Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Péturs Björnssonar, arkitekts, dags. 26.4.2014 f.h. lóðarhafa að breytingum að Sunnubraut 30. Á fundi skipulagsnefndar 20.5.2014 var málinu frestað og óskað eftir frekari gögnum frá hönnuði. Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús byggt úr timbri 1939, 102,0 m2 að flatarmáli ásamt bílskúr byggður úr holsteini 1966 verði rifin og þess í stað reist tveggja hæða parhús. Heildarbyggingarmagn eftir breytingu verður 385,2m2 eða 192,6m2 pr. einingu. Nýtingarhlutfall verður 0,49 eftir breytingu. Mænishæð fyrirhugaðrar nýbyggingar verður sú sama og er á núverandi íbúðarhúsi sbr. uppdráttum dags. 16.7.2014. Á fundi skipulagsnefndar 28.7.2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum 25, 26, 27, 28, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, Þinghólsbrautar 25, 27, 29, 31. Kynningu lauk 10.9.2014. Athugasemdir bárust á kynningartíma frá Kristjáni Orra Helgasyni og Ingibjörgu Jónu Guðmundsdóttur, Sunnubraut 35, dags. 28.8.2014; frá Guðjóni Ingjólfssyni og Huldu Jónsdóttur, Sunnubraut 31 dags. 9.9.2014; frá Ormari Skeggjasyni, Sunnubraut 32, dags. 9.9.2014; frá Guðrúnu Andrésdóttur, Sunnubraut 28, dags. 9.9.2014; frá Sigríði Ingvarsdóttur, Sunnubraut 32, dags. 9.9.2014.