Skipulagsnefnd

1186. fundur 18. janúar 2011 kl. 16:30 - 18:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðmundur G. Gunnarsson
Dagskrá
Formaður umhverfissráðs Margrét Júlía Rafnsdóttir, mætti til fundar og gerði grein fyrir máli nr. 15, Umhverfisstefna Kópavogs.

1.1010209 - Fífuhvammur 25, viðbygging

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. október 2010 varðandi nr. 25 við Fífuhvamm.
Erindið varðar umsókn lóðarhafa um að stækka íbúð á annari hæð hússins út á bílageymslu u.þ.b. 51 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 1. okt.10 í mkv. 1:100
Frestað. Skipulagsnefnd vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfissviðs.
Á fundi skipulagsnefndar 16. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 16. nóvember 2010.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Fífuhvammi 23, 27. Víðihvammi 16, 18, 20.
Kynning fór fram 25. nóvember til 27. desember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum og umsögn um innsendar athugasemdir dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.701100 - Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs 2010-2022

Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs á dagskrá. Sviðsstjóri greindi stuttlega frá stöðu við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Skipulagsnefnd samþykkir að á næsta fundi skipulagsnefndar verði ítarleg kynning á endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var málið á dagskrá á ný og greint frá stöðu þess.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir tímaáætlun vinnu við endurskoðun Aðalskipulagsins.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2010 var endurskoðun Aðalskipulags á dagskrá.

Frestað.

3.1101196 - Fjallalind 108, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 108 við Fjallalind dags. 7. janúar 2011. Í erindi felst að óskað er eftir því að lóðarmörk verði færð 0,42 m til norð austurs. Á lóðarmörkum er stoðveggur, sem aðhald vegna göngustígs meðfram lóðinni. Auk þessa óskar lóðarhafi eftir því að fá leyfi til að reisa bílskúr eða bílskýli á lóðinni.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 14. jan.""11.

Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn bæjarlögmanns um erindið.

 

 

4.1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lögð fram staðfest gjaldskrá fyrir skipulagsmál í Kópavogi, sem auglýst var í B - deild Stjórnartíðinda 30. desember 2010 og gildir frá 1. janúar 2011. Á fundinum var farið yfir verklag vegna þessarar samþykktar.

Lagt fram, verklag kynnt og vísað til bæjarráðs.

5.1101191 - Vesturvör 24, stækkun lóðar

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 24 við Vesturvör. Í erindi felst að óskað er eftir tímabundnum afnotum af landi norðan Vesturvarar 26 með aðkomu úr austri. Vísað er í erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar um tímabundin afnot lóðarhafa Vesturvarar 26 af landi
norðan lóðarinnar Vesturvarar 26.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu með tilvísan til umfjöllunar um erindi lóðarhafa Vesturvarar 26 á fundinum og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1012011 - Bæjarráð - 2574, 16. des.´10. Bæjarstjórn 21. des.´10.

Bæjarráð 16. desember 2010.

1006315 - Björtusalir 17, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

Bæjarstjórn 21. desember 2010.

1001082 - Gjaldskrá vegna skipulagsmála.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá, sem tekur gildi 1. janúar 2011.

7.1101122 - Þrúðsalir 5, deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 5 við Þrúðsali. Í erindi felst að óskað er eftir afstöðu skipulagsnefndar við því að byggt verði einbýlishús með eða án kjallara. Ákvörðun um kjallara verði tekin á grundvelli hæðarsetningar húss í lóðinni. Í skipulagsskilmálum er kveðið á um að hægt sé að sleppa kjallara, en af slíku tilefni þarf samþykki skipulagsnefndar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við erindið, enda byggir það á samþykktum skipulagsskilmálum og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1012211 - Hrauntunga 40, sólskáli

Á skipulagsnefndarfundi 18. janúar 2011 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. desember 2011. Erindið varðar ósk lóðarhafa nr. 40 við Hrauntungu um að byggja 14 m² sólskála vestan íbúðarhússins.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 2. des.´10 í mkv. 1:100.

Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til lóðarhafa Hrauntungu 36, 38, 44. Hlíðarvegi 23, 25, 27.

9.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 eru lögð fram drög að umhverfisstefnu Kópavogs. Á fundi bæjarráðs 9. desember 2010 er samþykkt að óska eftir umsögnum nefnda og ráða bæjarins. Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi kynnir drög að umhverfisstefnu Kópavogs.

Skipulagsnefnd samþykkir drög að umhverfisstefnu Kópavogs og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við samþykkt bæjarráðs.

10.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði, breytt deiliskipulag.

Á fundum skipulagsnefndar 17. ágúst og 21. september 2010 var fjallað um endurskoðun deiliskipulags á nýbyggingarsvæðum.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var til umfjöllunar breyting á deiliskipulagi Kópavopgstúns og Kópavogsgerðis. Vísað er í skipulagskilmála og skipulagsuppdrátt fyrir Kópavogstún samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 8. nóvember 2005 m.s.br. Í tillögu að breytingu felst að í stað þriggja byggingarreita fyrir 53 íbúðir að Kópavogsgerði 1-6 verði gerðir tveir byggingarreitir fyrir 48 íbúðir þar af 8 íbúðir undir 80 m². Hæð byggingarreita lækkar og verður 4 hæðir með inndreginni þakhæð og kjallara. Gert er ráð fyrir niðurgrafinni bílageymslu fyrir 24 bíla. Að Kópavogstúni 10-12 fjölgar íbúðum úr 14 í 26 íbúðir þar af verða 8 íbúðir undir 80 m². Gert er ráð fyrir að byggingar við Kópavogsbraut 9, 11 og 17 verði fjarlægðar og í þeirra stað komi 4 fjórbýlishús og tvö parhús á tveimur hæðum og kjallara. Heildar fjöldi íbúða í Kópavogstúni eykst úr 281 íbúð í 311 eða um 30 íbúðir, þar af 70 þjónustuíbúðir.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að vinna tillöguna áfram og undirbúa fund með hagsmunaaðilum til kynningar á drögum að breyttu deiliskipulagi svæðisins.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju þar sem fram koma tillögur að heildarendurskoðun á Kópavogstúni.
Lagt fram og kynnt.
Bókun fulltrúa D - lista: ""Lýsum yfir stuðningi við tillögu að nýju skipulagi íbúðabyggðar á Kópavogstúni. Við hvetjum jafnframt til að vinnslu íbúðasvæðisins verði flýtt eins og kostur er, svo unnt verði að hefja framkvæmdir sumarið 2011.""
Jóhann Ísberg, Guðný Ólafía Pálsdóttir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var tillagan lögð fram að nýju.

Haldinn var fundur formanns skipulagsnefndar, sviðsstjóra og skipulagsstjóra og fulltrúa Betri byggð á Kársnesi 14. janúar 2011, til að upplýsa um áform um breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Ráðgerður er samráðsfundur með stjórn BBK.

 

Bókun áheyrnarfulltrúa Næstbesta flokksins Helga Helgasonar:

"Fulltrúi Næstbesta flokksins fagnar staðfestu formanns skipulagsnefndar og annarra fulltrúa meirihlutans um að þessu máli verði ekki framhaldið nema í nánu samstarfi við íbúa vesturbæjar.

Jafnframt lýsi ég þeirri skoðun minni að frekari fjölgun íbúa í vesturbæ Kópavogs sé mjög varhugaverð með tilliti til umferðar og mengunar. Best færi á því að Kópavogstúnið allt væri gert að útivistarsvæði ásamt svo kölluðu Bryggjuhverfi og fyllingin vestast á Kársnesinu verði skipulögð undir annað en íbúðabyggð í nánu samstarfi við íbúa og samtök þeirra.

Ég hvet meirihlutann að flýta sér hægt í skipulagsmálum Kópavogstúnsins og tek undir ábendingar fulltrúa Samfylkingar að nóg sé til af lóðum fyrir áhugasama peningamenn annars staðar í Kópavogi. Ég tel farsælast að bíða með þetta mál og sjá til hvernig þær íbúðir og blokkir sem nú standa tómar í Kópavogi (og um allt land!) seljist á næstu árum, áður en farið er að byggja nýjar.

Ég ítreka, að ég fagna því að meirihluti skipulagsnefndar ætlar að vinna þetta mál í nánu samstarfi við íbúa og samtök þeirra.

Að lokum er óskað eftir svörum við eftirfarandi frá Skipulagssviði Kópavogs:

1. Hvaða byggingaaðilar óska eftir að fá að byggja á Kópavogstúni?

Greinargerð: Í þessu sambandi hefur verið fullyrt að peningamenn banki á dyrnar varðandi Kópavogstúnið. Óskað er eftir að skipulagssvið Kópavogsbæjar svari því hvaða fyrirtæki (eða peningamenn) þetta er/eru og hverjir eru í stjórn þessa/ra fyrirtækis/ja.

2. Í hvaða eign er (lóðin) svo kallað brygguhverfi á Kársnesi?

Greinargerð: Í fjölmiðlum hefur komið fram að fyrirtækið Björgun hafi átt lóðina sem skipulögð hefur verið undir Bryggjuhverfi í vesturbæ Kópavogs en Landsbankinn tekið lóðina upp í skuld. Ef lóðin er í eigu fyrirtækis, en ekki Landsbankans, er óskað eftir að skipulagssvið upplýsi hvaða fyrirtæki það er og hverjir eru í stjórn þess fyrirtækis eða fyrirtækja.

3. Hverjir eiga þá reiti sem samþykkt skipulag er um á Kársnesi í tíð síðasta meirihluta?

Greinargerð: Tekið skal fram að hér er sérstaklega óskað eftir því að skipulagssvið dragi upp kort af þessum reitum. Hvaða reitir eru í eigu annara en Kópavogsbæjar?

Óskað er sérstaklega eftir því að ef reitur er í eigu fyrirtækis sé tilgreint hvaða fyrirtæki það er og hverjir eru í stjórn þess fyrirtækis eða fyrirtækja?

Óskað er eftir að svör berist á næsta reglulega fundi skipulagsnefndar."

 

Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að afla umbeðinna upplýsinga. 

 

 

11.1009227 - Andarhvarf 7, breytt deiliskipulag

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi KR ark arkitekta fh. lóðarhafa nr. 7 við Andahvarf dags. 17. september 2010. Í erindinu felst í ósk um að breytt deiliskipulag hússins sem stendur í vestur hluta lóðarinnar, íbúðum verði fjölgað úr fjórum í átta. Íbúðum fjölgi því alls úr 17 í 21 í íbúðaklasanum. Við þessa breytingu stækkar byggingarreitur til norð vesturs og austurs og breyting verður á fyrirkomulagi bílastæða.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur.
Skipulagsnefnd samþykkir skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 að senda erindið í kynningu til lóðarhafa Andarhvarfi.
Kynning fór fram 20. október til 19. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 er erindið lagt fram á ný ásamt bréfi lóðarhafa dags. 12. janúar 2011, þar sem umsókn um breytingu á deiliskipulagi Andahvarfi 7d er dregin til baka og staðfest að byggt verði skv. gildandi deiliskipulagi.

Lagt fram. Erindi lóðarhafa er dregið til baka sbr. bréf dags. 12. janúar 2011.

12.1010364 - Kópavogsbraut 4, bílgeymsla

Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. október 2010. Erindið varðar ósk lóðarhafa nr. 4 við Kópavogsbraut um byggingu 48,8 m² bílgeymslu í suðurhorni lóðarinnar.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 8. sept.´10 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Kópavogsbraut 2, 6, 8 og 10.
Kynning fór fram 25. nóvember til 27. desember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný.

Skipulagsnefnd hefur kynnt erindið í grenndarkynningu og vísar því til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

13.1012127 - Geirland, starfsleyfi

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits dags. 7. desember 2010, sem varðar umsókn lóðarhafa Geirlandi um framlengingu starfsleyfis vegna vinnslu jarðefna.
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Skipulags- og umhverfissviðs um erindið.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og mælir með að starfsleyfi sé framlengt um 3 ár og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

14.1009211 - Gulaþing 15 og 25, breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi GP arkitekta dags. 10. september 2010 f.h. lóðarhafa Gulaþings 15 og 25. Varðar leyfi til að skipta lóðinni að Gulaþingi 25 í tvær lóðir og byggja parhús á hvorri lóð. Einnig er sótt um að byggja parhús á lóðinni nr. 15 við Gulaþing í stað einbýlishúss.
Meðfylgjandi: Skýringarmyndir.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Gulaþingi.
Kynning fór fram 20. október til 19. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Jóhann Ísberg vék af fundi eftir afgreiðslu málsins.

15.1005061 - Vesturvör 26, tímabundin afnot lands.

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Járn og blikk ehf. dags. 24. mars 2010, lóðarhafa nr. 26 við Vesturvör. Erindið varðar ósk um afnot af landi norðan lóðarinnar til skamms tíma.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir umsögn Framkvæmda- og tæknisvið.
Á fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 5. júlí 2010.
Frestað, skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að skoða mögulega útfærslu, til þess að geta orðið við erindinu.
Á fundi skipulagsnefndar 17. ágúst 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt bréfi frá Járn og blikk dags. 22. júlí 2010 er varðar öryggi lagna í jörðu, lagningu göngustígs og kostnað.
Frestað. Greint frá stöðu málsins.
Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt tillögu að útfærslu dags. 19. október 2010 og drögum að samningi dags. 15. október 2010 um afnot af landi norðan lóðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að útfærslu og drögum að samningi um tímabundin afnot af landi norðan Vesturvara 26. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt að tímabundin afnot af landi verði kynnt aðliggjandi lóðarhöfum þ.e Vesturvör nr. 24 og 28 í samræmi við 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Kynning fór fram 26. október til 26. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

16.1008115 - Kastalagerði 7, göngustígur

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi Ás styrktarfélags dags. 10. ágúst 2010 varðandi göngustíg á lóðinni nr. 7 við Kastalagerði. Í erindinu er farið fram á viðræður um hugmyndir um tilfærslu stígsins. Lögð fram tillaga Skipulags- og umhverfissviðs dags. 25. ágúst 2010 um færslu göngustígs á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynnt verði tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar dags. 25. ágúst 2010 á grundvelli 7. mgr. 43. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 23. september 2010 er tillagan samþykkt.
Kynning fór fram 27. október til 26. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum. Lagt fram bréf lóðarhafa Hraunbraut 37, dags. 23. nóvember 2010, athugasemd við akstur einkabifreiða um göngustíg.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og samþykkir fyrir sitt leyti tilfærslu stígsins og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

17.1009310 - Víghólastígur 21, smáhýsi á lóð.

Á fundi skipulagsnefndar 19. október 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. september 2010. Erindið varðar umsókn lóðarhafa nr. 21 við Víghólastíg um að byggja tvö smáhýsi á lóðinni og að breyta innréttingu bílageymslu í hreinlætisaðstöðu, eldhús og sal.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 17. september 2010 í mkv. 1:100
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Víghólastíg15, 15a, 16, 17, 18, 19, 20, 22, 24. Bjarnhólastíg 20, 22, 24.
Kynning fór fram 27. október til 26. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

18.1009225 - Álfhólsvegur 53, viðbygging.

Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 17. september 2010 varðandi nr. 53 við Álfhólsveg. Erindi varðar leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við húsið á tveimur hæðum alls um 197 m² með grunnfleti um 150 m².
Meðfylgjandi: Skýringaruppdráttur dags. 10. sept.´10 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkir að senda erindið í kynningu skv. 7. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 til lóðarhafa Álfhólsvegi 34, 36, 38, 40, 42, 47, 49, 51. Löngubrekku 11, 13, 15, 15a, 17, 19, 21.
Enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa Álfhólsvegi 51 og Löngubrekku 15 og 15a.
Kynning fór fram 30. september til 1. nóvember 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 16. nóvember 2010 var erindið lagt fram á ný ásamt athugasemdum.
Frestað. Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn dags. 13. desember 2010 og bréfi lögmanns fh. lóðarhafa dags. 10. desember 2010.
Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 18. janúar 2011.

Skipulagsnefnd samþykkir umsögn dags. 18. janúar 2011 og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Hreggviður Norðdahl vék af fundi eftir afgreiðslu málsins.

19.1005063 - Þríhnúkagígur

Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 var lagt fram erindi Skipulags- og umhverfissviðs varðandi Þríhnúkagíg, framvindu undirbúningsvinnu fyrir skilgreiningu og mótun friðlýsingar, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Stefán Gunnar Thors, umhverfishagfræðingur VSÓ Ráðgjöf gerði grein fyrir málinu.
Skipulagsnefnd lagði til við bæjarráð að fela Skipulags- og umhverfissviði í samvinnu við Þríhnúka ehf. að hefja vinnu við friðlýsingu Þríhnúkagígs, breytingar á skipulagi og gerð umhverfisskýrslu.
Á fundi bæjarráðs 20. maí 2010 var afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt og erindinu vísað til Skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.
Á fundi skipulagsnefndar 21. september 2010 var erindið lagt fram að nýju og greint frá stöðu mála. Enn fremur lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjarfar dags. 13. september 2010 - Samanburður á friðlýsingu og hverfisvernd ásamt minnisblaði Skipulags- og umhverfissviðs dags. 27. ágúst 2010 um verklag fyrirhugaðrar skipulagsvinnu við Þríhnúka.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði áfram að framvindu undirbúningsvinnu.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt greinargerð VSÓ Ráðgjöf dags. desember 2010.

Sviðsstjóri gerði grein fyrir framvindu varðandi verkferli við mat á umhverfisáhrifum. Greindi einnig frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar dags. 5. janúar 2011 um úttekt á Bláfjallavegi með tilliti til vatnsverndar og hugmynda um aðkomu að Bláfjallasvæði og Þríhnúkagíg.  

Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar í Garðabæ og Náttúruminjasafns Íslands um náttúrufræðilegt gildi Þríhnúkagígs og tengdra minja um eldvirkni.

20.1003004 - Lækjarbotnaland 53, deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 er lagt fram erindi Vektor ehf. fh. lóðarhafa nr. 53 við Lækjarbotnaland. Erindið varðar tillögu um bætta aðstöðu Ásmegin, sem rekur leikskóla og grunnskóla í Kópaseli, með gerð deiliskipulags svæðisins. Erindið varðar vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. 10. mars 2010 í mkv. 1:1000.
Erindið kynnt, frekari umfjöllun frestað vegna vinnu við endurskoðunar Aðalskipulags.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný, ásamt greinargerð lóðarhafa. Einnig er lögð fram Eftirlits- og samskiptaskýrsla Heilbrigðiseftirlits dags. 1. desember 2010.

Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindinu til endurskoðunar Aðalskipulags. Skipulagsnefnd samþykkir einnig að leitað verði umsagnar Heilbrigðiseftirlits um áform um uppbyggingu m.a. með tilliti til vatnsverndar.

21.905237 - Borgarholtsbraut 15. Ósk um breytt aðgengi.

Á fundi skipulagsnefndar 13. desember 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 15. við Borgarholtsbraut dags. 7. desember 2010. Á fundi bæjarráðs 9. desember 2010 var erindinu vísað til skipulagsnefndar til úrvinnslu. Í erindinu felst að óskað er eftir að fundin verði lausn á ítrekuðum beiðnum varðandi breytt aðgengi.
Frestað. Skipulagsnefnd samþykkir að fela Skipulags- og umhverfissviði að ræða við lóðarhafa.
Á fundi skipulagsnefndar 18. janúar 2011 var erindið lagt fram á ný ásamt umsögn Tæknideildar dags. 20. desember 2005.

 Frestað.

Fundi slitið - kl. 18:30.