Skipulagsnefnd

1201. fundur 11. janúar 2012 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Birgir Hlynur Sigurðsson sviðsstjóri
  • Smári Magnús Smárason skipulagsstjóri
  • Guðný Dóra Gestsdóttir formaður
  • Guðmundur Örn Jónsson aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Jóhann Ísberg aðalfulltrúi
  • Helga Elínborg Jónsdóttir varafulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Smári Smárason arkitekt
Dagskrá

1.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2000-2012.

Farið yfir drög að texta greinargerðar aðalskipulagsins varðandi meginmarkmið og leiðir í köflum 4, 5 og 6.

Vinnufundur.

2.1011238 - Erindisbréf skipulagsnefndar

Lagt fram til kynningar.

Samþykkt.

3.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Lögð fram fundargerð bæjarstjórnar frá 10. janúar 2012.

Bókun vegna samþykktar bæjarstjórnar um friðlýsingu Skerjafjarðar:

"Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs þann 10. janúar 2012 gerðist það að samþykkt var tillaga frá meirihluta Umhverfis- og samgöngunefndar um friðlýsingu Skerjafjarðar. Þetta gerðist þrátt fyrir að ekki var búið að afgreiða málið í skipulagsnefnd. Á sameiginlegum fundi með Umhverfis- og samgöngunefnd er haldinn var 12. desember 2011 var ákveðið að fresta málinu og afla frekari upplýsniga til þess að nefndarmenn gætu tekið afstöð til málsins, það er hvort raunveruleg þörf væri á friðlýsingu í stað bæjarverndarinnar sem nú er á umræddum svæðum.

Það er með ólíkindum að formaður Umhverfis- og samgöngunefndar skuli hafa kosið að hunsa vilja nefndarmanna á umræddum fundi. Þess í stað heldur hún fund í eigin nefnd þann 6. janúar 2012 og fær þar samþykkta tillögu um friðlýsingu Skerjafjarðar, til bæjarstjórnar. Með þessum gjörningi gengur hún framhjá skipulagsnefnd.

Fá, ef nokkur, fordæmi eru fyrir vinnubrögðum af þessu tagi innan stjórnsýslu Kópavogs og er nú þörft rannsóknar á málinu. Því er, hér með, þess farið á leit við bæjarstjóra að eftirfarandi atriði verði rannsökuð og svör veitt.

1. Hvort friðlýsing Skerjafjarðar heyri undir starfssvið skipulagsnefndar eður ei.

2. Af hverfju bæjarstjórn afgreiddi málið þátt fyrir að skipulagsnefnd væri ekki búin að afgreiða það vegna skorts á upplýsingum.

3. Hefur bæjarstjórn áður samþykkt mál er varða friðlýsingar eða bæjarvernd án þess að viðkomandi mál hafi verið afgreitt frá skipulagsnefnd.

4. Hvort stjórnarhættir þessir standist lög og reglugerðir."

 

Kristinn Dagur Gissurarson

Jóhann Ísberg

Margrét Björnsdóttir

Vilhjálmur Einarsson

Fundi slitið - kl. 18:30.