sem skilti/skilrúm mynda á gangstétt.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn húsfélags Hamraborgar 10.

10.1305004 - Bæjarráð - 2686. Fundur haldinn 8. maí 2013.

1304026F - Skipulagsnefnd - 1225
Lagt fram.

1304186 - Fróðaþing 14. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1206159 - Selbrekka 8. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1305011 - Kópavogbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

11.1305505 - Auðbrekka 9-11. Viðbygging.

Lagt fram erindi, THG arkitekt, f.h. lóðarhafa varðandi viðbyggingu að Auðbrekku 9-11. Lóðarhafi hyggst rífa viðbyggingu vestanmegin við húsið og koma fyrir brunastiga úr stáli á þeim gafli. Stiginn verður léttur stálstigi með stálvirki og opnum trérimlum í kring, s.s. opið rými sbr. uppdráttum dags. 3.5.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í  44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyir lóðarhöfum Auðbrekku 7, 8, og 10 ásamt Dalbrekku 2 og 4. Einnig skal nánari útfærsla á fyrirhuguðum skiltum á húsinu vera gerð í samráði við skipulags- og byggingardeild og byggingarfulltrúa.

12.1305465 - Birkigrund 60. Lóðarstækkun.

Lagt fram erindi Guðrúnar Þorláksdóttur, eiganda Birkigrundar 60 þar sem óskað er eftir að yfirtaka sameiginlegan reit sem liggur upp að norðvestur horni lóðarinnar. Reiturinn er í órækt og hefur lóðarhafi áhuga á að sá í hann og ramma af með trjám. Meðfylgjandi skýringarmyndir og ljósmyndir af reitnum.

Hafnað. Umrætt svæði er sameiginleg lóð lóðarhafa við Reynigrund 56-74 þar sem fyrirhuguð eru bílastæði fyrir framangreindar lóðir.

Vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.1305579 - Breiðahvarf 6. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Svein Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að byggja ofan á tvennar svalir, annars vegar fyllt inn í steypta ramma sem fyrir eru með gleri og set glerþak ofan á, hins vegar byggt ofan á svalir úr gleri og timbri, þak úr gleri. 27.5.2013. byggingarmagn eykst um 64,5m2 sbr. teikningum dags. 27.5.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfs 4, 8, 15, 17 ásamt Faxahvarfi 3 og 12.

14.1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigríðar Sigþórsdóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir breytingum á samþykktu deiliskipulagi fyrir Hólmaþing 7. Í breytingunni felst að bílageymsla verði með aðkomu frá Vatnsendavegi og breytingun á byggingarreit sem samsvara breyttri legu bílageymslu. Hækkun gólfkóta 1. hæðar í 91,15. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 340m2 í 398m2 sbr. uppdráttum dags. 21.5.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hólmaþings 3, 5, 5a, 9, 11, 13 og 15 ásamt landeiganda Vatnsenda.

 

Birgir H. Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

15.1305012 - Lundur 25, leikskólalóð. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Lund 15 og 25. Óskað er eftir að fella út lóð fyrir fyrirhugaðan leikskóla að Lundi 15 og færa byggingarreit fyrir Lund 25 á lóð nr. 15. Bygging færist vestar á lóðinni og er snúið um 90° miðað við núverandi byggingarreit. Bílastæði á lóð verða 14 og eru staðsett norðan megin við húsið. Á lóð nr. 25 er byggingarreitur fyrir fjögurra hæða hús felldur út og garður eða "Lundur" settur í staðinn sbr. uppdráttum dags. 5.4.2013. Enn fremur lagt fram og kynnt minnisblað leikskólafulltrúa dags. 16. maí 2013.

Lagt fram. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að afla frekari gagna um málið. Afgreiðslu frestað.

16.1305516 - Grænatún 22. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að stækka neðri hæð hússins um 40m2 til suðurs á neðri hæð hússins út frá bílskúr og nota þak viðbyggingar sem þaksvalir með setlaug. Stígi verður af þaksvölum niður í garð sbr. uppdráttum dags. 10.5.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúns 20 og 24.

17.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 20.11.2012 var lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Sótt var um leyfi til þess að hækka núverandi hús um eina hæð og hafa þrjár íbúðir í húsinu í stað tveggja. Einnig sótt um leyfi til að byggja bílskúr og geymslur á lóð sbr. uppdráttum dags. 12.11.2012 í mkv. 1:100. Þá lögð fram greinargerð um ástand hússins og götumyndar.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum að Grænatúni 16, 18, 22, 24, Álfatúni 1, 3, Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 15.1.2013. Mótmæli bárust frá nágrönnum. Málinu var frestað og skipulags- og byggingardeild var falið að taka sama umsögn um framkomnar athugasemdir.

Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir. Málinu var frestað og var skipulags- og byggingarnefnd falið að boða til smráðsfundar með lóðarhöfum Grænatúns 18, 20 og 22. Bréf dags. 6.2.2013 var sent til lóðarhafa Grænatúns 18, 20 og 22 þar sem óskað var eftir samráðsfundi 14.2. 2013 kl. 15 í Fannborg 6. Þann 13.2. óskuðu ofangreindir lóðarhafar eftir frestun á umræddum fundi.

Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var lögð fram breytt tillaga sem fólst í því að rífa húsið á lóðinni og byggja parhús á tveimur hæðum í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 43. gr. skipulagslaga að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24; Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104.

Tillagan var send út í kynningu 18.3 og athugasemdafrestur var til 19.4. Athugasemdir bárust dags. 16.4.2013.

Lögð fram minnisblöð frá samráðsfundum sem haldnir voru 22.4.2013 og 6.5.2013 með lóðarhöfum Grænatúns 18 og 22. Einnig lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var að Grænatúnu 20 þann 23.5.2013.

Lögð fram breytingartillaga dags. 23.5.2013 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.Enn fremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 23. maí 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn dags. 23. maí 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. 

18.1305005 - Bæjarstjórn - 1077. Fundur haldinn 14. maí 2013.

1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024
Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012 - 2024, dags. 12. apríl 2013, greinargerð, umhverfisskýrlsa, þéttbýlisuppdráttur í mkv. 1:10.000 og sveitarfélagsuppdráttur í mkv. 1:50.000.

Forseti óskaði heimildar til að gefa skipulagsstjóra orðið til að gera grein fyrir tillögunni. Var það samþykkt.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu að breytingu á afgreiðslu Aðalskipulags:
"Aðalskipulag Kópavogs 2012 - 2024 er vel unnið og gott plagg og mikilvægt að það taki gildi. Í því er þó verið að fella út deiliskipulag í Stapaþingi sem hefur verið gildandi í um 5 ár.
Um er að ræða verulega rýrnum á söluandvirði byggingarlands Kópavogs sem tekið var með eignarnámi í þeim tilgangi að nýta sem byggingarland. Að auki er mögulegt að slíkur gjörningur geti skapað Kópavogsbæ skaðabótaskyldu gagnvart eigendum Vatnsenda þar sem deilur um hagsmuni fyrri eigenda fríar ekki Kópavogsbæ frá gerðum samningum og skuldbindingum vegna eignarnáms jarðarinnar.
Ekki liggja fyrir útreikningar um verðmætarýrnun Kópavogsbæjar vegna þessa gjörnings en víst er að þar er um verulegar fjárhæðir að ræða. Ennfremur liggja ekki fyrir skrifleg lögfræðiálit þar sem fram kemur að gjörningur þessi baki Kópavogsbæ ekki skaðabótaábyrgð né veiki réttarstöðu bæjarins í yfirstandandi dómsmáli um efndir eignanámssáttarinnar. Í ljósi þessa er óverjandi að leggja í áætlaðar deiliskipulagsbreytingar og fella út byggð í Stapaþingi og Trönuþingi.
Það er því tillaga okkar að núgildandi deiliskipulag í Stapaþingi verði ekki fellt út í Aðalskipulagi 2012 - 2014 heldur verði það látið standa óbreytt enda engar brýnar ástæður fyrir hendi sem knýja á um að þessu skipulagi sé breytt á þessum tímapunkti samhliða samþykkt nýs Aðalskipulags.
Aðalsteinn Jónsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Hlé var gert á fundi kl. 18.20. Fundi var fram haldið kl. 19.30. Kl. 19.51 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi og tók Erla Karlsdóttir sæti hans.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. fulltrúa minnihlutans:
"Hér hefur verið lögð fram tillaga sem m.a. er rökstudd með því að ekki liggi fyrir skriflegt lögfræðiálit um hvort breytingar á aðalskipulagi í Vatnsendahlíð hafi áhrif á samninga Kópavogsbæjar við landeigendur á Vatnsenda. Í kjölfar nýlega fallins dóms hæstaréttar um eignarhald á Vatnsenda er það mat undirritaðra að öll skref er tengjast samskiptum við landeigendur á Vatnsenda skuli stíga með mikilli gát. Því leggjum við til að afgreiðslu á auglýsingu Aðalskipulags Kópavogs verði frestað þar til lögfræðiálit liggur fyrir um hvort umræddar breytingar hafi áhrif á stöðu bæjarins gagnvart fyrri samningum og framtíðar efndum.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Erla Karlsdóttir"

Gunnar Ingi Birgisson lagði til breytingu á tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans þess efnis að leitað verði a.m.k. tveggja lögfræðiálita.

Hlé var gert á fundi kl. 20.01. Fundi var fram haldið kl. 20.22.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar við tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans og var hún samþykkt með tíu atkvæðum en einn greiddi atkvæði gegn henni.
Þá bar forseti undir fundinn tillögu bæjarfulltrúa minnihlutans svo breytta um frestun á auglýsingu á tillögu um Aðalskipulag Kópavogs 2012 - 2024. Óskað var eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna. Atkvæði féllu þannig:
Hafsteinn Karlsson sagði já,
Ólafur Þór Gunnarsson sagði já,
Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Það eru fáheyrð vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð á þessum fundi. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að líta vel í eigin barm varðandi þau vinnubrögð sem hér hafa verið ástunduð. Ég samþykkti hér áðan að við gætum fengið auka lögfræðiálit. En að fresta Aðalskipulagi er ekki faglegt. Ég segi því Nei við þessari frestunartillögu og vek sérstaklega athygli á að þarna ná Gunnar og Guðríður saman um að fresta málum.
Pétur Ólafsson sagði já,
Rannveig Ásgeirsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Unnið var af heilindum að aðalskipulagi frá upphafi til þessa dags. Það er því með ólíkindum að við stöndum í þessum sporum hér á lokametrunum og tek undir orð Ómars sem féllu hér á undan. Undirrituð getur ekki samþykkt orðalag tillögunnar og segir því nei.
Aðalsteinn Jónsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já,
Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði nei: Undirritaður hefði talið betra að auglýsa tillöguna eins og hún var afgreidd af öllum flokkum úr skipulegsnefnd og óska eftir lögfræðiáliti á meðan skipulag væri í auglýsingu.
Guðríður Arnardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun og sagði já: Hér eru miklir hagsmunir í húfi eins og bent hefur verið á í fyrri umræðu. Frestun á málinu um 2 vikur er því léttvæg í því samhengi.
Erla Karlsdóttir greiddi ekki atkvæði,
Gunnar Ingi Birgisson sagði já,
Margrét Björnsdóttir sagði nei.

Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

1304186 - Fróðaþing 14. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram að nýju erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag að Fróðaþingi 14. Í breytingunni felst að byggt verði einbýlishús á einni hæð og farið er 1m út fyrir byggingarreit á norðurhlið þess sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 11.4.2013. Þá lagt fram samþykki frá lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16, ásamt Frostaþing 13 og 15 dags. 15. apríl 2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fróðaþings 9, 11, 12, 13 og 16 ásamt Frostaþingi 13 og 15. Samþykki ofangreindra lóðarhafa liggur fyrir.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar einróma.

1206159 - Selbrekka 8 - breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningur er lagt fram að nýju erindi Argos arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggja nýjan sólskála í stað þess sem brann. Nýi skálinn stækkar í grunnfleti um 5,7m2 og hækkar um 0.94m á suðurhlið og 1,69m á norðurhlið. Þá er sótt um að reisa 2m háa girðingu á lóðamörkum við Álfhólsveg 89 sbr. uppdráttum dags. 7.2.2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Selbrekku 6 og 10, ásamt Álfhólsveg 85, 87, 89, 91 og 93. Kynningu lauk 17.4.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1305011 - Kópavogbraut 1a-c, Kópavogstún 3, 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag.
Lagt fram erindi Ask arkitekta ehf., f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi. Á lóðinni Kópavogstún 1a-c er hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og tvö fjölbýlishús með þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara. Tillagan gerir ráð fyrir að annars vegar sé hægt að stækka/hækka núverandi byggingar og hins vegar að byggja viðbyggingu á allt að 4 hæðum sem tengist núverandi byggingu. Þá er lagt til að lóðinni Kópavogstún 3, 5, 7 og 9 verði skipt í þrjár lóðir á eftirfarandi hátt:
Lóðin Kópavogstún 3-5 verði fjölbýlishúsalóð með tveimur 6 hæða húsum, 27 íbúðir í hvoru húsi, efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Lóðin Kópavogstún 7 verði þjónustumiðstöð fyrir aldraða á einni hæð og skal aðlaga sig að landinu. Kjallari er leyfður. Bílastæðakrafan er 1 stæði á 75 m2.
Lóðin Kópavogstún 9 verði fjölbýlishúsalóð með húsi á fimm hæðum, 16 íbúðum og efsta hæðin inndregin. Bílastæðakrafan er 1 stæði/íbúð í bílakjallara og 0,6 stæði/íbúð á landi.
Breyting frá samþykktu skipulagi: Heildarfjöldi Íbúða í fjölbýlishúsunum þremur er óbreyttur, heildarbyggingarmagn í fjölbýlishúsum er óbreytt en bílastæðakrafan er minnkuð úr 2,31 í 1,6 fyrir öll fjölbýlishúsin.
Íbúðum í Kópavogstúni 3 og 5 er fjölgað úr 24 í 27 íbúðir í húsi og 6. hæðin er nú inndregin. Kópavogstún 9 er minnkað, íbúðum fækkað úr 22 í 16 og húsið lækkað um eina hæð. Uppdráttur dags. í maí 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagnefndar einróma.

1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalveg austan Fífuhvammsvegar að Dalvegi 30. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Kynningu lauk 7.5.2013 kl. 15:00.
Lagðar fram athugasemdir frá:
1. Skeljungi dags. 23.4.2013
2. Listakaup hf. dags. 28.4.2013.
3. Dalvegi 22 ehf. dags 6.5.2013.
4. Málningu hf. dags. 6.5.2013.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir dags. 7.5.2013.
Enn fremur lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. maí 2013 þar sem fram kemur breytt afmörkun deiliskipulagssvæðisins við Dalveg. Breytingin felur í sér að mörk deiliskipulagssvæðisins til austur verði við vesturmörk lóðarinnar nr. 18 við Dalveg (Málning).
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu dags. 7. maí 2013 ásamt umsögn og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar felur skipulagsnefnd skipulags- byggingardeild að vinna eystri hluta deiliskipulagssvæðisins við Dalveg áfram í samráði við lóðarhafa Dalvegar 18, 20, 22, 24, 26 og 28.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Guðríður Arnardóttir lagði til að breytingum á umferðarskipulagi Dalvegar verði frestað þar til umhverfis og samgöngunefnd hefur fjallað um málið.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Guðríðar Arnardóttur með sjö atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1301183 - Vatnsendahlíð. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12.2.2013 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu 18.2.2013 og í Lögbirtingarblaðinu 26.2.2013. Á kynningartíma var tillagan jafnframt til sýnis á skrifstofu skipulags- og byggingardeildar Kópavogs og á heimasíðu bæjarins. Kynningu lauk 12.4.2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 12.4.2013. Á fundi skipulagsnefndar 16.4.2013 var málinu frestað og óskað var eftir umsögn um framkomnar athugasemdir.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn Lögmannstofunnar LEX dags. 4.5.2013
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt umsögn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað enda hafi tillögu um Aðalskipulag verið frestað á fundinum.

Hlé var gert á fundi kl. 22.51. Fundi var fram haldið kl. 22.52.
Bæjarstjórn frestar afgreiðslu tillögunnar með sex atkvæðum gegn fimm.

Fundi slitið - kl. 18:30.