Á fundi skipulagsnefndar 7. febrúar 2006 var lagt fram erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hdl. dags. 6. janúar 2006 fh. landeiganda varðandi leyfi til að skipta lóðinni nr. 241a við Vatnsendablett upp í tvær lóðir. Meðfylgjandi: Hnit settur uppdráttur dags. 5. apríl 2005. Afgreiðslu frestað. Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.
Á fundi skipulagsnefndar 5. september 2006 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarlögmanns dags. 30. ágúst 2006. Þá lögð fram tillaga bæjarskipulags að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 241 a. Í tillögunni felst að íbúðarlóð sem skilgreind er innan leigulandsins er stækkuð úr 1,477 m2 í um 2,200 m2. Í tillögunni er enn fremur gert ráð fyrir að í stað einbýlishúss á einni hæð og risi verði byggt tveggja hæða einbýlishús með mögulegum kjallara. Hámarksgrunnflötur hússins er fyrirhugaður 250 m2 og hámarks gólfflötur allt að 750 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 4. ágúst 2006. Skipulagsnefnd samþykkti framlagað tillögu, hún verði auglýst í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs Kópavogs 7. september 2006 var erindið samþykkt og vísað til bæjarstjórar. Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 12. september 2006 var skipulagsstjóra falið að auglýsa tillögunar í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan var auglýst frá 19. september 2006 til 17. október 2006 með athugasemdafresti til fimmtudagsins 31. október 2006. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 7. nóvember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt áður nefndum athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 5. desember 2006 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn bæjarskipulags dags. 1. des. 2006. Hafnað á grundvelli umsagnar bæjarskipulags dags. 29. nóvember 2006 og innsendra athugasemda.
Á fundi skipulagsnefndar 16. janúar 2007 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að fela bæjarskipulagi að gera tillögu að aðalskipulagi að umræddri lóð. Tillagan verði í samræmi við yfirstandandi skipulagsvinnu um græn svæði við Elliðavatn.
Á fundi skipulagsnefndar 6. febrúar 2007 er erindið lagt fram á ný. Frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 21. október 2008 er erindið lagt fram að nýju. Frestað. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að vinna að því sem fram kom á fundinum.
Á fundi skipulagsnefndar 18. nóvember 2008 er erindið lagt fram að nýju. Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 20. nóvember 2008 var afgreiðslu tillögunnar frestað.
Á fundi skipulagsnefndar 16. desember 2008 er erindið lagt fram að nýju þar sem fram kemur fjarlægð frá vatni að íbúðarlóð verður að jafnaði 50m. Í tillögunni felst að afmörkun leigulandsins að Vbl. 241a er breytt, þannig að það stækkar í suður að Elliðahvammsvegi og í vestur að laxatanga. landinu er skipt upp í tvö leigulönd, Vatnsendablett 241a sem verður um 2000 m2 að flatarmáli og Vatnsendablett 241b sem verður um 2100 m2 að flatarmáli. Inni í leigulöndunum eru skilgreindar tvær íbúðarlóðir þ.e. ein í hvoru leigulandi. Áætluð stærð íbúðarlóðar á Vbl. 241 a er um 600 m2 og á Vbl. 241b um 650 m2. Fyrirhugaðar íbúðarlóðir innan leigulandanna eru að jafnaði um 50 m2 frá Elliðavatni sbbr. gr. 4.15.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og deiliskipulag ""Milli vatns og vegar"" birt í B-deild Stjórnartíðinda 27. júní 2001. Á hvorri þessara nýju íbúðarlóða eru skilgreindir byggingarreitir sem eru fyrir Vbl. 241a 15x17 metrar og fyrir Vbl. 241b 14x17 metrar að flatarmáli fyrir einbýli á einni hæð auk kjallara. Miðað er við 3 bílastæði á lóð og bílgeymslu í kjallara. Byggingarreiti eru með bundinni byggingarlínu í átt að Elliðavatni. Hámarksgrunnflötur húss að Vbl. 241a er 250 m2 og heildarbyggingarmagn er 500 m2. Hámarksgrunnflötur húss að Vbl. 241b er 235 m2 og heildarbyggingarmagn er 470 m2. Hámarkshæð húsa er 6.6 mfrá kjallara og 3.8 frá fyrstu hæð.
Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga, uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 10. desember 2008, verði auglýst í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 18. desember 2008 er samþykkt að tillagan verði auglýst. Tillagan var auglýst 27. janúar til 24. febrúar 2009, með athugasemdafresti til 10. mars 2009. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 17. mars 2009 er erindið lagt fram ásamt athugasemdum. Frestað. Bæjarskipulagi falið að taka saman umsögn varðandi innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 21. apríl 2009 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 21. apríl 2009.
Sviðsstjóri vék sæti við umfjöllun um erindið. Frestað til næsta fundar skipulagsnefndar.
Á fundi skipulagsnefndar 5. maí 2009 er erindið lagt fram að nýju. Tillaga Gunnsteins Sigurðssonar: ,,Undirritaður leggur til að tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs, sem tekur til lóðarinnar nr. 241a við Vatnsenda og lögð var fyrir skipulagsnefnd 21. október 2008 sem og breyting á deiliskipulagi Vatnsendabletts 241a sem lögð var fyrir skipulagsnefnd 7. febrúar 2009, verði hafnað. Í framhaldi af því verði teknar upp viðræður við landeiganda með það að markmiði að Kópavogsbær eignist umrætt land sem og Vatnsendablett 134. Undirritaður telur afar mikilvægt að Kópavogsbær eignist umrætt land til að tryggja sem best aðgengi bæjarbúa að vatninu, sem og gönguleið umhverfis vatnið."" Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Gunnsteins og hafnar erindinu.
Bæjarráðs 7. maí 2009, afgreiðslu frestað, en sviðsstjórum framkvæmda- og tæknisviðs, skipulags- og umhverfissviðs og bæjarlögmanni falið að vinna umsögn um málið fyrir næsta fund ráðsins.
Bæjarráð 14. maí 2009. Mæta sviðsstjórarnir og lögmaðurinn skv. ákvörðun síðasta fundar bæjarráðs. Gerðu þeir grein fyrir stöðu málsins. Bæjarráð felur ofangreindum að ganga til viðræðna við landeiganda varðandi Vatnsendablett 241a og 134 og gera bæjarráði grein fyrir viðræðunum á fundi bæjarráðs 4. júní nk.
Bæjarráð 4. júní 2009, gerir sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs grein fyrir framgangi málsins.
Bæjarráð 12. nóvember 2009, vísar tillögunni til skipulagsnefndar til úrvinnslu að nýju.
Tillagan dags. 10. desember 2008 lögð fram að nýju.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagað tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 107, 109 og 111 og Þinghólsbrautar 73, 74, 75, 77 og 78.