Skipulagsnefnd

1267. fundur 26. október 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1510582 - Þrúðsalir 2. Lóðastækkun.

Lagt fram erindi lóðarhafa Þrúðsala 2 þar sem óskað er eftir að stækka lóðina sbr. uppdrætti.
Ekki er hægt að verða við ósk lóðarhafa um stækkun lóðarinnar þar sem stækkunin myndi ná yfir lagnaleiðir veitustofnana á svæðinu.

2.1510700 - Varðandi úthlutaðar lóðir í bæjarfélaginu. Fyrirspurn frá Guðmundi Geirdal.

Skipulagsnefnd skorar á bæjarráð að nýta sér þau úrræði sem það hefur til að hvetja lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað eða að öðrum kosti skila þeim inn.
Guðmundur Geirdal.

Ása Richardsdóttir, Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir og Kristinn Dagur Gissurarson taka undir bókun Guðmundar Geirdal.

3.1510454 - Frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál. Beiðni um umsögn

Skipulagsnefnd óskar eftir því að fá umsögn bæjarlögmanns um breytingu á skipulagslögum til umfjöllunar í nefndinni.

4.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Greint frá stöðu mála.
Afgreiðslu frestað.

5.1111193 - Vesturvör 32-38. Kæra vegna breytinga á deiliskipulagi

Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9.10.2015 vegna Vesturvarar 32-38.
Lagt fram.

6.1503247 - Sæbólsbraut 40. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Stefánsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 9.3.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Sæbólsbraut 40. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var erindinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Frestað.

7.15082873 - Smiðjuvegur 3a. Smádreifistöð OR.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir að stofna nýja lóð að Smiðjuvegi 3a fyrir smádreifistöð. Lóðin verður 4x4 m að stærð og gert er ráð fyrir bílastæði fyrir þjónustubíl innan lóðarinnar sbr. uppdráttum frá Argos arkitektum dags. 21.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Smiðjuvegar 1, 3 og 5; Vallhólma 22, 24. Kynningu lauk 12.10.2015. Athugasemdir bárust frá Skika ehf., eiganda Smiðjuvegar 3, dags. 6.10.2015; frá Bjarna Bjarnasyni og Kristínu Jónsdóttur, Vallhómla 24, dags. 9.10.2015; frá Helgu Sigurðardóttur og Birgi Hjaltalín, Vallhólma 22, dags. 11.10.2015.

Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 26.10.2015.
Frestað.

8.1503263 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi GlámuKím f.h. lóðarhafa dags. 23.2.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Samþykkt á grundvelli minnisblaðs lögfræðideildar dags. 22. október 2015. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.15062060 - Langabrekka 5. Grenndarkynning

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Teiknivangs f.h. lóðarhafa Löngubrekku 5 dags. 22.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.9.2015 var erindinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 26.10.2015.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1502354 - Fífuhvammur 25. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var málinu frestað.
Skipulagsnefnd óskaði eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni um stöðu málsins fyrir næsta fund nefndarinnar.

11.15082228 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarndadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa Álftraðar 1 dags. 15.9.2015 þar sem skað er eftir heimild til að stækka bílskúr á norðvesturhorni lóðarinnar um 47m2 og verður hann 115 m2 eftir breytingu. Skv. tillögu verða innréttaðar tvær íbúðir í bílskúrnum, tvö bílastæði fyrir framan bílskúr tilheyra nýjum íbúðum. Bílskúr hækkar ekki og verður dreginn þrjá metra frá lóðamörkum til vesturs. Að auki verður byggður stigi á austurhlið íbúðarhússins og svölum bætt við til suðurs á 2. hæð. Fjórum nýjum bílastæðum er bætt við á austurhlið lóðarinnar sbr. uppdráttum dags. 15.9.2015. Á fundi skipulagsnefndar 5.10.2015 var erindinu frestað.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

12.1410207 - Askalind 1. Breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Jóns Hrafns Hlöðverssonar, byggingafræðings, f.h. lóðarhafa dags. 14.10.2014 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Askalindar 1. Tillagan var grenndarkynnt og athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 15.12.2014 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lögð fram breytt tillaga þar sem komið er til móts við innsendar athugasemdir dags. 21.10.2015.
Afgreiðslu frestað.

13.15082227 - Austurkór 42 og 44. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Byggvír ehf., f.h. lóðarhafa, dags. 17.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 42 og 44. Í breytingunni felst að vegghæð húsanna á vesturhlið og að hluta til á suður- og norðurhlið hækkar úr 6,3m í 7,5m sbr. uppdrætti dags. 13.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 12, 14, 16, 40, 46 og 48. Kynningu lauk 12.10.2015. Athugasemd barst frá Árna Kristni Gunnarssyni og Regínu Diljá Jónsdóttur, Austurkór 12, dags. 8.10.2015; frá Eldey ehf, lóðarhafa Austurkór 14 og 16, dags. 12.10.2015.
Frestað. Skipulagsnefnd vísaði málinu til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

14.1510004 - Bæjarráð - 2791. Fundur haldinn 8. október 2015.

1509027F - Skipulagsnefnd, dags. 5. október 2015.

1266. fundur skipulagsnefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

1509916 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.
Skipulagsnefnd samþykkti að hefja undirbúning að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að hafna tillögunni. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510039 - Naustavör 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

0812106 - Þríhnúkagígur.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1405360 - Skemmuvegur 48. Fyrirspurn.

Lagt fram að nýju erindi Brjáns Guðjónssonar, framkvæmdarstjóra S. Helgasonar ehf. vegna hugsanlegrar stækkunar húsnæðis S. Helgasonar við Skemmuveg 48. Meðfylgjandi eru hugmyndir að útfærslu nýbyggingar.
Skipulagsnefnd lítur jákvætt á uppbyggingaráform lóðarhafa.

16.1510366 - Hamraborg 3. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um breytta notkun húsnæðis að Hamraborg 3. Í norðurhluta fasteignar verða tvö gistirými en í suðurhluta verður verslun- og þjónusta sem snýr út í Hamraborgina með aðkoma frá Hamraborg.
Skipulagsnefnd leit neikvætt á tillögu lóðarhafa.

17.1510548 - Glaðheimar. Álalind 5. Byggingaráform.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa mótt. 19.10.2015 að byggingaráformum fyrir Álalind 5.
Skipulagsnefnd taldi framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett voru fram í skipulagsskilmálum Glaðheimasvæðis, austurhluta og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa.

18.1510472 - Dalvegur 30. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn ASK arkitekta f.h. lóðarhafa um breytta starfsemi á lóðinni við Dalveg 30.
Lagt fram og kynnt.

19.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 5.10.2015. Óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í íbúð sbr. meðfylgjandi uppdrætti dags. 5.10.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

20.1510364 - Akralind 3. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Eignafélagsins Akralindar ehf., einum af lóðarhöfum Akralindar 3 dags. 12.10.2015. Í erindi er óskað eftir að stækka lóð til suðurs þannig að frá suðausturhorni yrði dregin 3 m löng lína og frá henni bein lína að suðvesturhorni lóðar sbr. meðfylgjandi uppdrætti. Stækkun er u.þ.b. 100 m2 að stærð.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

21.1510363 - Aflakór 14. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Úti og inni arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 12.10.2015 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja aflokuð rými undir veröndum á suðaustur- og norðvesturhliðum hússins. Við breytinguna hækkar heildarbyggingarmagn úr 364,5 m2 í 421,5 m2 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,44 í 0,51. sbr. uppdráttum dags. 14.10.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Aflakórs 12 og 16.

22.15082229 - Kársnesbraut 93. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju erindi KRark, f.h. Kársnes 93 ehf., þar sem óskað er eftir að skipta matshluta 0103 á 1. hæð Kársnesbrautar 93 í tvö eignarhluta og breyta þeim í tvær íbúðir sbr. uppdráttum dags. 1.6.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 91 og 95.

Lagt fram skriflegt samþykki lóðarhafa Kársnesbrautar 91 og 95.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.15082225 - Víðihvammur 26. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Stáss arkitekta, f.h. lóðarhafa, dags. 3.7.2015 þar sem óskað er eftir breytingum á Víðihvammi 26. Í breytingunni felst að núverandi útbygging á vesturhlið verði rifin og í stað hennar reist rúmlega 8 m2 viðbygging. Þak viðbyggingar verður nýtt sem svalir. Hæð viðbyggingar verður 5,3m. Að auki stækkar kvistur á norðurhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 3.7.2015. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 23 og 28; Fífuhvamms 33 og 35. Kynningu lauk 23.10.2015. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

24.1312123 - Hverfisskipulag/hverfisáætlun

Greint frá íbúafundi sem fyrirhugað er að halda 18. nóvember næstkomandi kl. 17:00 í Kársnesskóla m.a. vegna hverfisáætlunar Kársness.

25.1510555 - Kársnes, umferðarskipulag

Kynning frá verkfræðistofunni VSÓ um umferðarskipulag á Kársnesi.

26.1510007 - Bæjarstjórn - 1124. Fundur haldinn 13. október 2015.

1509027F - Skipulagsnefnd, dags. 5. október 2015.

1266. fundur skipulagsnefndar í 19. liðum.
Lagt fram.

1509916 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun.
Með tilvísan í minnisblað skipulagsstjóra samþykkti skipulagsnefnd að hefja undirbúning að endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 6. október, lögð fram tillaga frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni, dags. 8.9.2015, vegna stækkunar Tennishallarinnar þar sem óskað er eftir að framlagðar tillögur að nýju útliti og stækkunar Tennishallarinnar fái afgreiðslu hjá skipulagsnefnd, sjá mál nr. 1509276. Þá lagður fram uppdráttur mótt. 28.9.2015 sem sýnir fyrirhugaða stækkun Tennishallarinnar. Við austurhlið núverandi tennishallar kemur 2100 m2 viðbygging, 44,5 metrar x 49 metrar að stærð, hæð viðbyggingar verður 10 metrar. Tengibygging úr gleri verður á suðurhlið viðbyggingar sbr. uppdrætti mótt. 28.9.2015. Skipulagsnefnd hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu um afgreiðslu:
"Lagt er til að skipulagsstjóra verði falið að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við skipulagslög.
Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með níu samhljóða atkvæðum. Ása Richardsdóttir og Sverrir Óskarsson greiddu ekki atkvæði.

Sverrir Óskarsson og Ása Richardsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Harmað er að ákveðnir bæjarfulltrúar ætli að knýja fram stækkun Tennishallarinnar inn í miðjan Kópavogsdal. Áður fyrr var Tennishöllin í Sporthúsinu en þeir seldu það hús frá sér og fengu að byggja sér nýja Tennishöll fyrir aftan Sporthúsið. Nú er tillaga um nýja byggingu til viðbótar. Vel hefur farið um starfsemi Tennishallarinnar hingað til og bæði Kópavogsbúar og íbúar annarra sveitarfélaga hafa fengið þar góða þjónustu, enda er þetta besta tennisaðstaða landsins og nýverið voru Smáþjóðaleikarnir haldnir í húsinu. Undirritaður er á móti því að Tennishöllin fái að stækka um 2.100 fm inn í miðjan Kópavogsdal, inn í eina fallegustu perlu Kópavogsbæjar. Mikil þétting er framundan í bænum og við verðum að standa vörð um grænu svæði bæjarins og leyfa náttúrunni að njóta sín. Ef hver skipulagsnefnd ákveður eina svona byggingu í miðjan dalinn er ljóst hvert stefnir með gæði náttúrunnar í Kópavogi.
Sverrir Óskarsson, Ása Richardsdóttir"

1410307 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu með vísan í umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5.10.2015 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn Dagur Gissurarson var andvígur því að hafna tillögunni. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar.

1510039 - Naustavör 32-42 og 44-50. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

0812106 - Þríhnúkagígur.

Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða lýsingu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.