Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 28.11.2013, varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni við Löngubrekku 2. Í breytingunni felst að reisa þriggja hæða hús með sex íbúðum alls. Byggingarreitur minnkar úr 276m2 í 248m2. Gert er ráð fyrir breytilegri hæð á þaki. Hæð yfir aðkomuhæð er frá 5,45m til 6,50m. Þak er tvíhalla, mænisstefna samsíða Löngubrekku. Farið er lítillega út fyrir og upp fyrir samþykktan byggingarreit. Nýtingarhlutfall verður 0,68 með kjallara en gildandi skipulag gerði ráð fyrir 0,77 í nýtingarhlutfall með kjallara. Bílastæði á lóð verða 10 í heildina, fimm þeirra við Löngubrekku, fimm við Laufbrekku sbr. uppdráttum dags. 28.11.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum við Löngubrekku 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 11 og 13; Laufbrekku 1, 1a og 3; Lyngbrekku 1, 1a og 2. Kynningu lauk 24.1.2014. Athugasemdir og ábendingar bárust.
Þá lagt fram erindi frá Fagsmíði ehf dags. 24.10.2013
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18.2.2014.