Skipulagsnefnd

1208. fundur 26. apríl 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Einarsson aðalmaður
  • Jóhann Ísberg aðalmaður
  • Kristinn D Gissurarson aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalmaður
  • Tryggvi Magnús Þórðarson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.1204229 - Aflakór 1-3, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Guðrúnar Fanneyjar Sigurðardóttur,arkitekts f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Aflakór 1-3. Í breytingunni fellst að hluti útveggja fer 30 sm upp yfir hámarkshæð skv. skipulagsskilmálum lóðarinnar. Uppdrætti í mkv. 1:100 dags. 12. apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 43. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Aflakór 2, 4 Akrakór 2, 4 og 6.

2.1204012 - Bæjarráð - 2638 frá 18. apríl 2012.

1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014
Kosning sjö aðalmanna og jafnmargra til vara í skipulagsnefnd.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista:
Kristinn Dagur Gissurarson
Jóhann Ísberg
Guðmundur Geirdal
Vilhjálmur Einarsson
Af B-lista:
Guðmundur Örn Jónsson
Guðný Dóra Gestsdóttir
Einar Ingvarsson

Varamenn:
Af A-lista:
Ómar Stefánsson
Sigríður Kristjánsdóttir
Þóra Ólafsdóttir
Hreiðar Oddsson
Af B-lista:
Magnús Bjarnason
Hreggviður Norðdahl
Tryggvi M. Þórðarson

3.1203021 - Bæjarstjórn - 1055. fundur frá 27. mars 2012.

1203001F - Skipulagsnefnd 7.mars 2012. 1206. fundur
Fundargerðin afgreidd án umræðu.

1203012F - Skipulagsnefnd 21. mars 2012.1207. fundur
Til máls tók Guðríður Arnardóttir um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Guðríður Arnardóttir um stjórn fundarins, Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Ómar Stefánsson um stjórn fundarins, og um liði 2 og 3, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Guðríður Arnardóttir, sem óskaði eftir því að bera af sér sakir, Rannveig Ásgeirsdóttir um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins og um liði 6 og 18, Margrét Björnsdóttir um liði 6 og 18, Ómar Stefánsson um liði 18 og 6 og Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins.
Hlé var gert á fundi kl. 18:53. Fundi var fram haldið kl. 18:58.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingarinnar telja tillögu Gunnars I. Birgissonar að breyttu umferðarskipulagi á Dalvegi ekki viðunandi lausn. Sátt ríkti um aðra tillögu sem var í vinnslu í umhverfis- og samgöngunefnd og hefði leyst umferðarvanda við Dalveg án ágreinings við lóðarhafa.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

1203155 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.
Með tilvísan til afgreiðslu skipulagsnefndar frá 18. maí 2010 er ofangreindu erindi hafnað.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar frá 21/3 og hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

1201105 - Hellisheiðarvirkjun, ylræktarver, breytt deiliskipulag.
Bókun í fundargerð skipulagsnefndar 21/3:
Á grundvelli niðurstöðu heilbrigðisnefndar frá 27. febrúar 2012 gerir skipulagsnefnd Kópavogs ekki athugasemdir við skipulagslýsingu og kynningargögn vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar ylræktarvers við Hellisheiðarvirkjun.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu og kynningargögn vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar ylræktarvers við Hellisheiðarvirkjun. Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

0905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6.
Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag
Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 samþykkir skipulagsnefnd umrædda tillögu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir einróma tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurkór 104.

1203202 - Kópavogsbakki 2, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkti á grundvelli 43. gr. skipulagslaga að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

4.1203018 - Bæjarráð - 2635 fundur frá 22. mars 2012.

1203001F - Skipulagsnefnd 7. mars 2012.1206. fundur
Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1203012F - Skipulagsnefnd 21. mars 2012.1207. fundur
Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og vísar því sem snýr að gjaldtöku til skrifstofustjóra umhverfissviðs til umsagnar.

1201099 - Bakkasmári 16, breytt deiliskipulag
Bæjarráð samþykkir erindið.

5.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Lögð fram drög að greinargerð Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 ásamt landnotkunaruppdrætti og umhverfisskýrslu dags. 27. apríl 2012.

6.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Kópavogstún og Kópavogsgerði,- tillögur A, B og C. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 20. mars 2012. Var afgreiðslu frestað.

Lögð fram tillaga Skipulag- og byggingardeildar Kópavogs dags. 21. mars 2012 og breytt 26. apríl 2012 að breyttu deiliskipulagi á Kópavogstúni. Nánar til tekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af fjölbýlishúsinu við Kópavogstún 8 til norðvesturs, Kópavogstúni 3, 5 og 7 til norðausturs, útivistarsvæði til austurs og Kópavogi til suðurs.

Í breytingunni felst:
a) Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Kópavogsgerði 1, 3, 5 og 9 samþykkt í bæjarráði 17. september 2009 er gert ráð fyrir 53 íbúðum í þremur fjölbýlishúsum. Í tillögunni eru þessir byggingarreitir felldir út og í stað þeirra koma nýir byggingarreitir á tveimur lóðum fyrir Kópavogsgerði 1-3 og 5-7. Útmörk mannvirkis hæfingarstöðvarinnar, Kópavogsgerði 11, helst óbreytt. Að Kópavogsgerði 1-3 og 5-7 verða 36 íbúðir. Miðað við fyrri byggingaráform lækkar hæð húsa úr 5 hæðum með inndreginni þakhæð og kjallara í hús sem verða 3 hæðir með inndreginni þakhæð og kjallara (Kópavogsgerði 1-7). Hámarkshæð byggingarreitar frá kjallara er 16 metrar. Aðkoma og lóðarmörk breytast. Bílastæði fyrir Kópavogsgerði 1-7 verða í allt 72 stæði þar af 36 í niðurgröfnum bílakjallara sem byggja skal samhliða fjölbýlishúsunum. Í bílakjallara og á lóðum er kvöð um almennan umferðarrétt.
b) Við Kópavogstún 10 og 12 er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða breytist úr 18 í 28. Byggingarreitir þakhæðar breytist og stækkar til suðurs og norðurs. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu fyrir 30 bíla og heildarfjöldi bílastæða á lóð er áætlaður 58 stæði. Hæð byggingarreits breytist ekki.
c) Gert er ráð fyrir að starfsemi endurhæfingarstöðvarinnar að Kópavogsgerði 11 verði áfram í núverandi húsnæði.
d) Lóðarmörk við gamla Hælið, aðkoma og fyrirkomulag bílastæða breytist. Húsanúmer breytist.
e) Tillaga er gerð að friðun Hælisins og gamla Kópavogsbæjarins.

Heildarfjöldi íbúða á deiliskipulagssvæðinu dregst saman úr 71 íbúð í 64. Miðað við 2.7 íbúa í íbúð er áætlað að um 173 íbúar komi til að búa á svæðinu fullbyggðu. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 47 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 127 íbúum á ha. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 0.88 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,8 til 1,5; Húsanúmer breytast. Miðað er við að skólabörn sæki grunnskóla í Kársnesskóla.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

 

Tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

 

Bókun frá fulltrúum Samfylkingar og Vinstri Grænna:

Undirrituð, fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna, leggjast gegn framlagðri tillögu.

Innviðir vesturbæjar Kópavogs eru ekki gerðir fyrir þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á svæðinu sem mun verulega auka umferð og skerða lífsgæði íbúanna, sem hafa eindregið lagst gegn henni.

Betur hefði farið á því að Kópavogstún væri útivistarsvæði, en mikill skortur er á þeim fyrir íbúa vesturbæjar.   Útivistarsvæði sem tengdist útivistarsvæðunum í Kópavogsdal annars vegar og Rútstúni og Holtinu hins vegar.   Fyrir miðju þess svæðis væri svo Holdsveikraspítalinn, bygging með merka sögu sem teiknuð er af þekktasta arkitekt þjóðarinnar, Guðjóni Samúelssyni.   Líknardeild Landspítalans, þar sem margir eyða seinustu ævidögum, væri einnig sköpuð falleg umgjörð inni á svæðinu og Kópavogsbærinn væri í jaðri svæðisins.  Einnig má benda á sögulegt gildi svæðisins og þess að þar er að finna merkar fornminjar.

Núverandi tillaga gengur gegn framangreindum markmiðum og slítur sundur útivistarsvæðið.  Fjöldi íbúða á svæðinu er jafnframt slíkur að margar þeirra hafa verulega skert útsýni.  Gera má ráð fyrir að lóðaverð undir þær íbúðir, sem rennur til Kópavogsbæjar, verði mun lægra en ef fjölda íbúða hefði verið stillt í hóf.

Jafnframt hefur verið skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu.  Tillögur frá hópnum liggja ekki fyrir og er því skipulagstillagan ótímabær.

Undirrituð harma að meirihlutinn virðist ætla að keyra tillöguna í gegn án samráðs við íbúanna á svæðinu.  Lítil alvara virðist því vera á bak við stofnun hverfaráða sem nýverið var samþykkt í bæjarstjórn.  Sérstaklega ber að harma viðsnúning Kópavogslista í málinu.

Bókun frá Næst besta flokknum:
Sú tillaga sem nú er lögð fram er mikil framför frá því sem áður hefur verið kynnt.  Það ber sérstaklega að þakka starfsmönnum skipulagssviðs fyrir þá hugmyndavinnu sem þar kemur fram.

Hins vegar þá eru starfshópar á vegum bæjarins að fjalla um þetta svæði og svæði er liggja að því.  Því þykir mér rétt að fresta afgreiðslu á þessu þar til niðurstöður liggja fyrir frá starfshópunum.

Tryggvi M Þórðarson.

7.1204112 - Álfhólsvegur 111 umsók um byggingarleyfi

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðahafa að nýbyggingu að Álfhólsvegi 111 ásamt niðurrifi núverandi bygginar frá 1946. Fyrirhuguð nýbygging er áætluð með fjórum íbúðum og jafnmörgum innbyggðum bílgeymslum, alls þrjár hæðir og 684 m2 að samanlögðu flatarmáli. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í apríl 2012.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að óska eftir götumynd.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Álfhólsveg 94, 96, 98, 109, 113, Selbrekku 28, 30, 32, 34, og 36.

8.1204110 - Baugakór 36, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við leikskólann Baugakór 36. Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 43. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Drekakór 2, 4, 6, Drangakór 1, 1a, Dofrakór 1, 2, Desjakór 1 og 2.

9.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Kynntar hugmyndir Skotfélags Kópavogs um æfingasvæði á mörkum Mosfellsbæjar og Kópavogs sunnan Litla Lyklafells og norðan Vatnavalla við Sandskeið.

Hafnað.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

10.1204082 - Hólmaþing 16, breytt deiliskipulag

Lagt fram erindi Ómars Hafliðasonar og Elísabetu B. Ólafsdóttur, Hólmaþingi 16 dags. 15. mars 2012 og varðar staðsetningu hestagerðis á lóðinni. Meðfylgjandi ljósmyndir og loftmynd.

Frestað.

11.1204083 - Kleifakór 1, framkvæmdir án leyfis.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 10. apríl 2012 varðandi stöðvun framkvæmda á lóðinni Kleifakór 1. Erindinu fylgir uppdráttur ásamt ljósmyndum. Enn fremur lagt fram erindi byggingarfulltrúa til lóðarhafa að Keifakór 1, dags. 11. apríl varðandi framkvæmdir án leyfi á lóðinni. Þá lagt fram erindi lóðarhafa að Kleifakór 1 ódags. þar sem fram kemur ósk um að gerð verði skipulagsbreyting á umræddri lóð vegna kaldra geymsla á lóð og leyfi fyrir frágangi á lóð.

Afgreiðslu frestað.

12.1204243 - Múlalind. Ástand lóða og umhverfis.

Lagðar fram ljósmyndir er sýna ástand lóða við Múlalind og næsta umhverfis. Á myndunum, sem voru teknar um miðjan apríl sl. má m.a. sjá, 40 feta gám, fiskikar, ca. 30 bretti, sendiferðarbíl sem að mestu er lagt utan lóðar, jeppabifreið sem lagt er utan lóðar, timburstafla, tjaldvagn sem lagt er að hluta á gangstétt og stæði fyrir framan bílskúr er að hluta ófrágengið.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis.

13.1204267 - Kópavogsbraut 79, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Kjartans Sigurðssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa að byggingu þakhýsis á núverandi byggingu að Kópavogsbraut. Uppdrættir í mkv. 1:200 dags. 16. apríl 2012. Enn fremur lagt fram samþykki meðeiganda ódags. en móttekið 23. apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Kópavogsbraut 76, 77, 78, 80, 81 og við Þingholtsbraut 40, 42 og 44.

14.1204081 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa að Kópavogsbrún 1 þar sem óskað er eftir að gera breytingar á byggingarreit lóðarinnar sbr. uppdrátt í mkv. 1.500 dags. 19. mars 2012. Í breytingunni fellst heimild til að stækka innri byggingarreit til suðurs um 2,0 x 9,8 m auk 2,9 x 3,0 m andyrisbyggingu, ytri byggingarreitur til jafnframt suðurs 5,0 x 9,8 m fyrir svalir svo og ytribyggingarreit til vestur um 1,8 x 6,0 m.

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er það mat skipulagsnefndar að umrædd breyting hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

15.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa Engjaþings 5 að breyttu deiliskipulagi við Engjaþing 1, 3 og 5. Í breytingunni fellst m.a. að fyrirhugað fjórbýlishús að Engjaþingi 5 er fellt út. Þá er miðað við að á lóðunum nr. 1 og 3 rísi fjölbýlis hús; á nr. 1 alls 15 íbúðir og í nr. 3 alls 12 íbúðir eða samtals 27 íbúðir í stað 28 eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Fjöldi hæða breytist ekki. Aðkom að lóðunum verður ein í stað tveggja á móts við Frostaþing. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Uppdrætti í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 19. apríl 2012 ásamt greinargerð dags. 20. apríl 2012.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna áfram að málinu.

Afgreiðslu frestað.

16.1006252 - Kosningar í skipulagsnefnd 2012 - 2014

Á fundi skipulagsnefndar 27. apríl 2012 er kosinn formaður og varaformaður skipulagsnefndar.

Fulltrúar D, B, og Y - lista lögðu fram svohljóðandi tillögu: "Formaður skipulagsnefndar verði Kristinn Dagur Gissurarson og Jóhann Ísberg varaformaður."

Samþykkt.

Guðmundur Örn Jónsson, Guðný Dóra Gestsdóttir sátu hjá.

17.1203326 - Smiðjuvegur 11, umsókn um byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Eiríks Indriða Bjarnasonar f.h. Wurth á Íslandi, dags. 23. janúar 2012 þar sem óskað er eftir að setja upp auglýsingaskilti á austurgafl hússins að Smiðjuvegi 11.

Vísað frá þar sem ekki liggur fyrir samþykki meðeiganda.

18.1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Á fundi skipulagsnefndar 14. desember 2011 var lögð fram tillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja góðurhús annað úr gleri og hitt úr plasti að Þinghólsbraut 98. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 15. nóvember 2011.

Afgreiðslu frestað.

Lagt fram að nýju ásamt myndum sem teknar voru í apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum  Kópavogsbraut 96 og 100.

19.1204080 - Huldubraut 31, umsókn um byggingarleyfi

Frá byggingarfulltrúa.
Lögð fram tillaga Steinars Sigurðssonar, arkitekts f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að innrétta stúdíóíbúð 50,3 m2 að flatarmáli í tengslum við ferðamennsku í hluta núverandi bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Huldubraut. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 11. apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum  Huldubraut 29 og 33.

20.1203144 - Dalvegur - hringtorg, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. mars 2012 var lögð fram tillaga Umhverfissviðs dags. 12. mars 2012 um staðsetningu hringtorgs við Dalveg 10-14 og lóð Sorpu í samræmi við greinargerð vinnustofunar Þverár dags. í ágúst 2005 varðandi umferðarmál á m.a. Dalvegi. Ofangreind greinargerð var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 11. október 2005. Í tillögunni felst að vinstri beygja verður aðeins heimiluð lögreglubifreiðum við gatnamót Dalvegar 18. Teikningar frá vinnustofunni Þverá ehf. dags. 12. mars 2012 í mkv. 1:2000

Skipulagsnefnd samþykkti að fela Skipulags- og byggingardeild að hefja undirbúning að breytu deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingadeildar að skipulagslýsingu og matslýsingu að breyttu deiliskipulagi Dalvegar dags. í apríl 2012.

Frestað.

21.1203346 - Kerfisáætlun 2012-2016 - langtímaáætlun til 2026

Lögð fram kerfisáætlun Landsnets ársin 2012-2016 og langtímaáætlun til árins 2026. Kerfisáætluninni er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun og áætlanir Landsnets næstu árin.

Lagt fram.

22.1204151 - Hófgerði 10, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Jakobs E. Líndal, arkitekts f.h. lóðarhafa að 21. fermetra viðbyggingu að Hófgerði 10. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 16. apríl 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum  Hófgerðis 7, 8, 9, 12a og Holtagerðis 11, 13.

23.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa.
Á fundi skipulagsnefndar 21. febrúar 2012 var lagt fram erindi Vilhjálms Þorlákssonar f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að byggja geymslu og svalir að Löngubrekku 5 sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 10. febrúar 2012. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61.

Lagt hefur verið inn til byggingarfulltrúa erindi Vilhjálms Þorkelssonar f.h. lóðarhafa samanber bréf dags. 22. mars 2012 þar sem óskað er heimildar að byggja við bílskúr til suðurs að lóðinni Álfhólsvegur 61. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. í mars 2012.

Þá lagt fram erindi lóðarhafa Kristjáns Kristjánssonar dags. 22. mars 2012 þar sem m.a. er óskað eftir að ofangreindar breytingar verði kynntar samtímis svo framalega að skipulagsnefnd heimili kynningu á lengingu á bílskúr lóðarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í gr. 44. skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum  Löngubrekku 3, 7 og Álfhólsvegi 59, 61.

24.1106527 - Breiðahvarf, Ennishvarf og Brekkuhvarf. Lóðamörk og framkvæmdir við opið svæði.

Lögð fram mæliblöð, loftmynd og ljósmyndir er sýna frágang lóðar við opið svæði milli Breiðahvarfs, Ennishvarfs og Brekkuhvarfs. Gögnin sýna að við nokkrar lóðir við framangreindar götur hafa framkvæmdir farið út fyrir lóðamörk samkvæmt mæliblöðum og lóðarleigusamningum.

Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Lagt fram að nýju.

Afgreiðslu frestað.

Skipulagsnefnd óskar eftir tillögu frá Skipulags- og byggingardeild um breytingar á lóðamörkum er snúa að umræddu svæði. Tryggja þarf bæði greiða reiðleið og gönguleiðir um svæðið.

25.1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli

Lögð fram fundargerð Húsafriðunarnefndar frá 2. apríl 2012 þar sem m.a. kemur fram að nefndin hafi samþykkt að senda tillögu að friðun Hressingarhælisins í Kópavogi og Kópavogsbæjarins til mennta- og menningarmálaráðherra til ákvörðunar.

Þá lög fram bókun bæjarráðs frá 16. febrúar 2012 varðandi starfshóp um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Lagðar fram fundargerð 1., 2. og 3. fundar starfshópsins.

Greint frá stöðu mála.

Staðan kynnt.
Skipulagsnefnd fagnar því að verkefnið sé hafið en leggur áherslu á að komið verði í veg fyrir frekari skemmdir.

26.1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kjartans Sigurðssonar f.h. lóðarhafa dags. 19. janúar 2012 þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að fjölga íbúðum við Austurkór 7-13 út 8 í 12; stækka byggingarreit til suðurs og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 19. janúar 2012.

Skipulagsnefnd samþykkti 21. febrúar 2012, með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Austurkórs 3 og 5. Kynningartíma lauk 16. apríl 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

27.1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Júlíusar Sigurjónssonar, lóðarhafa Þorrasala 37, dags. 7. janúar 2012 þar sem óskað er breytinga á skilmálum lóðarinnar hvað varðar hámarkshæð útveggja. Uppdrættir Vilhjálms Hjálmarssonar, arkitekts dags. í mkv. 1:100 dags. í nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkti 17. janúar 2012, með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Þorrasala 4, 6, 8, 10, 35, Þrúðsala 14, 16 og 18. Kynningartíma lauk 26. mars 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

 

 

Tryggvi M. Þórðarson tók sæti á fundinum 17:00

28.1112145 - Arakór 9, breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Arakórs 9 dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir að bílgeymsla í fyrirhuguðu húsi verði í norðaustur hluta hússins sbr. uppdrætti ABS teiknistofu í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 11. nóvember 2011.

Skipulagsnefnd samþykkti 17. janúar 2012, með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Arakórs 6, 7, 8, Auðnukór 10 og Álmakór 17, 19 og 23. Kynningartíma lauk 16. apríl 2012. Athugasemdir bárust frá Anný Berglindi Thorstensen og Halldóri Ásgrími Elvarssyni lóðarhöfum Arakórs 8 sbr. bréf dags. 14. apríl 2012.

Afgreiðslu fresta.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Skipulags- og byggingardeildar.

29.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Hauks Ásgeirssonar, verkfræðings f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar skipulagsnefndar til að gera eftirfarandi breytingar á áður grenndarkynntri tillögu að byggingarnefndarteikningum fyrir Víghólastíg 24. Breyting frá fyrri kynningu felur í sér að þakhalla á sólstofu er breytt; þakskyggni á sólstofu er stækkað og gert er ráð fyrir léttbyggðu hálfopnu skýli yfir heitan pott á suðaustur hluta lóðarinnar við lóðamörk Digrnesheiði 9 og 11.

Skipulagsnefnd samþykkti 21. febrúar 2012, með tilvísan í gr. 44. í skipulagslaga nr. 123/2012 að kynna erindið fyrir lóðarhöfum við Víghólastíg 21, 22 og Digranesheiði 7, 9, 11. Kynningartíma lauk 16. apríl 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 18:30.