Skipulagsnefnd

1183. fundur 19. október 2010 kl. 16:40 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson
Dagskrá

1.1010191 - Þorrasalir 1 - 15, breytt deiliskipulag.

Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 var fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum. Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. október 2010, að breyttu deiliskipulagi Þorrasala 1 - 15. Í tillögunni er gert ráð fyrir breytingu á lóðunum að Þorrasölum 5-7, 9-11 og 13-15 sem felst í því að íbúðum fækkar og dregið er úr hæð byggingarreita. Að Þorrasölum 5-7 fækkar íbúðum um 12 og verða 23. Að Þorrasölum 9-11 fækkar íbúðum um 12 og verða 23 og að Þorrasölum 13-15 fækkar íbúðum um 11 og verða 27. Að Þorrasölum 5-15 verða 12 íbúðir undir 80 m² í hverju húsi. Kvöð er sett um trjágróður á bæjarlandi og krafa gerð um samráð um götur á lóðarmörkum. Byggingarreitir breytast. Að Þorrasölum 5-7, 9-11 og 13-15 fækkar bílastæðum úr 162 stæðum í 110 stæði. Fallið verður frá kröfu um niðurgrafnar bílageymslur á lóðunum við Þorrasali 9-11 og 13-15 en í stað þeirra komi stakstæðar bílageymslur. Niðurgrafnar bílageymslur verða við Þorrasali 5-7 fyrir 14 bíla og stakstæðar bílageymslur. Ekki er gerð krafa um að stakstæðar bílageymslur rísi á byggingartíma fjölbýlishúsanna.
Eftir breytingu verða 105 íbúðir í fjölbýli á 3-4 hæðum innan deiliskipulagssvæðisins. Heildarfjöldi bílastæða á skipulagssvæðinu er áætlaður 176 stæði. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 65 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 315 íbúum á ha miðað við 3 íbúa í íbúð. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka lóðir er um 0.9.
Að Þorrasölum 1-3 eru ekki áætlaðar breytingar á landnotkun eða nýtingu en kvöð er gerð um trjágróður á bæjarlandi og krafa gerð um samráð um götur á lóðarmörkum.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur dags. 19. okt. ´10

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

2.1009018 - Bæjarráð-2563, 23. september 2010. Bæjarstjórn 28. september 2010.

Skipulagsnefnd 21. september 2010.

0801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði.

Bæjarráð hafnar erindinu.

1006448 - Grundarsmári 16.

Bæjarráð samþykkir erindið.

1006494 - Kópavogsbær - Kópavogshæli.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

1008188 - Grenndarkynningar, verklag.

Bæjarráð samþykkir tillögur skipulagsnefndar.

 

Bæjarstjórn 28. september 2010.

0801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

1007018 - Breiðahvarf 6, hesthús.

Bæjarstjórn hafnar erindinu.

0910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi götureitsins.

3.1010239 - Helgubraut 8, kvistir

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 18. október 2010. Erindið varðar ósk lóðarhafa nr. 8 við Helgubraut um byggingu tveggja kvista á norðurhlið hússins. Byggingarár hússins er 1945.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 10. okt.´10 í mkv. 1:100

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erendið til kynningar skv. 7. mgr. 43. gr. skipualgs- og byggignarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Helgubrautar nr. 6, 10, 11, 13, 15 og 17.

4.1010209 - Fífuhvammur 25, viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 er lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. október 2010 varðandi nr. 25 við Fífuhvamm. Erindið varðar umsókn lóðarhafa um að stækka íbúð á annari hæð hússins út á
bílageymslu u.þ.b. 51 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 1. okt.10 í mkv. 1:100

Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfissviðs.

5.1009310 - Víghólastígur 21, smáhýsi á lóð.

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. september 2010. Erindið varðar umsókn lóðarhafa nr. 21 við Víghólastíg um að byggja tvö smáhýsi á lóðinni og að breyta innréttingu bílageymslu í hreinlætisaðstöðu, eldhús og sal.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 17. september 2010 í mkv. 1:100

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Víghólastíg15, 15a, 16, 17, 18, 19, 20, 22, 24. Bjarnhólastíg 20, 22, 24.

6.1010027 - Smiðjuvegur 11, stækkun lóðar.

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi KJ. Hönnun fh. lóðarhafa nr. 11 við Smiðjuveg dags. 1. október 2010. Erindið varðar ósk um aðgang að landi norðan lóðar, þ.e. 6 metra að breitt og um 120 metra lagt. Tilgangur með breytingunni er að bæta aðgengi á bifreiðum um lóðina.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 29. sept.´10 í mkv. 1:500. Ennfremur lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 14.10.2010.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem umrædd lóðarstækkun gengur inn á trjásafn í útivistarsvæði Fossvogsdals og vísar erindinu afgreiðslu bæjarráðs.

7.1009309 - Álfhólsvegur 32, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi Kollgátu arkitekta fh. lóðarhafa nr. 32 við Álfhólsveg. Í erindinu felst ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Íbúðir verði 15 í stað 13. tvær íbúðir verði í kjallara ásamt geymslum fyrir allar íbúðir. Bílastæði verð 13 í opnum kjallara, 9 við Meltröð, 2 í bílageymslu og 4 á þaki bílageymslu. Alls 28 bílastæði, sem uppfylla þarfir byggingarreglugerðar, þar sem 3 íbúðir yrðu undir 80 m². Skv. skipulagsskilmálum er gert ráð fyrir 26 bílastæðum í kjallara og 6 á lóð. Nýtingarhlutfall yrði 1.15 í stað 1.2.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 10. ág.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.
Ennfremur lagt fram minnisblað sviðsstjóra dags. 14. 10.2010.

Frestað. Skipulags- og umhverfissviði falið að ræða við lóðarhafa á grundvelli ofangreinds minnisblaðs.

8.1010094 - Olís, fjölorkustöðvar

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi Olíuverslunar Íslands hf. dags. 6. október 2010. Erindið varðar ábendingu Olís um að félagið hafi á stefnuskrá sinni að gera í framtíðinni stærstu þjónustustöðvars sínar að ""fjölorkustöðvum."" Meðfylgjandi erindi Olís er afrit bréfs til Sorpu dags. 5. október 2010, þar sem óskað er eftir viðræðum við Sorpu um m.a. kaup á metani fyrir bifreiðar.

Lagt fram til kynningar.

9.1008238 - Metanorka. Ósk um aðstöðu fyrir afgreiðslustöð.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Metanorku ehf. dags. 30. ágúst 2010. Erindið var á dagskrá bæjarráðs 2. september 2010 og var vísað til sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs til umsagnar. Erindið varðar ósk um staðsetningu lóðar vegna afgreiðslustöðvar fyrir metan og aðra umhverfisvæna orku.
Sviðsstjóri skýrði málið og gerði grein fyrir frekari upplýsingum frá Metanorku ehf. Skipulagsnefnd lítur jákvætt á erindið. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn sviðsstjóra á næsta fundi nefndarinnar varðandi mögulega staðsetningar fyrir afgreiðslustöð.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra.

Skipulagsnefnd samþykkir að Skipulags- og umhverfissvið vinni áfram að því að finna staðsetningu slíkrar aðstöðu stað.

10.1010193 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 er fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. október 2010, að breyttu deiliskipulagi Rjúpnahæð vesturhluti.
Í tillögunni felst að íbúðum fjölgar um 30 og verða eftir breytingu 162 innan deiliskipulagssvæðisins. Stærstur hluti fyrirhugaðrar byggðar verður í sérbýli. Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli, 22 íbúðum í parhúsum, 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Þéttleiki deiliskipulagssvæðisins samsvarar um 11 íbúðum að meðaltali á hvern ha eða um 30 íbúum á ha miðað við 3 íbúa í íbúð. Samanlagt flatarmál þess svæðis sem fer undir lóðir er um 8 ha. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5. Byggingarreitir breytast. Húsanúmer breytast. Lóðin Austurkór 44 áður Austkór 38 færist til austurs inná bæjarland. Lóðin að Austurkór 79 stækkar og færast lóðarmörk til suðurs um 6 metra.
Meðfylgjandi: Deiliskipulagsuppdráttur dags. 19. okt.´10

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

11.1010192 - Rjúpnahæð vesturhluti, breytt aðalskipulag.

Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 er fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 er lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. október 2010, að breyttu aðalskipulagi vegna Rjúpnahæð vesturhluti.
Breytingin nær til vesturhluta Rjúpnahæðar sem er um 16 ha að stærð. Í tillögunni felst að íbúðum er fjölgað á svæðinu úr 132 íbúðum í liðlega 162 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Þéttleiki byggðarinnar eykst úr 9 íbúðum á ha í ca 11. Íbúum fjölgar á svæðinu og verða á svæðinu fullbyggðu um 500 miðað við 3 í íbúð.
Skipulagssvæðið afmarkast af lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar í suður, opnu svæði sem liggur að lögsögumörkum Kópavogs og Garðabæjar í vestur, skógræktarsvæði í Smalaholti og Rjúpnahæð í norður og opnu svæði meðfram fyrirhugaðri byggð við Austurkór og Auðnukór í austur.
Reiknað er með um 55 íbúðum í einbýli; 22 íbúðum í parhúsum; 66 íbúðum í tveggja og þriggja hæða fjölbýlishúsum og 19 íbúðum í raðhúsum. Nýtingarhlutfall fyrir einstaka landnotkunarreiti er sem hér segir til viðmiðunar: Fyrir fjölbýlishús 0,5 til 0,8; fyrir parhús að meðaltali 0,4, fyrir einbýlishús að meðaltali 0,3 og fyrir raðhús 0,5.
Tillagan er í samræmi við breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem staðfest var af umhverfisráðherra 23. nóvember 2006.
Meðfylgjandi: Aðalskipulagsuppdráttur dags. 19. okt.´10.

Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.

12.909486 - Embættisafgreiðslur skipulagsstjóra.

Á fundi skipulagsnefndar 13. október 2009 er lagt fram erindi sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs dags. 8. október 2009 og varðar embættisafgreiðslur skipulagsstjóra Kópavogs.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Á fundi bæjarstjórnar 10. nóvember 2009 er samþykkt breytt verklag skipulags- og umhverfissviðs, sem varðar embættisafgreiðslur skipulagsstjóra. Samþykktin er í 6 greinum.
Auglýsing um samþykkt bæjarstjórnar er birt í B - deild Stjórnartíðinda 23. nóvember 2009.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var gerð grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir samþykktum fyrir embættisafgreiðslum skipulagsstjóra.

13.1009292 - Kópavogur, eignarhald lands.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var samþykkt erindi:
Skipulagsnefnd óskar eftir uppdrætti af Kópavogi sem sýnir eignarhald lands eftir því hvort um er að ræða:
a) Kópavogsbæ.
b) Íslenska ríkið.
c) Aðrir einstaklinga eða lögaðila.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagður fram uppdráttur dags. 19. október 2010, sem sýnir eignarhald lands.

Sviðsstjóri skýrði uppdráttinn.

14.1009291 - Kópavogur, deiliskipulag í gildi.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var samþykkt erindi: Skipulagsnefnd óskar eftir uppdrætti af Kópavogi sem sýnir svæði þar sem deiliskipulag er þegar í gildi.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt uppdrætti dags. 19. október 2010, sem sýnir svæði þar sem deiliskipulag er þegar í gildi.

Sviðsstjóri skýrði uppdráttinn.

15.1009275 - Kópavogur, deiliskipulag. Eignarhald og fl.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var samþykkt erindi:
Skipulagsnefnd óskar eftir lögfræðiáliti frá lögfræðingi Skipulags- og umhverfissviðs þar sem réttur Kópavogsbæjar til gerðar deiliskipulags er skilgreindur. Sérstaklega verði farið yfir hvaða áhrif:
a) Eignarhald lands.
b) Fyrirliggjandi deiliskipulag hefur á þann rétt og hugsanlega skaðabótaskyldu Kópavogsbæjar.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt áliti lögfræðings Skipulags- og umhverfissviðs dags. 19. október 2010.

Lögfræðingur Skipulags- og umhverfissviðs kynnti álitið og svaraði fyrirspurnum.

16.1008156 - Kópavogsbraut 115, bensínstöð Atlantsolíu.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 14. september 2010. Erindið varðar rekstur bensínstöðvar Atlantsolíu á lóðinni nr. 115 við Kópavogsbraut.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu lóðar gagnvart skipulagi og greindi frá því að erindi hafi borist frá rekstraraðila dags. 14. september 2010, þar sem óskað er eftir því að aðalskipulagi verði breytt til samræmis við starfsemi á lóðinni. Á gildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir bensínstöð á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að halda fund með hagsmunaaðilum í næsta nágrenni við Kópavogsbraut 115, til að kanna viðhorf þeirra til umræddrar breytinga á skipulagi lóðarinnar.
Einnig verði Heilbrigðiseftirliti svæðisins gerð grein fyrir afstöðu skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný. Fundur var haldinn með hagsmunaaðilum í nágrenni 14. október 2010.

Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi með hagsmunaaðilum.

Frestað. Í samræmi við 139. gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998 óskar skipulagsnefnd eftir að lóðarhafi leggi fram áhættumat fyrir rekstur bensínstöðvar á umræddri lóð vegna nálægðar við íbúðabyggð. 

17.1006315 - Björtusalir 17, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa vegna nr. 17 við Björtusali dags. 21. júní 2010. Erindið varðar leyfi til að þegar reist 5,3 m² útigeymsla fái að standa á suður hluta lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. júní ´10 í mkv. 1:100
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu samk. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til allra lóðarhafa Björtusala.
Kynning fór fram 1. til 30. september 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

18.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Járn og blikk ehf. dags. 24. mars 2010, lóðarhafa nr. 26 við Vesturvör. Erindið varðar ósk um afnot af landi norðan lóðarinnar til skamms tíma.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir umsögn Framkvæmda- og tæknisvið.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 5. júlí 2010.
Frestað, skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að skoða mögulega útfærslu, til þess að geta orðið við erindinu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi frá Járn og blikk dags. 22. júlí 2010 er varðar öryggi lagna í jörðu, lagningu göngustígs og kostnað.
Frestað. Greint frá stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að útfærslu dags. 19. október 2010 og drögum að samningi dags. 15. október 2010 um afnot af landi norðan lóðarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að útfærslu og drögum að samningi um tímabundin afnot af landi norðan Vesturvara 26. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tímabundin afnot af landi verði kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þ.e Vesturvör nr. 24 og 28 í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997

19.1007143 - Hjallabrekka 16, viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 12. júlí 2010 varðandi nr. 16 til Hjallabrekku. Erindið varðar leyfi til byggingar 28 m² geymslu vestan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 23. júní ´10 í mkv. 1:500 og 1:100

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Hjallabrekku 12, 13, 14, 15, 17, 18, 19. Lyngbrekku 5, 7, 9.
Kynning fór fram 9. september til 11. október 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.

Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.

20.1008101 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 er lagt fram erindi lóðarhafa nr. 16 við Akurhvarf dags. 12. ágúst 2010. Erindið varðar leyfi til byggingar 15,8 m² laufskála norðan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 29. júl.´10 í mkv. 1:100 og 1:500.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu samk. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Akurhvarfs 1, 14. Álfkonuhvarfs 19, 21.
Kynning fór fram 7. september til 7. október 2010. Engar athugasermdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

21.1006139 - Laufbrekka 13, einbýli í tvíbýli.

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 25. maí 2010. Erindið varðar ósk um leyfi til að breyta einbýli í tvíbýli með bílskúr nr. 13 við Laufbrekku.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 18. maí 2010 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, til lóðarhafa Laufbrekku. Löngubrekku 10, 12, 14, 16. Enda liggi fyrir samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
Kynning fór fram 10. ágúst til 7. september 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 19. október 2010.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu, samþykkir umsögn dags. 19. október 2010 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarnefndar.

Fundi slitið - kl. 18:30.