Skipulagsnefnd

1230. fundur 24. september 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1309441 - Skógarlind 1. Kynning.

Kynnt tillaga Kristins Raganarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 20. september 2013, að byggingu sex hæða hótels og íbúðarhótels með verslun, fundarsölum og spa/æfingaraðstöðu á fyrstu hæð. Heildarbyggingarmagn er áætlað um 17.700m2 sbr. uppdráttum dags. 20.9.2013 í mkv. 1:500 og 1:1000.

Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd lítur jákvætt á erindið og óskar eftir því að fylgjast með framvindu þess.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Tillaga.

Greint frá stöðu mála m.a. kynningarfundi sem haldinn var í Hörðuvallaskóla 12. september 2013.

Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavog; Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu, var kynnt frá 9. ágúst til 20. september 2013 í samræmi við 1. mrg. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Lagðar fram athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma.

3.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Greint frá stöðu mála.

4.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Greint frá stöðu mála.

5.1309344 - Kópavogur. Skipulag í þrívídd.

Kynnt nýtt verklag við gerð þrívíddarteikninga af skipulagi Kópavogs með Infraworks.

6.1309178 - Starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Lagðar fram breyttar starfsreglur fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykktar í svæðisskipulagsnefnd 6. september 2013 og í bæjarráði Kópavogs 19. september 2013.

7.1305237 - Urðarhvarf 2, 4, og 8. Breytt aðal- og deiliskipulag.

Lagt fram bréf dags. 20.9.2013 frá Faghús ehf., lóðarhafa Urðarhvarfs 6 þar sem umsókn um breyttu deili- og aðalskipulagi fyrir svæðið er mótmælt.

Lagt fram.

8.1204112 - Álfhólsvegur 111. Nýbygging. Deiliskipulag.

Lagt fram erindi Rúm teiknistofu f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að rífa einbýlishús hús byggt 1945 sem stendur á lóðinni og byggja þriggja hæða hús með fjórum íbúðum í þess stað. Heildarstærð nýbyggingar er 585m2 og nýtingarhlutfall verður 0,59. Bílastæði á lóð verða skv. tillögunni alls 9. Uppdrættir daga. 8.8.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlögð breytingartillaga verði grenndarkynnt.

9.1309324 - Efstaland/Smiðjuvegur. Afmörkun íbúðarlóðar.

Lögð fram tillaga að lóðamörkum íbúðalóðar að Smiðjuvegi/Efstalandi. Stærð lóðar verður 994m2.

Frestað.

10.1309440 - Kópavogstún 10-12. Aukaíbúð.

Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir, vegna aðstæðna á lóð, að gera aukaíbúð á jarðhæð fyrirhugaðs húss á Kópavogstúni 10-12 þannig að heildarfjöldi íbúða verði 29 í stað 28 og bæta við tveimur bílastæðum á lóð sbr. uppdrætti dags. 20.9.2013 í mkv. 1:100 dags.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga hafi ekki grenndaráhrif. Vakin er athygli á því að greiða þarf yfirtökugjöld í samræmi við fjölda íbúða. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

11.1309001 - Bæjarráð - 2698. Fundur haldinn 5.september 2013.

1308005F - Skipulagsnefnd. 27. ágúst. 1229. fundur
Lagt fram. Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Fundargerð vísað til bæjarstjórnar.

1306550 - Melgerði 20-22. Kynning á byggingarleyfi.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1307075 - Perlukór 10, stækkun byggingarreits og bygging bílgeymslu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1308288 - Desjakór 10. Sólskáli.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.
Með vísun til afgreiðslu skipulagsnefndar, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hún afturkalli samþykkt sína frá 11. júní sl.og samþykki að auglýsa að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grænatún 20. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1306829 - Sandskeið. Viðbygging við klúbbhús Svifflugfélags Íslands.
Bæjarráð hafnar erindinu og vísar til bæjarstjórnar. Þrír samþykkja og tveir sátu hjá.

1108100 - Ennishvarf 6, breytt lóðarmörk.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi
Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar bæjarstjóra.

0705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga.
Bæjarráð samþykkir framlagt vinnublað. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

1308075 - Drög að frumvarpi um breytingar á skipulagslögum. Óskað eftir athugasemdum
Lagt fram.

1305239 - Hamraborg 10, Café Dix. Skilti á gangstétt.
Frá Hauki Guðmundssyni hdl., dags. 28. ágúst, varðandi skilti á gangstétt við Hamraborg 10.
Vísað til umhverfissviðs.

12.1210289 - Vallakór 2. Breytt deiliskipulag

Lagt fram að nýju erindi Kristinns Ragnarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa er varðar breytt deiliskipulag Vallakórs 2. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 4-6 hæða íbúðarbyggingu auk kjallara og bílageymslu með 46 íbúðum auk einnar hæðar verslunarbyggingu á suðvesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var sótt um að í stað hennar komi 4 hæða íbúðabygging með 12 íbúðum auk kjallara, heildaríbúðafjöldi verður þá 58, s.br. uppdrætti dags. 5.6.2012 í mkv. 1:1000 og 1:2000. Erindinu var frestað og beindi skipulagsnefndar þeim tilmælum til lóðarhafa að umrædd bygging yrði lækkuð um tvær hæðir miðað við framlagða tillögu og að fjölgun íbúða á reitnum því 6 í stað 12.

Lögð fram ný tillaga þar sem sótt er um að verslunarhúsnæði á einni hæð verði breytt í íbúðarhús á tveimur hæðum auk kjallara með sex íbúðum sbr. uppdráttum dags. 11.9.2013 í mvk. 1:2000 og 1:1000.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1309370 - Lundur 22. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Sótt er um að bæta við einni hæð með 2 íbúðum, alls 286,1m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,67 án kjallara en 0,97 með kjallara. Einnig er sótt um að hafa bílageymslur fyrir 8 bíla í kjallara og fækka bílastæðum á lóð úr 12 í 8. Heildarföldi bílastæða verður 16 eða 2 pr. íbúð sbr. uppdráttum dags. 17.9.2013 í mkv. 1:200.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Guðmunds Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að snúa syðra húsinu (nr. 8, 10 og 12) til vesturs og fá þar bílageymslu undir. Einnig er sótt um að bæta við einni íbúð á norðvesturhorni nyrðra hússins. Heildaríbúðafjöldi verður því 13 í stað 12 og eru 2 bílastæði pr. íbúð. Nýtingarhlutfall án kjallara er 0,66 en með kjallara 1,03. Húsin tvö eru tengd saman með glerskýldri stuttri brú sbr. uppdráttum dags. 18.9.2013 í mkv. 1:200 og 1:500.

Frestað.

15.1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.

Lögð fram tillaga Árna Friðrikssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggja 33,25m2 viðbyggingu á 2. hæð vesturhliðar íbúðarhússins sbr. uppdráttum dags. 2.9.2013 í mvk. 1:200 og 1:500.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Laufbrekku 6, 7, 9, 10, 11 og 13 ásamt Nýbýlavegi 28 og 30.

16.1309366 - Þrymsalir 10. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kjartans Sigurðssonar, ES teiknistofu, f.h. lóðarhafa um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að nýta 46m2 óuppfyllt rými í kjallara. Heildarbyggingarmagn verður 346m2 í stað 300m2 sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 9.7.2013.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Þrymsala 8 og 12, ásamt Þrúðsala 7, 9 og 11.

17.1307349 - Nýbýlavegur 20. Viðbygging.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju breytingartillaga Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að húsið við Nýbýlavegi 20 stækkar um 157,4m2 til norðurs. Stækkunin verður 3,96m x 20m að grunnfleti og á tveimur hæðum sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 dags. 14.7.2013. Á fundi skipulagnefndar 23. júlí 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Nýbýlaveg 18 og 22. Kynningu lauk 29. ágúst 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

18.1307382 - Hafraþing 1-3. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Björgvins Snæbjörnssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Hafraþing 1-3. Í breytingunni felst að byggt verði parhús á einni hæð í stað tveggja. Farið er út fyrir byggingarreit sem nemur 59,5m2 á Hafraþingi 1 en 21,5m2 á Hafraþingi 3. Heildarbyggingarmagn Hafraþings 1 verður 206m2 og Hafraþing 3 verður 178m2 sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 23.7.2013 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Hafraþing 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12 ásamt Gulaþingi 4a, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 16. september 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1309002 - Bæjarstjórn - 1081. Fundur haldinn 10. september 2013.

1309001F - Bæjarráð, 5. september, 2698. fundur
Lagt fram.

1306550 - Melgerði 20-22. Kynning á byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1307075 - Perlukór 10, stækkun byggingarreits og bygging bílgeymslu.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1308288 - Desjakór 10. Sólskáli.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.
Með vísun til afgreiðslu skipulagsnefndar, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hún afturkalli samþykkt sína frá 11. júní sl.og samþykki að auglýsa að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grænatún 20. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að afturkalla samþykkt sína frá 11. júní 2013 er varðar breytt deiliskipulag fyrir Grænatún 20 og jafnframt samþykkir bæjarstjórn með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grænatún 20, sbr. uppdrátt í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum, dags. 27. maí 2013.

1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 7 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

1306829 - Sandskeið. Viðbygging við klúbbhús Svifflugfélags Íslands.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar, hafnar erindinu og vísar því til bæjarstjórnar. Þrír samþykkja og tveir sátu hjá.

Hlé var gert á fundi kl. 19.57. Fundi var fram haldið kl. 20.03.

Bæjarstjórn staðfestir höfnun skipulagsnefndar varðandi stækkun á klúbbhúsi Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Bæjarstjórn hafnar afgreiðslu skipulagsnefndar um að félaginu sé gefin heimild til að flytja þrjár færanlegar kennslustofur á athafnasvæði félagsins áður en deiliskipulag af svæðinu liggur fyrir. Atkvæði féllu þannig að sex bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn staðfestingu á afgreiðslu skipulagsnefndar en fjórir greiddu atkvæði með því að staðfesta afgreiðslu skipulagsnefndar. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1108100 - Ennishvarf 6, breytt lóðarmörk.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

0705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga
Bæjarráð samþykkir framlagt vinnublað. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir minnisblaðið með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:30.