Skipulagsnefnd

1221. fundur 15. janúar 2013 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Hreggviður Norðdahl aðalfulltrúi
  • Einar Ingvarsson aðalfulltrúi
  • Magnús Þór Bjarnason varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval
Dagskrá

1.1301184 - Bergsmári 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga Andrésar Narfa Andréssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er 25,2m2 viðbygging á suðurhlið hússins, 4,2m x 6m að stærð. Byggingarreitur færist um 0,8m til suðurs miðað við samþykkta skilmála sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500, dags. 23.október 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Bergsmára 8 og 12 auk Bollasmára 5, 7 og 9.

2.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til fundar með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum þar sem kynnt verður tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn skv. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr 123/2010.
Aðalskipulagið er skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna bæjaryfirvalda um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar til ársins 2024.
Fundurinn verður haldinn í samkomusal Hörðuvallaskóla við Baugakór 38, fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 17:00 til 18:30.
Einnig lagt fram bréf dags. 4. janúar 2013 frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) varðandi erindi skipulagsstjóra um kynningu á tillögu að aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024.

3.1301183 - Vatnsendahlíð. Drög að breyttu deiliskipulagi.

Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 15. janúar 2013 um drög að breyttu deiliskipulag fyrir Vatnsendahlíð. Í breytingunni felst í stuttu máli breyting á fjölbýlishúsabyggðinni við Vallaþing sem er suðvestan við götuna Leiðarenda þar sem byggð er þétt og breyting á fjölbýlishúsabyggðinni við Stapaþing og á kolli deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið við Króka-, Kópa,- Kvistaþing þar sem dregið er úr þéttleika byggðar.

Lagt fram. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingadeild að fullklára tillöguna.

4.1301166 - Seljahverfi-stígar

Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar dags. 26. nóvember 2012 að stígtengingum á nokkrum stöðum í Seljahverfi við nýjan göngustíg sem liggur á sveitarfélagsmörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Gert er ráð fyrir 2-3 metra breiðum stígum að jafnaði. Almennt er gert ráð fyrir að þeir verði lýstir upp sbr. uppdrætti dags. 15.11.2012 í mkv. 1:4000.

Skipulagsnefnd tekur undir hugmyndir Reykjavíkurborgar um sameiningu göngustíga á mörkum sveitarfélaganna.

5.1210144 - Dalaþing 3 - breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalaþing 3. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar sem samsvarar núverandi reit samþykktrar bílageymslu og verður 9.5m x 22m að stærð. Byggingarreitur stækkar til suðvesturs um 6m. Hámarksgrunnflötur húss með bílageymslu verður 185m2. Heildarstærð húss verður 350m2. Hámarksgrunnflötur hesthúss verður 68m2 og byggingarreitur er óbreyttur. Gólfkóti hesthúss lækkar um 0,4m og nýting verður í risi. Nýtingahlutfall lóðar hækkar úr 0,17 í 0,38 sbr. teikningum dags. 23. september 2012 í mkv. 1:500 og 1:2000. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna erindið fyrir lóðahöfum Frostaþings 1, 2, 2a, Dalaþings 2, 4, 5. Kynningu lauk 14. desember 2012. Athugasemd barst frá Jóhanni Þór Jóhannssyni og Helenu Sigurðardóttur, Dalaþingi 1. Lagt fram að nýju ásamt og umsögn skipulags- og byggingarsviðs um framkomna athugasemd dags. 15. janúar 2013.

Skipulagsnefnd tekur undir umsögn skipulags- og byggingadeildar um framkomnar athugasemdar og hafnar því tillögunni. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

6.911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.

Á fundi skipulagsnefndar 18. desember 2012 var samþykkt að fela skipulagsstjóra að vinna umsögn þar sem kannað verði nánar hvort framkvæmdir við svalir og kalda geymslu séu í samræmi við landnotkun, byggðarmynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og hvort framkvæmdirnar hafi áhrif á nýtingarmöguleika nágrannalóða svo sem vegna hljóðvistar, skuggavarps eða útsýnisskerðingar. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2013.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu ásamt umsögn skipulagsstjóra. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

7.1211244 - Grænatún 20, umsókn um byggingarleyfi.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Sótt er um leyfi til þess að hækka núverandi hús um eina hæð og hafa þrjár íbúðir í húsinu í stað tveggja. Einnig sótt um leyfi til að byggja bílskúr og geymslur á lóð sbr. uppdráttum dags. 12.11.2012 í mkv. 1:100. Þá lögð fram greinargerð um ástand hússins og götumyndar. Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúni 16, 18, 22, 24; Álfatúni 1, 3: Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 15. janúar 2013. Athugasemd barst frá dags. 10. jan. 2013, mótt. 15. jan.2013

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að taka sama umsögn um framkomna athugasemd.

8.1205195 - Þorrasalir 29, einbýli á einni hæð.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi ES teiknistofu f.h. lóðarhafa að Þorrasölum 29. Á fundi skipulagsnefndar 16.5.2012 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 27, 31, Þrúðsala 10, 12 og 14. Þá lögð fram kynningargögn með áritun ofangreindra lóðarhafa, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Í kjölfar mótmæla íbúa í hverfinu var haldinn samráðsfundur þann 25. október 2012 á skipulags- og byggingardeild. Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var lögð fram breytt tillaga þar sem húsið er 180m2 að stærð og stallast í hæð. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þorrasala 2-10 og 21-37 og Þrúðsala 10, 12 og 14. Kynningu lauk 15. janúar 2013. Athugasemd barst frá Gísla Þrastarsyni, Þorrasölum 2; Ingu Jónu Ingimundardóttur, Þorrasölum 4; Lárusi Yngvasyni, Þorrasölum 6; Ævari Valgeirssyni, Þorrasölum 10; Jóni Hákon Hjaltalín, Þorrasölum 23; Ragnheiði Þorkelsdóttur, Þorrasölum 35; Júlíusi Sigurjónssyni, Þorrasölum 37 dags. 14. janúar 2013.

Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingardeild að taka sama umsögn um framkomna athugasemd.

9.1210549 - Hlíðarvegur 29 - breytt notkun húsnæðis

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Kjartans Rafnssonar f.h. lóðarhafa varðandi breytta notkun á Hlíðarvegi 29. Í breytingunni felst að á 1. hæð verða þrjár íbúðir í stað tveggja atvinnueininga. Á austurhlið bætast við fjórir gluggar og hurð til vesturs breytist í glugga á íbúð 0102. Á vesturhlið, íbúð 0103, eru tveir gluggar stækkaðir. Ellefu bílastæði eru á lóð s.br. uppdráttum dags. 15.10.2012. í mkv. 1:100 og 1:500. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum að Hlíðarvegi 26, 27, 28, 29a, 30 og 31 Hrauntungu 10, 42 og Grænutungu 8. Kynningu lauk 14. janúar 2013. Athugasemd barst frá Þóri Þórissyni, Hrauntungu 40; Baldvin Björgvinssyni og Sigurveig H. Þórhallsdóttur, Hrauntungu 42; Ástríði H. Sigurðardóttur og Eiríki Ólafssyni, Grænutungu 8.

Frestað. Skipulagsdeild falið að vinna umsögn um framkomnar athugasemdir.

10.1212003 - Bæjarráð - 2665, fundur haldinn 6.12.2012.

1211026F - Skipulagsnefnd, 4. desember, 1219. fundur.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til bæjarstjórnar.

1211280 - Örvasalir 14. Deiliskipulag.
Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

1210263 - Þorrasalir 17 - breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu dags. 4. desember ásamt umsögn og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

11.1210574 - Austurkór 98. Breytt deiliskipulag

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Stefáns Hallssonar f.h. lóðarhafa Austurkórs 98 að breyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar og byggð verði bílageymsla fyrir tvo bíla, 8,8m x 6m að stærð. Fyrirkomulag bílastæða á lóð breytist sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. í okt. 2012. Á fundi skipulagsnefndar 20. nóvember 2012 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Austurkórs 100, 151, 165, 167 og 185. Kynningu lauk 14. janúar 2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

12.1209463 - Austurkór 3, deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta f.h. lóðarhafa varðandi breytt deiliskipulag fyrir sambýli við Austurkór 3. Í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir 8 íbúðum en lagt er til að skipta lóðinni upp í tvær lóðir og gert ráð fyrir 6 íbúðum á annari lóðinni en 4 íbúðum á hinni sbr. uppdráttum dags. 20. september 2012 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2012 var samþykkt með vísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Austurkórs 5, 7, 9, 11 og 13. Kynningu lauk 27. desember 2012. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til staðfestingar.

13.1211218 - Skipulagsstofnun. Tilkynning varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum 2

Lagður fram yfirfarinn og leiðréttur listi frá Skipulagsstofnun yfir deiliskipulagsbreytingar sem sendar voru Skipulagsstofnun árið 2011 og fram í miðjan október 2012. Allar breytingar sem um ræðir eru innan tilskilins 90 daga tímaramma og eru því í gildi.

Lagt fram.

14.910430 - Skipulag vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögð fram eftirfarandi gögn: Umsögn fagráðs svæðisskipulagsnefndar dags. 19. desember 2012; Minnisblað frá Verkfræðistofunni Vatnaskil um áhrif aukinnar vinnslu í Vatnsendakrika dags, 21. desember 2012; Uppkast að endurskoðun á skipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu dags. í desember 2012.

Lagt fram.

ath. einnig mál nr. 1102649

15.1301002 - Bæjarstjórn - 1069, fundur haldinn 8.1.2013.

1212017F - Bæjarráð, 20. desember, 2667. fundur.

0911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd hafnaði að taka málið upp að nýju varðandi byggingu bílskúrs, og vísaði afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar einróma að taka málið upp að nýju.

1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnar að taka málið upp að nýju og vísaði því til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar einróma að taka málið upp að nýju.

1206159 - Selbrekka 8 - umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á grundvelli innsendra athugasemda frá íbúum að Álfhólsvegi 91 og 93. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn hafnar erindinu með níu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

16.1212017 - Bæjarráð - 2667, fundur haldinn 20.12.2012.

1212009F - Skipulagsnefnd, 18. desember, 1220. fundur
Lagt fram. Skipulagsstjóri sat fundinn við afgreiðslu á fundargerð skipulagsnefndar.

0911897 - Langabrekka 5, umsókn um byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd hafnaði að taka málið upp að nýju varðandi byggingu bílskúrs, og vísar afgreiðslu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1011337 - Ennishvarf 9, breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd hafnar að taka málið upp að nýju og vísar því til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1206159 - Selbrekka 8 - breyting á deiliskipulagi
Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli innsendra athugasemda frá íbúum að Álfhólsvegi 91 og 93. Skipulagsnefnd vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1212013 - Bæjarstjórn - 1068, fundur haldinn 18.12.2012.

1211280 - Örvasalir 14. Deiliskipulag.
Með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 telur skipulagsnefnd að umrædd tillaga hafi ekki grenndaráhrif og samþykkir því erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

1210263 - Þorrasalir 17 - breytt deiliskipulag
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða breytingartillögu dags. 4. desember ásamt umsögn og vísar henni til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum en einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Fundi slitið - kl. 18:30.