Skipulagsnefnd

1283. fundur 19. september 2016 kl. 16:30 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson vara áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1607188 - Borgarholtsbraut 67. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 13. júlí 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús ásamt bílskúr byggt 1946 samtals 131,1 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 778 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 412 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,53 í stað 0,17 sbr. uppdrætti dags. 23.3.2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 63, 63a, 65, 66,68, 69, 70, 72 og Hlégerði 2, 4.

2.1609380 - Kársnes. Hverfisáætlun. Rammaáætlun fyrir þróunarsvæði.

Greint frá stöðu mála.

3.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram að nýju tillaga Arkstudio/Urban arkitekta/Tendra arkitekta um breytingu á deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar í samræmi við breytingu á aðalskipulagi Kópavogs. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 28. júní 2016 var samþykkt að kynna breytingu á deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nánar tiltekið afmarkast deiliskipulagssvæðið af Smárahvammsvegi í vestur, Fífuhvammsvegi í norður, Reykjanesbraut í austur og Hæðasmára í suður. Í breytingunni felst að íbúðum á svæðinu er fjölgað úr 500 í 620 íbúðir. Nýtingarhlutfall helst óbreytt sem og krafa um fjölda bílastæða á íbúð, þ.e. 1,0-1,2. Bílastæðum mun því fjölga samsvarandi fjölgun íbúða. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð, skipulagsmálum og skýringarmyndum dags. 23. júní 2016. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi bæjarins frá 28. júlí 2016 með athugasemdafrest til 15. september 2016. Jafnframt var boðað til kynningarfundar um tillöguna 1. september 2016. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, hrl. fh. Nýs Norðurturns sbr. erindi dags. 13. september 2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

4.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Breyting. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu breyting á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 7. júní 2016 var samþykkt að kynna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 10. maí 2016 þar sem m.a. kemur fram að á svæðinu sunnan Smáralindar, á svæðum M-3 og M4 (ÞR-5) verði 620 íbúðir í stað 500 íbúða. Þrátt fyrir fjölgun íbúða er ekki gert ráð fyrir að breyting verði á fjölda byggðra fermetra íbúðarhúsnæðis á svæðinu. Tillögunni fylgir jafnframt minnisblað VSÓ dags. 24. júní 2016 þar sem m.a. kemur fram að umrædd fjölgun íbúða á svæðinu muni hafa óveruleg áhrif á umferð í kringum skipulagssvæðið. Í erindi Skipulagsstofnunar dags. 14. júlí 2016 kemur m.a. fram að stofnunin hafi farið yfir framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að skipulagstillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Tillagan var auglýst frá 28. júlí 2016 með athugasemdafrest til 15. september 2016. Jafnframt var boðað til kynningarfundar um tillöguna 1. september 2016. Tillagan var send bréflega lögboðunum umsagnaraðilum. Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, hrl. fh. Nýs Norðurturns sbr. erindi dags. 13. september 2016. Ennfremur báust erindi frá Mosfellsbæ sbr. erindi dags. 16. ágúst 2016 þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna og frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis dags. 2. september 2016 þar sem fram kemur að heilbrigðisnefnd geri ekki athugasemd við tillöguna. Ennfremur lögð fram fundargerð Svæðisskipulagsnefndar SSH. frá 19. ágúst 2016 þar sem m.a. kemur fram að nefndin geri ekki athugasemd við tillöguna og hún feli ekki í sér ósamræmi við stefnu svæðisskipulagsins.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

5.1607193 - Bakkabraut 7d.

Lagt fram erindi Sigurjóns Á. Einarssonar, Bakkabraut 7d dags. 15. ágúst 2016 varðandi breytta notkun húsnæðis við Bakkabraut 5 og 7. Ennfremur lagt fram erindi skipulagsstjóra til ofanritaðs dags. 4. ágúst 2016.
Lagt fram. Skipulagsnefnd ítrekar það sem m.a. kemur fram í erindi skipulagsstjóra frá 4. ágúst 2016 að samkvæmt aðalskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir að á svæðinu umhverfis Kársneshöfn séu fyrirhugaðar töluverðar breytingar á skipulagi svæðisins sem miða að því að blanda saman atvinnuhúsnæði og íbúðum. Það er mat skipulagsnefndar að mikilvægt sé að tillaga að skipulagi svæðisins næst höfninni sé endurskoðað og kynnt í heild sinni.

6.1605924 - Kársnesbraut 123. Viðbygging. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi VSB verkfræðistofu, dags. 28.4.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild fyrir breytingum á Kársnesbraut 123. Í breytingunni felst að byggt verði við húsið á norðvestur horni þess, tæpa 36 m2 viðbyggingu. Nýtt mænisþak verður sett ofan á núverandi þakflöt. Hæsti punktur nýs mænisþak verður 1,6 metrum hærri en núverandi þak sbr. uppdráttum dags. 28.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121 og 125; Holtagerðis 66, 68 og 70. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Athugasemdir bárust frá Halldóru Aradóttur og George L. Claassen, Holtagerði 70, dags. 5.9.2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

7.16061110 - Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu fyrirkomulagi aðkomu og bílastæða við leikskólann við Fögrubrekku 26 ásamt útfærslu gönguleiða í næsta nágenni leikskólans. Uppdráttur Sveins Ívarssonar, arkitekts í mkv. 1:500 dags. í júní 2016.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 25, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 47 og Lundarbrekku 12, 14, 16.

8.1608101 - Þverbrekka 6. Breytt afmörkun lóðar.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Þverbrekku 6. Austurmörk lóðarinnar breytist og mun hún stækka úr 1.484,4 m2 skv. Fasteignaskrá í um 1.700 m2. Uppdráttur í mkv. 1:500 dags. í júlí 2016.


Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

9.1605119 - Austurkór 179. Einbýlishús í parhús. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að byggja parhús í stað einbýlishúss á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Byggingarreitur fyrirhugaðs húss stækkar á allar hliðar um 1 m og grunnflötur hússins verður 269 m2 í stað 250 m2. Ennfremur lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Austurkórs 181 dags. 2. maí 2016 þar sem fram kemur að lóðarhafi gerir ekki athugasemdir við ofangreind byggingaráform á lóðinni nr. 179 við Austurkór. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkórs 167, 169, 171, 173, 175, 177, 181, 183 og 185. Kynningartíma lauk 5. september 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

10.1605983 - Furugrund 3. Kynning á byggingarleyfi.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á húsnæði Furugrundar 3. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar um 2,5 m. en mænishæð er óbreytt. Í húsinu verða samtals 32 hótelíbúðir 30-45 m2 að flatarmáli ásamt móttöku, starfsmannaaðstöðu, línherbergi, þvottaaðstöðu og geymslum. Með tilkomu millilofts og stækkun útbyggingar á jarðhæð, eykst samanlagt gólfflatarmál á lóð um 520 m2 og verður því eftir breytingu alls 1540 m2. Gert er ráð fyrir útitröppum við báða gafla hússins auk lyftu við austurgaflinn. Fyrikomulag bílastæða á lóð breytist. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 ásamt grreinargerð dags. 13. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 27. júní 2016 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Furugrund 1, 56, 58, 60, 62, 64, 66, 71, 72, 73, 75, 76, 77, 79, 81 og Víðigrund 2. Kynningartíma lauk 1. september 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Kristínu Bjarnadóttur, Álfatúni 13, dags. 26.8.2016, Óðni Þórissyni, Furugrund 71, dags. 27.8.2016, Þóru Kolbeinsdóttur, Sæbólsbraut 30, dags. 27.8.2016, Gísla Kristjánssyni, Furugrund 71, dags. 28.8.2016, Auði Árnadóttur, Furugrund 56, dags. 30.8.2016, Maríu Guðmundsdóttur, Furugrund 71, dags. 30.8.2016, Hjördísi Guðmundsdóttur, Furugrund 81, dags. 30.8.2016, Snorra Hafsteinssyni og Jónínu Ketilsdóttur, Furugrund 60, dags. 31.8.2016, Yngva Bergþórssyni, Furugrund 74, dags. 31.8.2016, Sverri Björnssyni, Kjarrhólma 38, dags. 31.8.2016, Stefáni Sigfinnssyni, Furugrund 73, dags. 31.8.2016, Guðmundi Sigfinnssyni, Birkigrund 27, dags. 31.8.2016, Birnu Kristínu Baldvinsdóttur og Hrannari Gunnarssyni, Furugrund 60, dags. 31.8.2016, Ingigerði Torfadóttur, Víðigrund 59, dags. 31.8.2016, Hrönn Jensdóttur, Furugrund 64, dags. 31.8.2016, Viðari Snæ Sigurðssyni, Furugrund 60, dags. 31.8.2016, Jónínu Aðalsteinsdóttur, Furugrund 40, dags. 31.8.2016, Baldri Þorsteinssyni, Furugrund 64, dags. 31.8.2016, Viggó Ingimari Jónassyni og Sigrúnu Öllu Barðadóttur, Furugrund 28, dags. 31.8.2016, Stefáni Má Stefánssyni, Hörðukór 3, dags. 31.8.2016, Hauk Má Haukssyni, Furugrund 64, dags. 31.8.2016, Guðbjörgu Vallý Ragnarsdóttur, Furugrund 70, dags. 1.9.2016, Gunnhildi Guðmundsdóttur og Ara Guðmundssyni, Furugrund 81, dags. 1.9.2016, Gunnari Leifssyni, Furugrund 70, dags. 1.9.2016, Jóhönnu Tryggvadóttur, Sigríði Óladóttur, Sigurveigu Hafsteinsdóttur, Alberti Jóhannessyni og Olgu Ólafsdóttur, Furugrund 56, dags. 1.9.2016, Elínu Þórðardóttur, Reynigrund 69, dags. 1.9.2016, Þresti Snæ Eiðssyni, Reynigrund 11, dags. 1.9.2016, Hafdísi Hafsteinsdóttur, Agli Guðmundssyni, Helgu Elínborgu Jónsdóttur og Þórunni Tyrfingsdóttur, Furugrund 62, dags. 1.9.2016, Þórunni Stefánsdóttur og Elmari Bergþórssyni, Birkigrund 34, dags. 1.9.2016, Brynju Ingólfsdóttur og Kamil Kluczynski, Furugrund 71, dags. 1.9.2016, Guðbjörgu Jónsdóttur, Sjöfn Sigurjónsdóttur, Gunnari Aðalsteinssyni, Stefáni Má Stefánssyni, Ingvari Óskarssyni og Sigurdísi Þóru Sigþórsdóttur, Furugrund 72, dags. 1.9.2016, Gylfa Jónssyni, Furugrund 38, dags. 1.9.2016, Magnúsi Baldvinssyni, Daltúni 17, dags. 1.9.2016, Sigríði Ólafsdóttur, Reynigrund 71, dags. 1.9.2016, Sigríði Guðrúnu Guðjónsdóttur og Úlfari Má Sófussyni, Furugrund 81, dags. 1.9.2016, Guðrúnu Ágústu Brandsdóttur, Daltúni 17, dags. 1.9.2016, Ólafi Friðrikssyni og Sigurjónu Skarphéðinsdóttur, Furugrund 60, dags. 1.9.2016, Guðrúnu Sturlaugsdóttur, Reynigrund 11, dags. 1.9.2016, Ásdísi Magnúsdóttur og Halldóri Inga Ingimarssyni, Furugrund 60, dags. 1.9.2016, Maríu Guðjónsdóttur, dags. 1.9.2016, Vöku Dóru Róbertsdóttur og Ara Má Heimissyni, Furugrund 64, dags. 1.9.2016, Guðjóni Davíð Karlssyni og Ingibjörgu Ýri Óskarsdóttur, Reynigrund 67, dags. 1.9.2016, Kristni Sveini Ingólfssyni, Furugrund 56. Auk þess bárust athugasemdir frá leikskólanum Furugrund ásamt undirskriftum 79 foreldra og forráðamanna barna í leikskólanum, dags. 1.9.2016, athugasemd frá Magneu Einarsdóttur skólastjóra Snælandsskóla f.h. skólaráðs Snælandsskóla, dags. 1.9.2016 og athugasemd frá foreldrafélagi Snælandsskóla.
Tillaga meirihluta skipulagsnefndar:
"Ljóst er af þeim fjölda athugasemda og ábendinga sem fram eru komnar við kynnt byggingarleyfi fyrir Furugrund 3 að mikil andstaða er meðal hagsmunaaðila um téða breytingu húsnæðisnæðisins. Skipulagsnefnd hafnar því erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar."

Theódóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Júlíus Hafstein, Anna María Bjarnadóttir og Ása Richardsdóttir samþykktu tillöguna. Kristinn Dagur Gissurarson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Bókun frá Guðmundi Geirdal:
"Um leið og ég hafna þessari umsókn vill ég hvetja aðila til að hugsa aðeins til baka og átta sig á því að umsókn sú sem áður lá fyrir og gerði ráð fyrir litlum íbúðum, var sennilega það besta fyrir hverfið.

Það liggur fyrir að bærinn er ekki að fara að kaupa húsið og því tel ég best færi á því að samþykkja skipulagsbreytingu til að hægt sé að gera litlar íbúðir í húsinu".

Tillaga frá Ásu Richardsdóttur:
"Undirrituð leggur til að Kópavogsbær bjóði fulltrúum íbúa hverfisins og eigendum Furugrundar 3 á fund þar sem leitað verði lausnar um nýtingu Furugrundar 3, hugsanlega með aðkomu bæjarins".

Ása Richardsótti og Kristinn Dagur Gissurarson samþykkja tillöguna. Theódóra Þorsteinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Anna María Bjarnadóttir og Júlíus Hafstein greiddu atkvæði gegn tillögunni. Guðmundur Geirdal sat hjá við afgreisðlu tillögunnar.

Fundarhlé kl. 17:45.
Fundi fram haldið kl. 17:55.

Bókun frá Theódóru Þorsteinsdóttur:
"Meirihluti skipulagsnefndar leggur til að hafið verði íbúasamráð við íbúa hverfisins og fasteignareiganda um framtíðarnotkun hússins".
Ása Richardsdóttir og Arnþór Sigurðsson taka undir bókunina.

Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni:
"Undiritaður Kristinn Dagur Gissurarson átelur vinnubrögð skipulagsnefndar í þessu máli þar sem ekki er orðið við óskum um frestun, til þess að starfsfólk skipulagssviðs Kópavogsbæjar geti farið yfir athugasemdir sem bárust og leggja niðurstöðuna fyrir skipulagsnefnd á næsta fundi eins og venja er.

Rétt er að taka fram að undirritaður lagði til fyrir um tveim árum að Kópavogsbær myndi kaupa húsið og leysa þannig þann hnút sem þetta mál var þá þegar komið í. Er vísað í fyrri bókan varðandi Furugrund 3".

11.1609770 - Lækjarhjalli 36. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Benjamíns Magnússonar, arkitekts fh. lóðarhafa að viðbyggingu við Lækjarhjalla 36 sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 29. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Lækjarhjalla 26, 28, 34 og 38.

12.1608168 - Kársnesbraut 19. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar fyrir hönd þinglýstra lóðarhafa dags. 4. ágúst 2016 um heimild til að fjarlægja einbýlishús byggt 1946 ásamt bílskúr byggður 1967 samtals 118,4 m2 að flatarmáli og reisa tvílyft fjórbýlishús á lóðinni með 8 bílastæðum. Lóðarstærð er 898,0 m2, fyrirhugað byggingarmagn er 418 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,47 í stað 0,13 sbr. uppdrætti dags. 4. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 15, 17, 21a,b,c,d, Hraunbraut 6, 8, 10, 12, Marbakkabraut 15, 17, 17a og Huldubraut 1.

13.1608013 - Bæjarráð - 2834

1608002F - Skipulagsnefnd, dags. 15. ágúst 2016.
1280. fundur skipulagsnefndar í 16. liðum.
Lagt fram.

1607342 - Boðaþing 14-16 og 18-20.
Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 2. ágúst 2016 þar sem óskað er heimildar til að fjölga íbúðum á þakhæðum Boðaþings 14-16 og 18-20 þannig að í stað tveggja íbúða í hvorum stigagangi verði íbúðirnar þrjár. Eftir breytinguna yrðu því 36 íbúðir í stað 34 eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir í hvoru húsi fyrir sig. Heildarumfang og stærð húsanna breytist ekki. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. júlí 2016. Skipulagsnefnd samþykkiti með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu og vísaði erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

16041208 - Eskihvammur 2. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, lagt fram að nýju frá byggingarfulltrúa erindi erindi Benjamíns Magnússonar, dags. 31.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er heimildar til að breyta einbýlishúsi í tvíbýli. Ein íbúð verður á hvorri hæð, bílskúr verður hluti af íbúð á neðri hæð. Á lóð verða fjögur bílastæði sbr. uppdráttum dags. 31.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti 2. maí 2016 með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Eskihvamms 4; Víðihvamms 21, 23 og 25; Birkihvamms 21, 22; Reynihvamms 24 ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Kynningunni lauk 27. júní 2016. Athugasemdir bárust frá eigendum í Eskihvammi 4, dags. 23.06.2016 og Víðihvammi 23, dags. 27.06.2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016. Með tilvísan í umsögn, framkomnar athugasemdir og ábendingar hafnaði skipulagsnefnd erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Frestað.

16041207 - Fagraþing 2. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, lögð fram að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. í janúar 2016, f.h. lóaðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Fagraþings 2. Í breytingunni felst að breyta núverandi húsi á lóðinni úr einbýli í tvíbýli. Ein íbúð verður í hvorum helming hússins með sér inngangi. Bílskýli suðvestan-megin á 1. hæð og verönd norðaustan-megin á 1. hæð verður breytt í bílgeymslur. Svölum suðvestan- og norðaustan-megin á 2. hæð verður lokað og verða hluti af íbúðum. Þremur svölum er bætt við á suðausturhlið hússins, allar 1,6 m á dýpt. Aukning á heildarbyggingarmagni er 190,6 m2 og verður húsið 539,2 m2 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. í jan. 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 11. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá íbúum Fagraþings 4, 6, 8, 10, 10a, 12 og 14 dagsett 5. júlí 2016, 6. júlí 2016 og 10. júlí 2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016. Með tilvísan í framkomnar athugasemdir og ábendingar hafnaði skipulagsnefnd erindinu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

1509217 - Markavegur 1-9. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 16. ágúst, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs, dags. 21.3.2016, að breyttu deiliskipulagi Markavegar 1-9. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna nýja tillögu í samræmi við minnisblað lögfræðisviðs dags. 26.11.2015. Kynning var send lóðarhöfum Markavegar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9; Hæðarenda 1, 2 og 3 ásamt Kórnum. Kynningu lauk 20.5.2016. Athugasemdir bárust frá eigendum í Gulaþingi 42, dags. 22.5.2016; frá Jónasi Fr. Jónssyni, hdl., f.h. lóðarhafa Markavegar 1. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags-og byggingardeildar dags. 15. ágúst 2016. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breytingu á kynntri tillögu er nær til lóðarinnar nr. 1 við Markaveg. Í tillögunni er leitast við að koma til móts við athugasemdir og ábendingar lóðarhafa Markavegi 1. Er breytingartillagan dags. 15. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með áorðnum breytingu dags. 15. ágúst 2016 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

1608008F - Skipulagsnefnd, dags. 22. ágúst 2016.
1281. fundur skipulagsnefndar í 8. liðum.
Lagt fram.

1607144 - Austurkór 151. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lagt fram erindi lóðarhafa Austurkórs 151 þar sem óskað er eftir að byggja einbýlishús á 1 hæð án kjallara, samanber meðfylgjandi skýringargögn dagsett 6. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurkór 153, 155, 157, 159, 161, 163 og 165. Tillagan lögð fram að nýju ásamt samþykki ofangreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

1606655 - Álmakór 4. Hækkun á þaki. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Gríma arkitekta fh. lóðarhafa að breytingu á skipulagsskilmálum Álmakórs 4 sbr. erindi dags. 12. júní 2016. Í breytingunni felst hækkun á þaki á götuhlið hússins um 43 sm. sbr. uppdrátt í mkv. 1:100 dags. 12. júní 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2016 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 2, 3, 5 og 6. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

1607215 - Dalvegur 26. Grenndarkynning.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga TRÍPÓLÍ arkitekta dags. 22. júní 2016 f.h. lóðarhafa þar sem að óskað er eftir að breyta hluta atvinnuhúsnæðis að Dalvegi 26 í gistiheimili í notkunarflokki 4 samanber uppdrætti í mælikvaraðnum 1:500 og 1:100. Í erindinu kemur fram m.a. að ráðgert er að í gistiheimilinu verði gistipláss fyrir 40 manns og 2-3 starfsmenn ásamt móttöku. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu málsins og ákvað að kynna sér aðstæður á vettvangi. Sú vettvangferð var farin mánudaginn 15. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fjórum atkvæðum og hjásetu Ólafs Þórs Gunnarssonar.

1605419 - Faldarhvarf 8, 10 og 12. Sólskálar. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi frá A2 arkitektum, dags. 10.5.2016, f.h lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Faldarhvarfs 8, 10 og 12. Í breytingunni felst að byggðir verði sólskálar við suðurhlið húsanna, hvor um sig 16 m2 að stærð. Byggingarreitur hvers skála er 3,5 m x 4,6 m og hámarkshæð þeirra verður 3,2 m sbr. uppdráttum dags. 10.5.2016. Á fundi skipulagsnefndar 30. maí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Faldarhvarfs 2, 4, og 6; Faxahvarfi 1, 2, 4, 5, 8 og 10. Kynningartíma lauk 22. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

15082892 - Skógarlind 2. Fjölorkustöð. Breytt deiliskipulag.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lögð fram erindi VBV verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf. fyrir hönd lóðarhafa Skógarlindar 2 um mögulega staðsetningu fjölorkustöðvar á lóðinni, drög (tillaga 1 og 2) dagsett 13. júlí 2016. Ennfremur lagt fram áhættumat VERKÍS verkfræðistofu dagsett í júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var málinu vísað til Umhverfissviðs til umsagnar. Erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 17. ágúst 2016. Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan til ofangreindrar umsagnar sviðsstjóra og með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

1608745 - Þorrasalir 13-15. Breytt aðkoma.
Frá skipulagsstjóra, dags. 23. ágúst, lagt fram erindi KRark f.h. lóðarhafa dags. 17. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir breyttri aðkomu að fjölbýlishúsinu Þorrasalir 13-15 sbr. uppdrátt í mkv. 1:200. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Vakin er athygli á því að lóðarhafi/umsækjandi greiðir afleiddan kostnað af framkvæmdum á bæjarlandi, s.s. niðurtekt gangstéttar, færslu ljósastaurs eða annað það sem óhjákvæmilega getur þurft að breyta í kjölfar framkvæmda á einkalóðum.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með fimm atkvæðum.

14.1609771 - Álfhólsvegur 52. Breytt deiliskipulag.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram erindi Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd lóðarhafa dags. 31. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir að breyta bílskúr við Álfhólsveg 52 í vinnustofu. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100.
Frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

15.16051122 - Álftröð 1. Stækkun Bílskúrs.

Frá byggingarfulltrúa:
Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 20. maí 2016 þar sem óskað er eftir breytingum á bílskúrum við Álftröð 1. Í breytingunni felst að stækka núverandi bílskúra um 39,5 m2. Eftir breytingu verður bílskúrinn 107,8 m2 að stærð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,29 í 0,33 sbr. uppdráttum dags. 23.3.2016. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álftraðar 3, 5 og 7; Skólatraðar 2, 4, 6 og 8. Kynningu lauk 25. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Guðrúnu Elvu Hjörleifsdóttur, Áfltröð 3 sbr. erindi dags. 24. og 25. júlí 2016 og Þórhöllu Kristjánsdóttur, Skólatröð 2 sbr. erindi dags. 20. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 15. ágúst 2016 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar.
Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að umsögn. Er umsögnin dags. 19. september 2016.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Theódóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur Geirdal, Sigríður Kristjánsdóttir, Anna María Bjarnadóttir, Júlíus Hafstein samþykktu erindið. Kristinn Dagur Gissurarson og Ása Richarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Arnþór Sigurðsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

16.1607181 - Huldubraut 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar ehf. fyrir hönd lóðarhafa um að reisa fjórbýlishús á þremur hæðum með 6 bílastæðum á lóð í stað einbýlishúss byggt 1969, samtals 142,2 m2. Núverandi nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,12 miðað við lóðarstærð 1208,0 m2. Áætlað byggingarmagn fyrirhugaðs húss er 495 m2 og nýtingarhlutfall því áætlað 0,41. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Huldubrautar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 19. september 2016. Athugasemdir bárust frá Ásgeiri Konráðssyni, Huldubraut 16, dags. 12.9.2016; Einari Kjartanssyni og Þórhildi Gísladóttur, Huldubraut 10, dags. 13.9.2016; Vermundi Þórðarsyni og Mörtu Hilmarsdóttur, Huldubraut 12, dags. 14.9.2016; Brandi Guðmundssyni og Eddu Ríkharðsdóttur, Huldubraut 14, dags. 15.9.2016; Jóhanni Rafnssyni, Huldubraut 5, dags. 15.9.2016.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

17.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðrúnar Fjólu Halldórsdóttur, dagsett 5. júlí 2016, þar sem óskað er eftir að breyta hesthúsi á lóðinni í vinnustofu listamanns samkvæmt tillögu Sveins Ívarssonar, arkitekts, dagsett 5. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Breiðahvarfi 17. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Athugasemdir bárust frá Bjarna Þór Bjarnasyni LL.M., hdl. fyrir hönd lóðarhafa Breiðahvarfi 17.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

18.1607207 - Brekkuhvarf 17. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa í Brekkuhvarfi 17 dagsett í júlí 2016 þar sem óskað er eftir að vesturmörk lóðarinnar breytist þannig að lóðin stækki úr 1108 m2 samanber útgefið mæliblað frá 1. mars 1995 í 1427 m2. Jafnframt er í tillögunni gert ráð fyrir bílgeymslu í suðvestur hluta lóðarinnar. Uppdráttur í mælikvarða 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Brekkuhvarfs 15, 24 og Ennishvarfs 6, 8, 10 og 12. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

19.1607156 - Digranesvegur 34. Grenndarkynning.

Frá byggingarfulltrúa:
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Benjamíns Magnússonar arkitekts, dagsett 9. júní 2016, þar sem óskað er eftir að gera íbúð í kjallara hússins númer 34 við Digranesveg. Uppdrættir mælikvarði 1:500 og 1:100. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesvegi 34 og 36. Kynningartíma lauk 2. september 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

20.1607197 - Álmakór 11. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 11 við Álmakór, fyrir hönd lóðarhafa samanber erindi dagsett 16. júlí 2016. Í breytingunni felst að byggja parhús í stað einbýlishús á lóðinni. Dregið er úr leyfilegum hámarksgrunnfleti á lóðinni skv. gildandi skipulagsskilmálum og er fyrirhugaður grunnflötur parhúsanna 220 m2 í stað 250 m2. Gert er ráð fyrir að svalir fari 2 metra út fyrir byggingarreit á vesturhlið húss. Bílastæðum fjölgar um eitt á lóðinni.Á fundi skipulagsnefndar 18 júlí 2016 var samþykkti með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álmakór 1-23. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2016. Athugasemdir bárust frá Þórunni Björk Jónsdóttur, Álmakór 13, dags. 17.8.2016; frá Helgu Arnþórsdóttur, Álmakór 22, dags. 25.8.2016 auk undirskriftalista, dags. 26.8.2016, með undirskriftum eftirfarandi lóðarhafa við Álmakór: Jórunnar Magnúsdóttur, Álmakór 7a, Péturs Ragnarssonar, Álmakór 7b, Þóris Sigurgeirssonar, Álmakór 8, Sigurðar Þórðarsonar, Álmakór 10, Guðlaugar Jóhannsdóttur, Álmakór 12, Kolbrúnar Jónsdóttur, Álmakór 9a, Þórunnar Björk Jónsdóttur, Álmakór 13, H. Einars Arnarssonar og Önnu Guðrúnar Maríasdóttur, Álmakór 14, Guðna Kristjánssonar, Álmakór 16, Ingvars Hreinssonar, Álmakór 17a, Kristjönu Unu Gunnarsdóttur, Álmakór 19 og Bjarna Sigurðassonar, Álmakór 22.
Afgreiðslu frestað. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.

21.1607142 - Dalaþing 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar númer 5 við Dalaþing, samanber erindi dagsett 13. júlí 2016. Í breytingunni felst að í stað einbýlishúss á 2 hæðum verði byggt parhús á tveimur hæðum, byggingarreitur færist til um 2 metra til norðurs, grunnflötur fyrirhugaðs húss minnkar úr 250 m2 í 230 m2. Heildarbyggingarmagn eykst um 60 m2. Uppdrættir í mælikvarða 1:500 og 1:200 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dagsett 14. júlí 2016. Á fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2016 var með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Dalaþingi 1, 2, 3, 4, 6, 7, 8, 9 og Frostaþingi 2, 2a, 4. Kynningartíma lauk 24. ágúst 2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Steingrímur Hauksson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

22.15062191 - Sunnubraut 21-45 (oddatölur). Lóðaleigusamningar.

Lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðarmörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns.
Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 20. júlí 2015; erindi Óskars Sigurðssonar hrl. fh. lóðarhafa Sunnubrautar 31, 35, 39, 43 og 45 dags. 21. desember 2015; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 5. janúar 2016; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til skipulagsnefndar dags. 7. janúar og 13. janúar 2016 og tölvupóstsamskipti Óskars Sigurðssonar hrl og sviðsstjóra umhverfissvið 8. og 9. febrúar 2016.
Til umfjöllunar hefur verið í skipulagsnefnd tillaga að stækkun lóðanna Sunnubraut 21 til 45 (oddatölur), sbr. fundi skipulagsnefndar 18/1, 15/2, 11/4 og 27/6 2016. Fyrir liggur að endurnýja þarf lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir. Núverandi afmörkun lóðanna er umfram upphaflega ætluð lóðarmörk og sýnd eru á þinglýstum lóðarleigusamningum og er ekki í samræmi við úthlutun lóðanna á sínum tíma. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að lóðamörkum ofangreindra lóða verði ekki breytt sbr. þinglýsta samninga en að viðkomandi lóðarhafa verði heimiluð, á hans ábyrgð, afnot þess lands sem hann hefur afmarkað sér, á meðan Kópavogsbær þarf ekki á því landi að halda (sem er umfram þinglýsta samninga) svo sem vegna framkvæmda við veitumannvirki og stígagerð.


Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

23.1511566 - Framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2015-2018

Bæjarráð - 2823 (26.5.2016)
Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 24. maí, lögð fram drög að framkvæmdaáætlun í jafnréttis- og mannréttindamálum byggða á mannréttindastefnu bæjarins.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar nefnda og ráða Kópavogsbæjar.
Skipulagsnefnd fagnar drögum að framkvæmdaráætlun og mun senda skipulagsstjóra ábendingar ef þurfa þykir.

Fundi slitið - kl. 19:00.