Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Púkk arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 19.3.2015 að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Á fundi skipulagsnefndar 23.3.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 11, 13, 15, 17, 18, 19, 21, 23, 64, 66, 68 og 70 ásamt lóðarhöfum Dalaþings 30. Kynningu lauk 12. maí 2015. Athugasemd barst frá Eiríki Braga Jensson og Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Dalaþingi 18. dags. 12.5.2015.