1509027F - Skipulagsnefnd, dags. 5. október 2015.
1266. fundur skipulagsnefndar í 19. liðum.
Lagt fram.
1509916 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.
Með tilvísan í minnisblað skipulagsstjóra samþykkti skipulagsnefnd að hefja undirbúning að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.
1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni, dags. 8.9.2015, vegna stækkunar Tennishallarinnar þar sem óskað er eftir að framlagðar tillögur að nýju útliti og stækkunar Tennishallarinnar fái afgreiðslu hjá skipulagsnefnd, sjá mál nr. 1509276. Þá lagður fram uppdráttur mótt. 28.9.2015 sem sýnir fyrirhugaða stækkun Tennishallarinnar. Við austurhlið núverandi tennishallar kemur 2100 m2 viðbygging, 44,5 metrar x 49 metrar að stærð, hæð viðbyggingar verður 10 metrar. Tengibygging úr gleri verður á suðurhlið viðbyggingar sbr. uppdrætti mótt. 28.9.2015. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu:
"Lagt er til að skipulagsstjóra verði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.
Ármann Kr. Ólafsson"
Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með níu samhljóða atkvæðum. Ása Richardsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu ekki atkvæði.
Sverrir Óskarsson og Ása Richardsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Harmað er að ákveðnir bæjarfulltrúar ætli að knýja fram stækkun Tennishallarinnar inn í miðjan Kópavogsdal. Áður fyrr var Tennishöllin í Sporthúsinu en þeir seldu það hús frá sér og fengu að byggja sér nýja Tennishöll fyrir aftan Sporthúsið. Nú er tillaga um nýja byggingu til viðbótar. Vel hefur farið um starfsemi Tennishallarinnar hingað til og bæði Kópavogsbúar og íbúar annarra sveitarfélaga hafa fengið þar góða þjónustu, enda er þetta besta tennisaðstaða landsins og nýverið voru Smáþjóðaleikarnir haldnir í húsinu. Undirritaður er á móti því að Tennishöllin fái að stækka um 2.100 fm inn í miðjan Kópavogsdal, inn í eina fallegustu perlu Kópavogsbæjar. Mikil þétting er framundan í bænum og við verðum að standa vörð um grænu svæði bæjarins og leyfa náttúrunni að njóta sín. Ef hver skipulagsnefnd ákveður eina svona byggingu í miðjan dalinn er ljóst hvert stefnir með gæði náttúrunnar í Kópavogi.
Sverrir Óskarsson, Ása Richardsdóttir"
1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að hafna tillögunni. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar.
1510039 - Naustavör 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.
0812106 - Þríhnúkagígur.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.