Skipulagsnefnd

1286. fundur 21. nóvember 2016 kl. 16:30 - 18:50 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Andrés Pétursson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir aðalfulltrúi
  • J. Júlíus Hafstein aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Smári Magnús Smárason starfsmaður umhverfissviðs
  • Salvör Þórisdóttir starfsmaður nefndar
  • Valdimar Gunnarsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Berglind Ósk Kjartansdóttir ritari
Dagskrá

1.1611489 - Álalind 18-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Álalindar 18-20 ásamt skýringaruppdrætti dags. 21. nóvember 2016 með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8, 5, 10, 14 og 16
Í breytingunni felst að íbúðum fjölgar úr 35 í 43. Hámarksflatarmál húss eykst og verður 6.000 m2 án bílageymslu. Heildarflatarmál bílageymslu minnkar og verður 1.100 m2. Hæð byggingarreits breytist og er mesta hæð hússins talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar nú 21 metrar í stað 20.8 eða hækkun um 20 cm. Hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem eru 4 hæðir lækkar úr 13, í 12,4 metrar og hæð byggingarreitar yfir þess hluta húss sem er 6 hæðir hækkar úr 17,8 metrar í 18,1 meter. Aðkoma og staðsetning bílastæða breytist. Krafa um fjölda bílastæða á íbúð er óbreyttur og er gert ráð fyrir 73 bílastæðum þar af 43 í niðurgrafinni bílageymslu.
Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála sem samþykktir voru í bæjarstjórn 15. desember 2015.
Þá lagður fram áritaður uppdráttur með ofangreindri deiliskipulagsbreytingu með samþykki lóðarhafa Álalindar 4-8; Álalindar 5,; Álalindar 10; Álalindar 14 og Álalindar 16.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

2.1611468 - Skipulagsnefnd, skipulagsstjóri. Breytt erindisbréf. Kynning.

Með tilvísan í samþykkt bæjarstjórnar 8. nóvember 2016 eru lagðar fram til kynningar breytingar á samþykktum á stjórn Kópavogsbæjar hvað varðar erindirbréf skipulagsnefndar og skipulagsstjóra.

3.1501129 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Forkynning.

Lögð fram forkynning á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, uppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við framlögð drög að tillögu að nýju aðalskipulagi Garðabæjar en áskilur sér rétt til að að gera athugasemdir við aðalskipulagið þegar það verður kynnt á síðari stigum.

4.1602594 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030, miðborgin

Lögð fram til kynningar tillaga Reykjavíkurborgar að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi landnotkunarheimild í miðborg Reykjavíkur, svæði M1a, og lúta að því að setja ákveðnar takmarkanir á uppbyggingu hótela og gististaða á framgreindu svæði.
Lagt fram og kynnt.

Skipulagsnefnd samþykkir að sviðið taki saman yfirlit yfir gistirými í Kópavogi jafnt hótel/gistheimilaþjónustu sem gistingu í heimahúsum, og leggi fram á fundi nefndarinnar.

5.1611458 - Nónhæð. Breyting á aðalskipulagi. Skipulagslýsing.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Lýsingin er lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni í Nónhæð, sem skv. núgildandi aðalskipulagi er áætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði en breytist skv. ofangreindri lýsingu í íbúðarbyggð og opin svæði.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

6.1611457 - Nónhæð. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram drög Arkís fh. Nónhæðar ehf. að deiliskipulags-breytingu fyrir koll Nónhæð. Í breytingunni felst að í stað þjónustubygginga (tilbeiðsluhúss og safnaðarheimilis)er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á svæðinu fyrir um 140 íbúðir að stofni til í þremur fjölbýlishúsum 2-5 hæða ásamt geymslum og bílageymslum neðanjarðar. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er um 14.000 m2 með nh. áætlað 0,6 og hámarks byggingarmagn að meðtöldum geymslum og bílsgeymslum neðanjarðar um 19.000 m2 með áætlað nh. 0,7. Miðað er við 1,2 bílastæði á íbúð eða um 200 bílastæði þar af um 100 stæðum neðanjarðar. Í breytingunni er gert ráð fyrir að norður hluti landsins verði opið svæði til sérstakra nota með gróðri og leiksvæðum til almennra nota.Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 4. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að unnið verði deiliskipulag á grundvelli ofangreindra draga Arkís,- deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð og skýringarmyndir og skipulagsskilmálar.

7.1611463 - Smáratorg 1-3. Breyting á fyrirkomulagi bílastæða á lóð. Skilti.

Lögð fram til kynningar tillaga Landark að breytingu á fyrirkomulagi bílastæða á lóð Smáratorgs. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásamt skýringarmyndum dags. í október 2016. Einnig lögð fram til kynningar tillaga Arkís að staðsetningu skiltaturni með 3 stafrænum skjáum 4x2,4 m ofan á lyftukjarna á miðju bílastæði Smáratorgs. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:100 dags. 16. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

8.1611567 - Nýbýlavegur 4-10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga ASK arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Nýbýlavegar 4-10. Í breytingunni felast eftirtaldar breytingar:
1) Íbúðum fjölgað úr 85 í 115.
2) Byggingarmagn aukið úr 18700 m² í 22378 m².
3) Bílastæðakrafa lækkar úr 1,3 í 1,1.
4) Hlutfall íbúða/atvinnu breyst úr 47/53 í 60/40.
Að öðru leiti vísast í gildandi deiliskipulag frá 23. maí 2016.
Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa Nýbýlavegar 2, Nýbýlavegar 6, fastanr. 223-4709 og Nýbýlavegar 12 fastanr. 206-4400 dags. 18. nóvember 2016 um að þeir séu samþykkir ofangreindum breytingum.
Frestað.

9.1611451 - Digranesvegur 1. Viðbygging.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að viðbyggingu við Digranesveg 1. Í tillögunni felst að byggt er við húsið 1-4 hæða bygging samtalst 1.750 m2. Uppdráttur í mkv. 1:1000 OG 1:2000 og greinargerð ásamt skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

10.1610149 - Fífuhvammur 11. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Sindra Freys Ólafssonar, lóðarhafa Fífuhvammi 11 dags. í september 2016 þar sem óskað er eftir leiðréttingu á skráningu fasteignar á þann veg að ósamþykkt íbúð verði skráð samþykkt og fái fastanúmer. Fífuhvammur 11 er fjölbýlishús með þremur samþykktum íbúðum, einni ósamþykktri og tveimur bílskúrum. Á fundi skipulagsnefndar 17. október 2016 var afgreiðslu erindisins frestað og óskað eftir umsögn byggingarfulltrúa.

Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa dags. 14. nóvember 2016.
Frestað.

11.1610016 - Bæjarráð - 2842

1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1610194 - Auðbrekka 2. Breytt aðkoma að bílastæðum.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðal- og deiliskipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16041193 - Dalaþing 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1607181 - Huldubraut 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1610231 - Jórsalir 2. Viðbygging.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

12.1611585 - Tónahvarf 9. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga ASK akritekta að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Tónahvarf. Í breytingunni felst að byggt er úr út gildandi byggingarreit í norður og suður, fyrirhuguð bygging verði á einni hæða án kjallara og fyrirkomulagi bílastæða á lóð er breytt. Uppdráttur í mkv. 1.500 dags. 18. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Ása Richardsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.

13.1611554 - Ögurhvarf 4D. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi Ögurhvarfs 4 d. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreitum og byggt er úr byggingarreit. Byggingarreitur vestari húshluta færist 3 m til suðurs og afstaða húsanna innbyrðis minnkar um 0.5 m. og verður 3m. í stað 3.5m. Á langhliðum beggja húshluta bætist útbygging 1.5x6.sm eða 9.0 m2 og fer hún 2,5 m út úr samþykktum byggingarreit byggingarreit.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

14.1611555 - Ögurhvarf 4C. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á deiliskipulagi Ögurhvarfs 4c. Í breytingunni felst tilfærsla á byggingarreitum og byggt er úr byggingarreit. Byggingarreitur færist um 2 m til vesturs í fyrirhugaðri tveggja hæða byggingu lóðarinnar. Í fyrirhugaðri einnar hæðar byggingu lóðarinnar stækkar byggingareiturinn um 3 x6 m til suðurs.
Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

15.1611552 - Álmakór 6. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Álmakórs 6. Í breytingunni felst að vegghæð hækkar úr 3,6 m í 4,1 m; hámarkshæð hússins lækkar úr 7,5 m í 6, 3 m; gert er ráð fyrir skyggni 1,2 m x 13,5 m út fyrir byggingarreit á suðurhlið og glerskála á vesturhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 dags. 28.október 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 3, 4, 5 og 8.

16.1610283 - Kópavogsbraut 9-11. Nýbygging. Deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 21. nóvember 2016 að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbrautar 9 og 11.
Í breytingunni felst að í stað núverandi íbúðarhúsa á lóðunum að Kópavogsbraut 9 og 11 komi fjölbýlishús á 4 og 5 hæðum auk kjallara þar sem 5 hæðin er inndregin að hluta. Lóðirnar verða sameinaðar og verður stærð lóðar eftir breytingu 2.900 m2. Fjöldi íbúða á hinni nýju lóð Kópavogsbraut 9-11 verður 28. Krafa um fjölda bílastæða á hverja íbúð verður í samræmi við gildandi deiliskipulag Kópavogstúns samþykkt 8. nóvember 2005 og er gert ráð fyrir 50 bílastæðum á lóðinni, þar af 30 í niðurgrafinni bílageymslu. Hámarks byggingarmagna á lóðinni er áætlað 5.800 m2 með bílageymslu sem áætluð er 900 m2 að stærð. Hámarkshæð vegghæð byggingarreits talið frá yfirborði botnplötu 1. hæðar verður 15,5 metrar og hámarks þakhæð um 15,6 metrar.
Afmörkun þess svæðis sem í gildandi deiliskipulagi Kópavogstúns sem merkt er „SKIPULAGI FRESTAГ breytist
Að öðru leiti er vísað í ofangreinda gildandi skipulagsuppdrætti og skipulagsskilmála fyrir Kópavogstún sem samþykkt var í bæjarstjórn 8. nóvember 2005 m.s.br.
Lagt fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

17.1611459 - Álmakór 2. Breyting á deiliskipulagi.

Lögð fram tillaga Luigi Bartolozzi, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Álmakór. Í breytingunni felst að hámarks vegghæð hækkar um 0,4 m. Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 18. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndakynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Álmakórs 1, 3 og 4.

18.1611455 - Kársnes. Kynningarfundur.

Greint frá fyrirhuguðum kynningarfundi um skipulag á Kársnesi þriðjudaginn 29. nóvember 2016 þar sem m.a. verða kynntar skipulagslýsingar fyrir þróunarsvæði Kársness og fyrir brú yfir Fossvog.
Lagt fram og kynnt.

19.1611452 - Smárinn. Nafngiftir á götum.

Lagt fram erindi Klasa ehf. fh. verkefnisins 201 Smára, dags. 17. nóvember 2016 þar sem kynnt er sú hugmynd að efna til samkeppni í samvinnu við bæjaryfirvöld um heiti gatna á fyrirhuguðu uppbyggingarsvæði sunnan Smáralindar. Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa nætir á fundin og gerir grein fyrir erindinu.
Skipulagsnefnd samþykkti að taka þátt í verkefninu.

20.1610020 - Bæjarstjórn - 1144

1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Smárinn vestan Reykjanesbrautar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1610194 - Auðbrekka 2. Breytt aðkoma að bílastæðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

16041193 - Dalaþing 3. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1607181 - Huldubraut 7. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1610231 - Jórsalir 2. Viðbygging.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1609380 - Kársnes þróunarsvæði. Deiliskipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum. Kristinn Dagur Gissurarson, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

16091001 - Brú yfir Fossvog, fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Aðal- og deiliskipulagslýsing.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.

Ása Richardsdóttir óskar bókað:

Furugrund 3 - mál 1605983

19. september síðastliðinn samþykkti þorri skipulagsnefndar að hefja samráð við íbúa hverfissins og fasteignaeiganda um framtíðarnotkun hússins.

Hvað er frétta?

Fundi slitið - kl. 18:50.