Lögð fram að lokinni kynningu tillaga Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar, dags. í janúar 2016, f.h. lóaðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Fagraþings 2. Í breytingunni felst að breyta núverandi húsi á lóðinni úr einbýli í tvíbýli. Ein íbúð verður í hvorum helming hússins með sér inngangi. Bílskýli suðvestan-megin á 1. hæð og verönd norðaustan-megin á 1. hæð verður breytt í bílgeymslur. Svölum suðvestan- og norðaustan-megin á 2. hæð verður lokað og verða hluti af íbúðum. Þremur svölum er bætt við á suðausturhlið hússins, allar 1,6 m á dýpt. Aukning á heildarbyggingarmagni er 190,6 m2 og verður húsið 539,2 m2 eftir breytingu sbr. uppdráttum dags. í jan. 2016. Á fundi skipulagsnefndar 2. maí 2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fagraþings 1, 2a, 3, 4, 5, 6, 8, 10, 12 og 14. Kynningartíma lauk 11. júlí 2016. Athugasemdir og ábendingar bárust frá íbúum Fagraþings 4, 6, 8, 10, 10a, 12 og 14 dagsett 5. júlí 2016, 6. júlí 2016 og 10. júlí 2016. Ennfremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Er umsögnin dags. 15. ágúst 2016.
"Ég óska eftir að fá kynningu á og aðgang að skýrslu Smáralindar um hjólandi og gangandi umferð".