Skipulagsnefnd

1259. fundur 18. maí 2015 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurbjörn T Vilhjálmsson varafulltrúi
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Þóra Jóhannesdóttir Kjarval starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Þóra Kjarval arkitekt
Dagskrá
Sigurbjörn T. Vilhjálmsson sat fundinn í stað Kristinns Dags Gissurarsonar.

1.1504026 - Bæjarráð - 2774. Fundur haldinn 7. maí 2015.

1504011F - Skipulagsnefnd, dags. 4. maí 2015.

1258. fundur skipulagsnefndar í 25. liðum.
Lagt fram.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Skipulagnefnd samþykkti framlagða skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Auðbrekku. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409123 - Ásbraut 1 og 1a. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1504032 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu þar sem framlögð tillaga samræmist ekki Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1503332 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1504560 - Funahvarf 3/Breiðahvarf 4. Heiti á nýrri götu.

Skipulagsnefnd samþykkti að heiti á nýrri götu verði Faldarhvarf. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu, ásamt umsögn, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 með áorðnum breytingum.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1501299 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag. Skipulagsnefnd samþykkti umsögn skipulags- og byggingardeildar þar sem komið er til móts við innsendar athugasasemdir og samþykkti því hækkun um eina hæð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1504561 - Vegtenging milli Vatnsendavegar og Kórsins. Heiti á nýrri götu.

Skipulagsnefnd samþykkti að heiti götunnar verði Kórinn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1412507 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða áætlun. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Þverbrekka 8, verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1504027 - Bæjarstjórn - 1116. Fundur haldinn 12. maí 2015.

1411143 - Auðbrekka þróunarsvæði.

Skipulagnefnd samþykkti framlagða skipulagslýsingu fyrir þróunarsvæði Auðbrekku. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1409123 - Ásbraut 1 og 1a. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1504032 - Borgarholtsbraut 48. Kynning á byggingarleyfi.

Skipulagsnefnd hafnaði erindinu þar sem framlögð tillaga samræmist ekki Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1503332 - Fróðaþing 44. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1504560 - Funahvarf 3/Breiðahvarf 4. Heiti á nýrri götu.

Skipulagsnefnd samþykkti að heiti á nýrri götu verði Faldarhvarf. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sex atkvæðum gegn einu.

1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.
Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1409240 - Hlíðarvegur 57. Kynning á byggingarleyfi. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu, ásamt umsögn, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1405260 - Sunnubraut 30. Kynning á byggingarleyfi.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu á grundvelli innsendra athugasemda. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu atkvæðum og hafnar erindinu.

1501299 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1311250 - Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 með áorðnum breytingum. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins ásamt umhverfisskýrslu á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006.

1501561 - Urðarhvarf 4. Breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar tillögunni þar sem óskað var eftir hækkun um tvær hæðir. Skipulagsnefnd samþykkti umsögn skipulags- og byggingardeildar þar sem komið er til móts við innsendar athugasasemdir og samþykkti því hækkun um eina hæð. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu, en samþykkir hækkun um eina hæð.

1504561 - Vegtenging milli Vatnsendavegar og Kórsins. Heiti á nýrri götu.

Skipulagsnefnd samþykkir að heiti götunnar verði Kórinn. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum.

1412507 - Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða áætlun. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Þverbrekka 8, verði kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1312123 - Hverfisskipulag

Greint frá stöðu mála.
Íbúafundur vegna hverfisáætlunar Fífuhvamms verður haldinn fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00 í Salaskóla.

4.1505137 - Hverfisskipulag Reykjavíkur

Frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur:
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa Reykjavíkur að skipulags- og matslýsingu fyrir Árbæ, hverfi 7.4-Norðlingaholt dags. 16.3.2015 sbr. bréf dags. 30.4. 2015.

Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa Reykjavíkur að skipulags- og matslýsingu fyrir Breiðholt, hverfi 6.1. Neðra Breiðholt, dags. 25.3.2015, sbr. bréf dags. 12.5.2015.
Lagt fram.

5.812106 - Þríhnúkar / Þríhnúkagígur

Lagt fram minnisblað VSÓ dags. í maí 2015 þar sem greint er frá stöðu mála. Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri hjá VSÓ mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu.
Hlé var gert á fundi kl. 18:44.

Fundi var framhaldið kl. 18:45.

Skipulagsnefnd samþykkti að unnin verði drög að skipulagslýsing fyrir deiliskipulag við Þríhnúkagíg sem verði lögð fyrir fund skipulagsnefndar.

6.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Kynning frá arkitektastofunni Ark Studio á uppbyggingu á suðursvæði Smáralindar "Smárabyggð: Miðborg með iðandi mannlíf - alltaf.

Greint frá stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

7.1502354 - Fífuhvammur 25. Kynning á byggingarleyfi.

Lögð fram að nýju tillaga Verkfræðistofunnar Hamraborg, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að reisa 56,8m2 viðbyggingu ofan á þegar byggðan bílskúr við Fífuhvamm 25. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var málinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Frestað. Við úrvinnslu málsins kom í ljós að misræmi er á milli samþykkts mæliblaðs og samþykktra byggingarnefndarteikninga hvað varðar fjarlægð bílskúrs frá lóðamörkum Fífuhvamms 25 og 27. Ekki verður unnt að ljúka afgreiðslu málsins fyrr en umrædd gögn hafa verið yfirfarin.

8.1505138 - Aflakór 8. Breytt deiliskipulag

Lögð fram tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 6.5.2015 að breyttu deiliskipulagi Aflakórs 8. Í breytingunni felst að þegar byggðu einbýlishúsi verði breytt í tvíbýli. Þannig verði 85m2 séríbúð á jarðhæð með inngangi á suðurhlið. Einu bílastæði verður bætt við á lóð og verður heildarfjöldi fjögur sbr. uppdrætti dags. 6.5.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Aflakórs 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 20, 21 og 23.

9.1505134 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi KRark, f.h. lóðarhafa dags. 28.4.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 64. Í breytingunni felst að útbygging til vesturs á nyrðra parhúsinu færist frá norðurhlið þess inn að miðju hússins sbr. uppdráttum dags. 16.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1503554 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Púkk arkitekta f.h. lóðarhafa dags. 19.3.2015 að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Á fundi skipulagsnefndar 23.3.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 11, 13, 15, 17, 18, 19, 21, 23, 64, 66, 68 og 70 ásamt lóðarhöfum Dalaþings 30. Kynningu lauk 12. maí 2015. Athugasemd barst frá Eiríki Braga Jensson og Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Dalaþingi 18. dags. 12.5.2015.
Frestað. Vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

11.1411101 - Bakkabraut 3, 5 og 7. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Sigurjóns Á. Einarssonar, dags. 27.4.2015 varðandi skipulag við Bakkabraut 5 og 7. Meðfylgjandi eru samantektir úr fundargerðum og afrit af samskiptum.
Þá lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar fyrir hönd lóðarhafa að Bakkabraut nr. 5a-e og 7a-d að breyttu deiliskipulagi fyrir Bakkabraut nr. 3, 5 og 7. Í tillögunni felst að breyta landnotkun á lóðunum að Bakkabraut nr. 5a-e og 7a-d úr atvinnuhúsnæði í blandaða landnotkun íbúða og atvinnustarfsemi og heimila þar með eina íbúð á hverri lóð. Bílastæðum á hverri lóð er fjölgað um eitt stæði. Tillagan er í samræmi við stefnu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.
Einnig lögð fram tillaga að breyttu fyrirkomulagi klúbbhússins (þjónustuhúss) á suðurhluta skipulagssvæðisins. Í tillögunni er gert ráð fyrir að stofnuð verði ný lóð, Bakkabraut nr. 3 sem verði um 3.700 m2 að stærð. Gert er ráð fyrir landfyllingu að núverandi bryggju og að núverandi rampi verði lagður niður og í hans stað komi nýr rampi í norðvesturhluta lóðarinnar. Byggingarreitur klúbbhússins breytist og snýst um 90°. Hann stækkar og verður eftir breytingu 60x23 metrar. Atvinnustarfsemi og /eða klúbbhús verður á 1. hæð hússins en á efri hæð þess er gert ráð fyrir íbúðum. Heildarbyggingarmagn eykst og verður eftir breytingu um 3.400 m2. Hámarksvegghæð verður 8 metrar og hámarks þakhæð 13 metrar. Fjöldi bílastæða á lóð verður 38 sbr. uppdrætti dags. 15.12.2014.
Hafnað. Bráðlega hefst skipulagsvinna fyrir svæðið og höfnina. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Anna María Bjarnadóttir og Sigríður Kristjánsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

12.1502232 - Hamraborg 11. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Alark, f.h. lóðarhafa, dags. 3.2.2015 þar sem óskað er eftir að breyta 2. og 3. hæð hússins í gistiheimili sbr. uppdráttum dags. 3.2.2015. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var erindinu frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.

Lagt fram ásamt umsögn dags. 18.5.2015.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn með tilvísan til skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

13.1504589 - Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál

Lagt fram "Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð" 629. mál (stjórnarfrumvarp).

Þá lögð fram umsögn sviðsstjóra Umhverfissviðs dags. 8.5.2015 ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 29.4.2015.
Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs þess efnis að hafna framlögðu frumvarpi alfarið.

14.1404483 - Arnarnesvegur 2014. Framkvæmdaleyfi.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 27.3.2014 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á nýjum Arnarnesvegi milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar.

Lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi dags. í maí 2015.
Hlé var gert á fundi kl. 20:11.

Fundi var framhaldið kl. 20:21

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Sigurbjörn T. Vilhjálmsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

"Undirritaður leggst alfarið gegn tillögu um framkvæmdaleyfi vegna Arnarnesvegar sem liggur fyrir fundi skipulagsnefndar 18. maí 2015, á grundvelli lýsingar á staðsetningu hringtorga og akstursleiðar frá Lindarhverfi. Á fundi skipulagsnefndar 4. maí lagði Kristinn Dagur Gissurarson fram bókun, sem allir nefndarmenn tóku formlega undir, um að skoða þyrfti kosti þess að vegstæðið færi í gegn um landið og hugsanlega byggt yfir hann á kafla. Er hér með vísað í þá bókun til nánari upplýsingar.

Það skýtur því skökku við og raunar ótækt að ætlast til þess að skipulagsnefnd samþykki texta þessarar tillögu sem gerir út af við þá ætlun nefndarinnar að breytt hæðarlega Arnarnesvegar ásamt hugsanlega öðrum breytingum verði skoðaðar formlega af Kópavogsbæ, Vegagerðinni og Garðabæ. Þar sem endanlegri hönnun vegarins er ekki lokið, eins og kemur fram í gögnum er liggja fyrir fundinum, er lag að skoða þetta mál af fullri alvöru án þess að seinka verkinu. Framsýni þarf að ráða för hjá nefndarmönnum í þessu máli sem öðrum er varða hagsæld íbúa Kópavogs til framtíðar."
Sigurbjörn T. Vilhjálmsson.

"Skipulagsnefnd þakkar fyrir vinnu starfsmanna skipulags- og byggingardeildar þar sem kannaðir voru möguleikar á tengingum millli hverfa yfir Arnarnesveginn, samanber bókun frá fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2015. Gólfkóti húsa við Þorrasali er um 7 metrum yfir fyrirhugaðri veghæð. Gefur það möguleika til framtíðar að byggja yfir veginn, án þess að breyta hönnunarforsendum. Samkvæmt þessu mun verkið ekki tefjast."
Sverrir Óskarsson, Anna María Bjarnadóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Geirdal, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir.

16.1505434 - Fyrirspurn vegna settjarnar við Kórinn frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur

Óskað er eftir upplýsingum hvort vinna sé í gangi við að tryggja öryggi barna við settjörn við Kórinn.
Upplýst er að þessi vinna er hafin hjá umhverfissviði og niðurstöðu er að vænta í júní. Skipulagsnefnd fagnar því að verið sé að skoða öryggismál barna.

Fundi slitið.