Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsnæði Furugrundar 3. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar um 2,5 m. en mænishæð er óbreytt. Í húsinu verða samtals 32 hótelíbúðir 30-45 m2 að flatarmáli ásamt móttöku, starfsmannaaðstöðu, línherbergi, þvottaaðstöðu og geymslum. Með tilkomu millilofts og stækkun útbyggingar á jarðhæð, eykst samanlagt gólfflatarmál á lóð um 520 m2 og verður því eftir breytingu alls 1540 m2. Gert er ráð fyrir útitröppum við báða gafla hússins auk lyftu við austurgaflinn. Fyrikomulag bílastæða á lóð breytist. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt grreinargerð dags. 13. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Kynningartíma lauk 1. september 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Kristínu Bjarnadóttur, Álfatúni 13, dags. 26.8.2016, Óðni Þórissyni, Furugrund 71, dags. 27.8.2016, Þóru Kolbeinsdóttur, Sæbólsbraut 30, dags. 27.8.2016, Gísla Kristjánssyni, Furugrund 71, dags. 28.8.2016, Auði Árnadóttur, Furugrund 56, dags. 30.8.2016, Maríu Guðmundsdóttur, Furugrund 71, dags. 30.8.2016, Hjördísi Guðmundsdóttur, Furugrund 81, dags. 30.8.2016, Snorra Hafsteinssyni og Jónínu Ketilsdóttur, Furugrund 60, dags. 31.8.2016, Yngva Bergþórssyni, Furugrund 74, dags. 31.8.2016, Sverri Björnssyni, Kjarrhólma 38, dags. 31.8.2016, Stefáni Sigfinnssyni, Furugrund 73, dags. 31.8.2016, Guðmundi Sigfinnssyni, Birkigrund 27, dags. 31.8.2016, Birnu Kristínu Baldvinsdóttur og Hrannari Gunnarssyni, Furugrund 60, dags. 31.8.2016, Ingigerði Torfadóttur, Víðigrund 59, dags. 31.8.2016, Hrönn Jensdóttur, Furugrund 64, dags. 31.8.2016, Viðari Snæ Sigurðssyni, Furugrund 60, dags. 31.8.2016, Jónínu Aðalsteinsdóttur, Furugrund 40, dags. 31.8.2016, Baldri Þorsteinssyni, Furugrund 64, dags. 31.8.2016, Viggó Ingimari Jónassyni og Sigrúnu Öllu Barðadóttur, Furugrund 28, dags. 31.8.2016, Stefáni Má Stefánssyni, Hörðukór 3, dags. 31.8.2016, Hauk Má Haukssyni, Furugrund 64, dags. 31.8.2016, Guðbjörgu Vallý Ragnarsdóttur, Furugrund 70, dags. 1.9.2016, Gunnhildi Guðmundsdóttur og Ara Guðmundssyni, Furugrund 81, dags. 1.9.2016, Gunnari Leifssyni, Furugrund 70, dags. 1.9.2016, Jóhönnu Tryggvadóttur, Sigríði Óladóttur, Sigurveigu Hafsteinsdóttur, Alberti Jóhannessyni og Olgu Ólafsdóttur, Furugrund 56, dags. 1.9.2016, Elínu Þórðardóttur, Reynigrund 69, dags. 1.9.2016, Þresti Snæ Eiðssyni, Reynigrund 11, dags. 1.9.2016, Hafdísi Hafsteinsdóttur, Agli Guðmundssyni, Helgu Elínborgu Jónsdóttur og Þórunni Tyrfingsdóttur, Furugrund 62, dags. 1.9.2016, Þórunni Stefánsdóttur og Elmari Bergþórssyni, Birkigrund 34, dags. 1.9.2016, Brynju Ingólfsdóttur og Kamil Kluczynski, Furugrund 71, dags. 1.9.2016, Guðbjörgu Jónsdóttur, Sjöfn Sigurjónsdóttur, Gunnari Aðalsteinssyni, Stefáni Má Stefánssyni, Ingvari Óskarssyni og Sigurdísi Þóru Sigþórsdóttur, Furugrund 72, dags. 1.9.2016, Gylfa Jónssyni, Furugrund 38, dags. 1.9.2016, Magnúsi Baldvinssyni, Daltúni 17, dags. 1.9.2016, Sigríði Ólafsdóttur, Reynigrund 71, dags. 1.9.2016, Sigríði Guðrúnu Guðjónsdóttur og Úlfari Má Sófussyni, Furugrund 81, dags. 1.9.2016, Guðrúnu Ágústu Brandsdóttur, Daltúni 17, dags. 1.9.2016, Ólafi Friðrikssyni og Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Furugrund 60, dags. 1.9.2016, Guðrúnu Sturlaugsdóttur, Reynigrund 11, dags. 1.9.2016, Ásdísi Magnúsdóttur og Halldóri Inga Ingimarssyni, Furugrund 60, dags. 1.9.2016, Maríu Guðjónsdóttur, dags. 1.9.2016, Vöku Dóru Róbertsdóttur og Ara Má Heimissyni, Furugrund 64, dags. 1.9.2016, Guðjóni Davíð Karlssyni og Ingibjörgu Ýri Óskarsdóttur, Reynigrund 67, dags. 1.9.2016, Kristni Sveini Ingólfssyni, Furugrund 56. Auk þess bárust athugasemdir frá leikskólanum Furugrund ásamt undirskriftum 79 foreldra og forráðamanna barna í leikskólanum, dags. 1.9.2016, athugasemd frá Magneu Einarsdóttur skólastjóra Snælandsskóla f.h. skólaráðs Snælandsskóla, dags. 1.9.2016 og athugasemd frá foreldrafélagi Snælandsskóla.