Skipulagsnefnd

1252. fundur 19. janúar 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Gísli Norðdahl byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá

1.1501295 - Krossalind 1. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sturlu Þórs Jónssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 15.1.2015, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Krossalindar 1. Í breytingunni felst að byggja 54m2 viðbyggingu á suðurhlið 1. hæðar hússins. Á þaki viðbyggingar verða þaksvalir sbr. uppdráttum dags. 18.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Laxalindar 2, 4; Krossalindar 2, 3 og 5; Laugalindar 1; Kópalindar 2.

2.1409209 - Vesturhluti Kársness. Deiliskipulag

Greint frá stöðu mála.
Skipulagsnefnd samþykkti að boða til samráðsfundar í mars vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu á vesturhluta Kársness.

3.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 2.11.2014. Kynningu lauk 18.12.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Þá lögð fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 25.11.2014; Frá Skipulagsstofnun dags. 27.11.2014; frá Minjastofnun 2.12.2014; frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8.12.2014; frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17.12.2014; frá Vegagerðinni, dags. 14.1.2015; frá stjórn Nýs Norðurturns hf., dags. 16.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Smárans, vestan Reykjanesbrautar "Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 27.11.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

4.1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8 dags. 3.11.2014. Kynningu lauk 18.12.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkti að boða til samráðsfundar.

Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal og Anna María Bjarnadóttir samþykktu ofangreinda tillögu.

Kristinn Dagur Gissurarson var á móti framlagðri tillögu.

5.1403302 - Furugrund 3. Breytt notkun húsnæðis.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Furugrund 3, dags. 20.10.2014. Kynningu lauk 18.12.2014.

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma.
Fundarhlé var gert kl. 19:03

Fundi var framhaldið kl. 19:20

Fundarhlé var gert kl. 19:21.

Fundi var framhaldið kl. 19:40.

"Við kynningu á skipulagslýsingu á Furugrund 3 hefur skipulagsnefnd borist margar athugasemdir er meðal annars snúa að þjónustu Snælandsskóla og þjónustu Leikskólans Furugrundar.

Skipulagsnefnd samþykkti að óskað verði eftir umsögn frá Menntasviði Kópavogs vegna þeirra athugasemda sem bárust við skipulagslýsingu og haft verði samráð við stjórnendur Leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla við gerð umsagnar.

Skipulagsnefnd samþykkti einnig að hefja samráð við íbúa Snælandshverfis um málið."

Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Anna María Bjarnadóttir samþykktu ofangreinda tillögu

Kristinn Dagur Gissurarson hafnaði ofangreindri tillögu.

Guðmundur Gísli Geirdal sat hjá.


"Ég, Kristinn Dagur Gissurarson, legg til að framlögð lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi vegna Furugrundar 3 verði samþykkt og vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar."

Kristinn Dagur Gissurarson og Guðmundur Gísli Geirdal samþykkja ofangreinda tillögu.

Sverrir Óskarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ása Richardsdóttir og Anna María Bjarnadóttir hafna ofangreindri tillögu.


"Í ljósi tillögu formanns skipulagsnefndar varðandi Furugrund 3 vill undirritaður að eftirfarandi komi fram:

Það er með eindæmum hvernig Sverrir Óskarsson, formaður skipulagsnefndar, hefur haldið á þessu máli.

Hafa ber í huga að bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, ásamt æðstu embættismönnum bæjarins skoðuðu á sínum tíma fýsileika þessa að kaupa húsið eða hluta þess, en Kópavogsbæ var ítrekað boðið húsið til kaups, það er efri hæð hússins þar sem Nóatún var til húsa. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að kaup kæmu ekki til greina. Engin þörf væri á þessu húsi til framtíðar fyrir Kópavogsbæ.

Það skýtur skökku við að formaður skipulagsnefndar skuli enn á ný reyna að drepa málinu á dreif, með því að kalla eftir áliti héðan og þaðan. Það liggur fyrir að bærinn vill ekki kaupa og verslun þrífst ekki á svæðinu eins og áður fyrr. Það er því góð lausn að breyta hluta hússins í íbúðir.

Undirritaður átelur harðlega þau vinnubrögð sem hér eru stunduð undir handleiðslu formanns skipulagsnefndar."

Kristinn Dagur Gissurarson.


"Undirritaðar harma bókun Kristins Dags. Sú skipulagsnefnd sem nú starfar fékk málefni Furugrundar 3 inn á sitt borð fyrst 18. ágúst sl. Upplýsingar um fyrri umfjöllun málsins hafa aldrei komið fyrir þessa nefnd og engin opinber gögn verið lögð fram nú, sem sanna að leik- og grunnskóli hverfisins hafi ekki þörf fyrir húsnæðið. Fjöldi gildra athugasemda og hundruð undirskrifta hafa borist frá íbúum og er það mjög vel að haft sé við þá samráð og óskað eftir skýrri umsögn Menntasviðs um nýtingu húsnæðisins."

Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir.


"Vísa í fyrri bókun og ummæli bæjarstjóra og fleiri á fundi í Snælandsskóla í nóvember 2014 um Furugrund 3. Harma skilningsleysi hluta fundarmanna á hlutverki skipulagsnefndar."

Kristinn Dagur Gissurarson.

6.1411143 - Auðbrekka. Þróunarsvæði.

Greint frá stöðu mála.

Haldinn verður samráðsfundur fimmtudaginn 29. janúar næstkomandi þar sem kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða deiliskipulagsvinnu og stofnun hagsmunasamtaka Auðbrekkusvæðisins.
Kynnt.

7.1210126 - Breiðahvarf 4/Funahvarf. Breytt deiliskipulag

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi fyrir Breiðahvarf 4 og Funahvarf 3. Á fundi skipulagsnefndar 22.9.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Kynningu lauk 29.9.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust frá: Haraldi Erlendssyni og Svanhildi Sigurðardóttur, Breiðahvarfi 6, dags. 17.11.2014; Hákoni Hrafni Sigurðssyni og Þórhöllu Gunnarsdóttur, Faxahvarfi 8, dags. 28.12.2014; Sigríði Sóleyju Hafliðadóttur, Óla Má Ólasyni, Brynjari Inga Ólasyni og Elmari Andra Ólasyni, Faxahvarfi 6, dags. 28.12.2014; frá Svövu Aldísi Viggósdóttur og Sigurði Hafsteinssyni, Faxahvarfi 4, dags. 28.12.2014; Frá Atla Ómarssyni, Faxahvarfi 10, dags. 29.12.2014; Frá Huldu Kristínu Sigmarsdóttur, Faxahvarfi 2, dags. 29.12.2014; Frá Elísabetu Ásberg Árnadóttur, Faxahvarfi 3, dags. 29.12.2014; frá Frosta Rey Rúnarssyni, Faxahvarfi 12, dags. 29.12.2014.
Frestað. Skipulagsnefnd fól skipulags- og byggingardeild að vinna áfram að málinu og að boða til samráðsfundar með þeim sem gerðu athugasemdir við framlagða tillögu.

8.1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Arkþings, f.h. lóðarhafa, vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni við Hlíðarveg 57. Á fundi skipulagsnefndar 3.11.2014 var málinu frestað.

Lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var þann 15.1.2015 með lóðarhöfum og athugasemdaraðilum.

Lagt fram að nýju ásamt breyttri tillögu að fjórbýli dags. 15.1.2015 þar sem komið hefur verið til móts við innsendar athugasemdir.
Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytta tillögu dags. 15.1.2015 . Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1411115 - Álfhólsvegur 111. Fjölgun íbúða.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Rúm Teiknistofu, dags. 31.9.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir því að breyta 204m2 íbúð á efstu hæð hússins í tvær 102m2 íbúðir. Inngangi verði bætt við vestan megin á 3. hæð hússins og svölum bætt við á norðurhlið sbr. uppdráttum dags. 31.9.2014. Á fundi skipulagsnefndar 17.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Álfhólsveg 94, 96, 98, 109 og 113 ásamt Selbrekku 28, 30, 32, 34 og 36. Kynningu lauk 5.1.2015. Athugasemd barst frá Jóni Þorkel Rögnvaldssyni, Ragnheiði Brynjólsfdóttur, Kristni Stein Guðmundssyni, Sigurlaugu Kristínu Pálsdóttur, Benedikt Jónatanssyni og Grétu Lárusdóttur, Álfhólsvegi 113, dags. 30.12.2014.
Frestað.

10.1410241 - Marbakkabraut 10. Bílastæði á lóð.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sólveigar Guðmundsdóttur, Marbakkabraut 10, þar sem óskað er eftir að bæta einu bílastæði við á norðvesturhorni lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar var málinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að vinna umsögn um innkomnar athugasemdir.

Lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 19.1.2015.
Skipulagsnefnd hafnaði því að koma fyrir stæði á norðvesturhorni lóðarinnar en samþykkti að lóðarhafi komi fyrir stæði á suðausturhluta lóðarinnar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1412017 - Bæjarráð - 2755. Fundur haldinn 18. desember 2014.

1412008F - Skipulagsnefnd, 15. desember, 1250, fundargerð í 21 lið. Lagt fram.

1411143 - Auðbrekka. Þróunarsvæði.

Kynning á þróunarsvæðinu við Auðbrekku.
Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri kynnti niðurstöður hugmyndasamkeppni um skipulag þróunarsvæðis Auðbrekku.

1410082 - Auðbrekka 16. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1410278 - Mánalind 4. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1410090 - Dalaþing 36. Breytt deiliskipulag.Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.12.2014. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1412150 - Austurkór 104. Breytt deiliskipulag.Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins og samþykkti því framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

12.1501297 - Vallhólmi 12. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi frá Vektor dags. 10.12.2014 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja við einbýlishús að Vallhólma 12. Í breytingunni felst að byggja 27,1m2 sólskála á suðurhlið hússins og 38,9m2 svalir við vestur- og norðurhliðina sbr. uppdráttum dags. 10.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallhólma 10 og 14.

13.1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi ASK arkitekta dags. 15.1.2015, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Urðarhvarfs 4. Í breytingunni felst að húsið hækkar um tvær hæðir, efsta hæðin verður inndregin og húsið verður því 7 hæðir + kjallari. Aukning á byggingarmagni er 530m2 og við breytingu hækkar nýtingarhlutfall úr 0,8 í 0,93. Bílastæði á lóð eru 99 en með stækkun verða 114 stæði sé miðað við 1 stæði pr. 36 m2 sbr. uppdráttum dags. 18.8.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Kristinn Dagur Gissurarson og Margrét Júlía Rafnsdóttir samþykktu að setja framlagða tillögu í auglýsingu.

Ása Richardsdóttir hafnaði að auglýsa framlagða tillögu.

14.1501562 - Veitingavagn við Krónuna. Ósk um stöðuleyfi.

Lagt fram erindi Ikauk ehf., dags. 13.1.2015 þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Krónuna í Kórahverfi.
Hafnað. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1501296 - Hlíðarhvammur 7. Bílastæði innan lóðar.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Markúsar Ingasonar og Oddnýjar Hólmsteinsdóttur, Hlíðarhvammi 7, dags. 15.9.2014 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir þegar gerðum bílastæðum innan lóðar. Meðfylgjandi er greinargerð dags. 15.9.2014 ásamt ljósmyndum.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarhvamms 1, 2, 3, 4, 5, 8, 9, 10 og 11.

16.1411117 - Hlíðarvegur 4. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Teiknistofunnar Arko, dags. 24.10.2014, f.h lóðarhafa Hlíðarvegar 4. Óskað er eftir að stækka kjallara um 22,9m2 til suðurs og endurbyggja timbursvalir á 1. hæð á þaki stækkunar. Heildarbyggingarmagn eftir stækkun verður 380,7m2 og nýtingarhlutfall 0,39 sbr. uppdráttum dags. 24.10.2014. Á fundi skipulagsnefndar 17.11.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 2 og 6 ásamt Hlíðarhvammi 12.

Þá lagt fram samþykki fyrrnefndra lóðarhafa fyrir framlagðri breytingu, undirritaður uppdráttur dags. 12.12.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

17.1312123 - Hverfisáætlun Smárans

Lögð fram greinargerð um hverfisáætlun Smárans.
Lagt fram og kynnt.

18.1501129 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030

Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Garðabæjar dags. 5.1.2015 þar sem óskað er umsagnar Kóapavogsbæjar um lýsingu á tillögu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 fyrir 17.2.2014.
Lagt fram. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu. Kópavogur áskilur sér rétt til að gera athugasemdir þegar umrædd tillaga verður kynnt með formlegum hætti á síðari stigum.

19.1501003 - Bæjarstjórn - 1108. Fundur haldinn 13. janúar 2015.

1412008F - Skipulagsnefnd, 15. desember, 1250. fundargerð í 21 lið. Lagt fram.

Fundi slitið.