- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitekt og Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfræðingur frá Landmótun greindu frá stöðu mála í vinnslu greinargerðar aðalskipulags.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Eftirfarandi samþykkt:
q Íbúar höfuðborgarsvæðisins líta á þéttbýli svæðisins sem eitt búsetusvæði. Skiptir þar engu hvort þeir búa í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi eða á Seltjarnanesi svo dæmi séu tekin. Atvinnumarkaðurinn er einn og sömuleiðis er húsnæðismarkaðurinn einn og hin sami. Stór hluti grunnkerfa svæðisins eru sameiginleg sem og útmörkin, fjöllin og ströndin. Þeir nýta útivistarsvæðin sameiginlega, verslun þar sem þeir vilja og njóta þeirrar afþreyingar sem í boði er án tillits til þess í hvaða sveitarfélagi þeir búa.
q Ofangreint viðhorf íbúanna gerir því í raun kröfu um mikla samvinnu sveitarfélaganna 7 um skipulag höfuðborgarsvæðisins.
q Gildandi svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins frá 2002, er fyrsta svæðisskipulagið sem ráðherra staðfestir af svæðinu. Hátt á þriðja tug breytinga hafa verið gerðar á því frá staðfestinu þess. Tilurð margra þeirra er vegna þess að síðasti áratugurinn var áratugur mikilla hugmynda.
q Endurskoðunar er þörf.
q Í nýju skipulagslögum er svæðisskipulagið skilgreint sem stefnumarkandi skjal þar sem sett er fram sameiginleg stefna aðildarfélaganna um byggðaþróun og þá þætti landnotkunar sem þörf er talin á að samræma. Þar segir jafnfram að staðbundnar ákvarðanir um landnotkun skulu eingöngu teknar í svæðisskipulagi að því marki sem nauðsynlegt þykir til að tryggja sameiginlega hagsmuni hlutaðeigandi sveitarfélaga til að útfæra landskipulagsstefnu eða vegna nauðsynlegrar samræmingar landnotkunar í fleiru en einu sveitarfélagi.
q Er það nægjanlegt til að tryggja íbúum svæðisins bestu niðurstöðuna?
q Í endurskoðuðu svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins verði tekið mið af þeim þáttum byggðaþróunar sem sameiginlegir eru eða þurfa að vera sameiginlegir að mati aðildarsveitarfélaga SSH. Í því felst m.a. að sátt skapist meðal sveitarfélaganna um megin línu í byggðaþróun svæðisins næstu árin. Í endurskoðuðu svæðisskipulagi verði fjallað um þá þætti sem fram koma í sviðsmynd A hjá rýnihóp SSH: skilgreina umferðar- og veitukerfi, sameiginleg útivistar- og ræktunarsvæði, aðal athafnakjarna og miðsvæði, skilgreina auðlindir og nýtingu þeirra, afmarka þau svæði sem henta ekki undir byggð og skilgreina hvar verndarsvæðin eru.
q En í endurskoðuðu svæðisskipulagi komi einnig fram eindreginn vilji sveitarfélaganna til enn frekari samvinnu um byggðaþróun á höfuðborgarsvæðinu og við nágrannabyggðir þess sbr. sviðsmynd B. Í þeirri sviðsmynd setur rýnihópurinn fram hugmynd um eitt sameiginlegt skipulag, (aðalskipulag) fyrir allt höfuðborgarsvæðið og síðan svæðisskipulag sem yrði stefnumarkandi greinargerð sem tæki til suðvesturhorns landsins. Sviðsmynd B yrði því í endurskoðuðu svæðisskipulagi sem forsögn um löngu tímabært og enn frekara samstarf um sameiginlega (stýrða) byggðaþróun þéttbýlasta hluta landsins.
q Slíkt samstarf og þannig skipulag kallar mögulega á breytt lagaumhverfi og stjórnkerfisbreytingar.
q Því er lagt til, að skipaður verði starfshópur á vegum SSH sem falið verði að útfæra framkomnar hugmyndir frekar og hvernig þær megi nýta í þeirri endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins sem framundan er.